Færslur: Skemmdarverk

Skemmdarverk unnið á listaverki Asgers Jorn
Á dögunum kom gestur á Jorn-listasafnið í Danmörku sem tileinkað er danska listamanninum Asger Jorn. Gesturinn hafði svolítið annað í hyggju en að virða fyrir sér myndlist, vatt sér að einu verka Jorns sem ber heitið Ískyggilegi andarunginn frá árinu 1959, og vann á því skemmdarverk. Málið hefur vakið nokkra athygli en gjörningurinn og listamaðurinn á bak við hann hefur verið bendlaður við róttæka hægrihreyfingu í Danmörku.
09.05.2022 - 10:21
Sjónvarpsfrétt
Kveikt í 874 bílum í Frakklandi á gamlárskvöld
Kveikt var í tæplega níu hundruð bílum víðs vegar um Frakkland á gamlárskvöld. Slík skemmdarverk eru unnin á hverju gamlárskvöldi í landinu og þakkar innanríkisráðherra lögreglu að ekki fór verr.
02.01.2022 - 19:37
Rændu strætisvagni og kveiktu í honum
Fjórir menn rændu strætisvagni í Newtownabbey skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í kvöld og kveiktu í honum. Almenningur og stjórnmálamenn eru slegnir yfir atvikinu.
„Fögnum því að horfið hafi verið frá málsókn“
Biskupsstofa fagnar þeirri ákvörðun Akureyrarkirkju að falla frá skaðabótakröfu á hendur ungum manni, sem var valdur að tjóni á kirkjunni árið 2017. Sóknarnefnd kirkjunnar tilkynnti í gær, að eftir fréttaflutning af málinu hefði kirkjan ákveðið að draga skaðabótakröfu sína til baka.
02.06.2021 - 13:39
Kom að ókunnri konu íklæddri fötunum sínum
Kona nokkur í íbúðahverfi miðsvæðis í höfuðborginni kom að óboðnum gesti á heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ókunn kona hafði einhvern veginn komist inn, gert sig heimakomna og klætt sig í föt af húsráðanda.
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33
Myndskeið
Saur makað á veggi og glugga leikskóla á Akureyri
Farið var ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur og því sem í þeim var, var makað á rúður og veggi leikskólans Holtakots á Akureyri í gærkvöld. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist sorgmædd.
22.02.2021 - 11:36
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Spjöll unnin á húsum leiðtoga Bandaríkjaþings
Krotað var á hús Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í dag og svínshöfuð og gerviblóð skilin eftir utandyra. Spjöll voru einnig unnin á húsi Mitch McConnells, leiðtoga Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings, í Kentucky.
Þung viðurlög geta legið við því að krota á veggi
„Kostnaðurinn við að laga þetta er mikill en ég geri mér ekki grein fyrir hversu hár hann verður,“ segir Hlöðver Sigurðsson eigandi verslunarhæðar húss við Skólavörðustíg sem varð fyrir barðinu á aðsópsmiklum veggjakrotara um liðna helgi.
„Þetta er hreint og beint skemmdarverk“ 
Listaverk eftir Jakob Wagner sem er unnið á hluta úr fallna Berlínarmúrnum var skemmt um helgina. Andlit á verkinu hefur verið afmáð, líklega með steinkasti.
06.07.2020 - 13:50