Færslur: Skatttekjur

RSK skoðar 4 mál tengd fjárfestingarleiðinni
Ríkisskattstjóri hefur fjögur mál, sem tengjast þeim sem fluttu fé til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, til sérstakrar skoðunar. Búist er við að upplýsingar frá Lúxemborg og Sviss geri mögulegt að endurákvarða skatt á enn fleiri Íslendinga sem voru í keyptu skattaskjólsgögnunum.
16.07.2017 - 18:51
Hálfur milljarður úr keyptum Panama-gögnum
Ríkisskattstjóri hefur krafið 16 einstaklinga um tæpan hálfan milljarð króna í vangoldna skatta á grundvelli upplýsinga úr Panama-skjölunum sem keypt voru á 37 milljónir fyrir tveimur árum. Talið er líklegt að allt innheimtist og talan gæti enn hækkað.
15.07.2017 - 18:58
Sjóðir gætu digrast á sundferðum og Ciabatta
Nýleg greining Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi bendir til þess að ferðaþjónusta hafi neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélaga, svo sem vegna ruðningsáhrifa. Greining ráðgjafafyrirtækisins Deloitte bendir aftur á móti til þess að áhrifin séu jákvæð. Formaður ferðamálaráðs er líka oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra og hún telur að sveitarfélögin þurfi að fá meira í sinn hlut. Fulltrúi SAF leggur áherslu á að hagur margra sveitarfélaga hafi vænkast vegna ferðaþjónustu.
22.06.2017 - 17:44