Færslur: Skattsvik

Jónsi krefst þess að málinu verði vísað frá
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, krefst þess að ákæru héraðssaksóknara gegn honum vegna meintra 146 milljóna króna skattsvika í tengslum við félag hans Frakk, verði vísað frá. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns Þórs, og Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknari tókust á um frávísunarkröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Sjólaskipamáli verður áfrýjað til Landsréttar
Þeirri ákvörðun dómara að vísa Sjólaskipamálinu frá Héraðsdómi Reykjavíkur verður áfrýjað til Landsréttar. Þetta staðfesti Finnur Vilhjálmsson saksóknari í samtali við fréttastofu.
Vill að grunaður skattsvikari komi ekki nálægt rekstri
Héraðssaksóknari krefst þess að karlmanni á sjötugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir skattsvik, verði bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri í allt að þrjú ár. Maðurinn er sagður hafa stungið rúmum 20 milljónum króna undan í rekstri fjögurra fyrirtækja.