Færslur: Skeiða og Gnúpverjahreppur

Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Sjónvarpsfrétt
Nokkur skref tekin að undirbúningi Hvammsvirkjunar
Nokkur mikilvæg skref voru tekin að undirbúningi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í júní. Þá samþykktu tvær sveitarstjórnir deiliskipulag fyrir virkjunina og Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfi. Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir mörg skref eftir enn. Einn andstæðingur virkjunarinnar segir hana valda of miklu álagi á náttúruna, sveitina og landslagið. 
„Við höfum alveg efni á þessu“
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir að kaup sveitarfélagsins á borðbúnaði af Kvenfélagi Skeiðamanna á 1,7 milljónir króna séu sjálfsögð. Sveitarfélagið hafi sparað mikið á því að hafa haft afnot af borðbúnaðnum án endurgjalds og ekki sé eðlilegt að góðgerðarsamtök styrki vel stæð sveitarfélög. Það ætti frekar að vera á hinn veginn.
13.04.2017 - 07:00
Örnefnanefnd vill gamla nafnið
Örnefnanefnd mælir með því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur haldi nafni sínu áfram. Kosið verður um nafn á sveitarfélaginu í desember. Nefndin fjallaði um átta nöfn sem íbúar í sveitarfélaginu lögðu til að kosið verði um og hafnar einu þeirra, Vörðubyggð. Nefndin telur að rök mæli gegn öllum hinum nöfnunum sex.
Skeiðamenn og Gnúpverjar velja nafn
Íbúar í Skeiða og Gnúpverjahreppi velja á næstunni nýtt nafn á sveitarfélagið. Sveitarstjórn hefur nú sent átta tillögur að nöfnum til umsagnar og samþykkis Örnefnanefndar. Kosið verður um þau sem hljóta náð nefndarinnar og síðan aftur á milli tveggja, nái ekkert nafnanna helmingi atkvæða.
Sjónræn áhrif Búrfellslundar yrðu verst
Neikvæðustu umhverfisáhrif 200 megavatta vindorkuvers við Búrfell yrðu sýnileiki þeirra, segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif. Samkvæmt henni yrðu áhrif á jarðmyndanir, gróður og fuglalíf hverfandi og áhrif á sveitarfélög á svæðinu jákvæð.