Færslur: Skattur

Aukinn kaupmáttur og lægri tekjuskattbyrði
Heildartekjur allra tekjuhópa hefur hækkað síðustu árin og kaupmáttur aukist, samkvæmt greiningu fjármálaráðuneytisins. Allir tekjuhópar greiða nú minni tekjuskatt en áður, fyrir utan þau allra tekjuhæstu.
23.06.2022 - 12:18
Quebec tekur upp sérstakan skatt á óbólusetta
Stjórnvöld í Quebec-fylki í Kanada hyggjast leggja sérstakan skatt á fólk sem ekki hefur þegið bólusetningu gegn covid. Faraldurinn fer mikinn þar í landi en omíkron-afbrigðið er ráðandi þegar kemur að nýjum smitum.
12.01.2022 - 01:55
Frestur til að skila skattframtali til 12. mars
Nú er komið að árlegum skilum skattframtala einstaklinga á Íslandi. Skilafrestur er að þessu sinni til 12. mars næstomandi en ekki er veittur viðbótarfrestur líkt og raunin hefur verið undanfarin ár. Þess í stað er öllum veittur lengri tími til skila en verið hefur.
04.03.2021 - 09:03
Gagnrýna tillögur um „neyslustýringarskatt“
Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega tillögur starfshóps heilbrigðisráðherra um innleiðingu á efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu. Starfshópurinn leggur til að álögur verði lagðar á gos- og svaladrykki, íþrótta- og orkudrykki og vatnsdrykki sem innihalda sítrónusýru þannig að verðið hækki um að minnsta kosti 20 prósent.