Færslur: Skemmtanalífið

Sviðslistir fagna en skemmtanageirinn ósáttur
Ekki eru allir jafn ánægðir með þær tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum sem ríkisstjórnin tilkynnti í dag. Sviðslistafólk brosir á meðan skemmtanageirinn telur sig hlunnfarinn.
Allir fangaklefar fullir eftir nóttina
Mjög annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og ekki tókst að rita dagbók lögreglu fyrr í dag vegna þessa. Í henni segir að talsvert hafi verið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál með þeim afleiðingum að allir fangaklefar fylltust. Einnig var mikið um að fólk væri að aka bifreiðum undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Frekar rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Einhver erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt en fór þó betur en á horfðist þar sem búist var við annríki hjá lögreglu enda skemmtanalífið óðum að vakna úr löngum dvala í kjölfar tilslakana sóttvarnaryfirvalda.