Færslur: skattrannsóknarstjóri

Grunur um stórfelld skattalagabrot tengd Airbnb
Grunur er uppi um stórfelld skattalagabrot Íslendinga samkvæmt gögnum frá Airbnb sem skattrannsóknarstjóri hefur aflað. Brotin eru að mati sett skattrannsóknarstjóra það alvarleg að sektir eða fangelsisdómur gætu legið við þeim.
Myndskeið
Segir breytingar veikja stöðu skattrannsókna
Ákvörðun um að færa embætti skattrannsóknarstjóra undir ríkisskattstjóra veikir stöðu skattrannsókna, segir Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri. Hann segir að hlutverk skattrannsóknarstjóra sé nú óljóst. 
Ráðuneytið segir varnaðarorð byggð á misskilningi
Skattrannsóknarstjóri varar við að rannsókn refsiverðra skattalagabrota verði flutt til héraðssaksóknara og óttast að það leiði meðal annars til endurtekinna rannsókna. Fjármálaráðuneytið andmælir þessu í umsögn, vill að breytingarnar nái fram að ganga og álítur að skattrannsóknarstjóri misskilji frumvarpið.
Skattaembætti sameinuð – tvöföld refsing útilokuð
Embætti skattrannsóknastjóra færist undir Skattinn í nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar má rekja til dóma Mannréttindadómstólsins um óheimilar tvöfaldar refstingar við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Fjármálaráðherra vonast til að hægt verði að tryggja betri samfellu og utanumhald um rannsókn og meðferð mála sem varða skattaundanskot og skattalagabrot með nýju frumvarpi.
Þurfti úrskurð til að fá Airbnb gögn
Skattrannsóknarstjóri metur nú hvort tilefni sé til að grípa til aðgerða vegna vangoldinna skatta vegna útleigu Airbnb íbúða. Upplýsingar um leigugreiðslur vegna hluta þeirra hér á landi bárust embættinu nýlega og námu þær rúmum 25 milljarði á árunum 2015-'18.  Leita þurfti til dómstóla á Írlandi til að fá gögnin afhent.
26.08.2020 - 15:41
Skattaundanskot til Lúxemborgar komi ekki á óvart
Skattrannsóknarstjóri telur að opinberar tölur sem liggja fyrir um skattaundanskot hér á landi séu gamlar. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer stór hluti skattaundanskota héðan til Lúxemborgar - sem hún segir ekki koma á óvart.
23.11.2019 - 12:30
Þurfa að leggja meira á sig þegar þrengir að
Eftirlit og rannsóknir á málum sem varða notkun erlendra greiðslukorta í þeim tilgangi að skjóta undan skatti er viðvarandi verkefni, segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir að eftir því sem þrengi að möguleikum til undanskota þurfi fólk sem hyggur á slíkt að leggja meira á sig til að finna nýjar leiðir til undanskota, en skattsvik séu gerð með meiri ásetningi og markvissari hætti en áður.
02.07.2019 - 14:47
Ætla að krefja ríkið bóta vegna kyrrsetningar
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga Hrafnssonar, segir það liggja í augum uppi að ríkið verði krafið bóta vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á málum Björns Inga. Skattrannsóknarstjóri hefur hætt rannsókn sinni á skattskilum og bókhaldi hans en hann hafði verið grunaður um skattaundanskot vegna reksturs DV.
06.02.2019 - 11:09
Hættir rannsókn á skattamálum Björns Inga
Skattrannsóknarstjóri hefur hætt rannsókn á bókhaldi og skattskilum Björns Inga Hrafnssonar, fyrrum eiganda fjölmiðlanna DV, Pressunar og Eyjunnar. Hann var til rannsóknar grunaður um skattaundanskot.
06.02.2019 - 10:24
Fagnar hugmyndum um fyrirtækjaskrá á Tortóla
„Þetta eru góðar fréttir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um fyrirhugaðar aðgerðir breskra stjórnvalda um að gera stjórnvöldum á breskum yfirráðasvæðum skylt að birta opinbera skráningu um eignarhald fyrirtækja.
03.05.2018 - 16:26
Panamaskjölin stuðla að réttari skattskilum
Tvö ár eru síðan að ljóstrað var upp um geysilegar eignir fólks og fyrirtækja í skattaskjólum í gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Enginn vafi er á varnaðaráhrifum lekans til lengri tíma, segir skattrannsóknarstjóri. Undanskotin í skattaskjólsmálum sem rannsókn er lokið á hjá skattrannsóknarstjóra nema 15 milljörðum króna.
05.04.2018 - 18:47
Sigur Rós: Höfum ekkert að fela
Sigur Rós hefur ekkert að fela og hefur veitt skattrannsóknarstjóra allar upplýsingar til þess að greiða úr þeim málum sem þar eru til rannsóknar. Svo segir í tilkynningu frá hljómsveitinni Sigur Rós.
16.03.2018 - 15:36