Færslur: skattrannsóknarstjóri

Skattaundanskot til Lúxemborgar komi ekki á óvart
Skattrannsóknarstjóri telur að opinberar tölur sem liggja fyrir um skattaundanskot hér á landi séu gamlar. Samkvæmt nýlegri rannsókn fer stór hluti skattaundanskota héðan til Lúxemborgar - sem hún segir ekki koma á óvart.
23.11.2019 - 12:30
Þurfa að leggja meira á sig þegar þrengir að
Eftirlit og rannsóknir á málum sem varða notkun erlendra greiðslukorta í þeim tilgangi að skjóta undan skatti er viðvarandi verkefni, segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir að eftir því sem þrengi að möguleikum til undanskota þurfi fólk sem hyggur á slíkt að leggja meira á sig til að finna nýjar leiðir til undanskota, en skattsvik séu gerð með meiri ásetningi og markvissari hætti en áður.
02.07.2019 - 14:47
Ætla að krefja ríkið bóta vegna kyrrsetningar
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga Hrafnssonar, segir það liggja í augum uppi að ríkið verði krafið bóta vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á málum Björns Inga. Skattrannsóknarstjóri hefur hætt rannsókn sinni á skattskilum og bókhaldi hans en hann hafði verið grunaður um skattaundanskot vegna reksturs DV.
06.02.2019 - 11:09
Hættir rannsókn á skattamálum Björns Inga
Skattrannsóknarstjóri hefur hætt rannsókn á bókhaldi og skattskilum Björns Inga Hrafnssonar, fyrrum eiganda fjölmiðlanna DV, Pressunar og Eyjunnar. Hann var til rannsóknar grunaður um skattaundanskot.
06.02.2019 - 10:24
Fagnar hugmyndum um fyrirtækjaskrá á Tortóla
„Þetta eru góðar fréttir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri um fyrirhugaðar aðgerðir breskra stjórnvalda um að gera stjórnvöldum á breskum yfirráðasvæðum skylt að birta opinbera skráningu um eignarhald fyrirtækja.
03.05.2018 - 16:26
Panamaskjölin stuðla að réttari skattskilum
Tvö ár eru síðan að ljóstrað var upp um geysilegar eignir fólks og fyrirtækja í skattaskjólum í gögnum frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Enginn vafi er á varnaðaráhrifum lekans til lengri tíma, segir skattrannsóknarstjóri. Undanskotin í skattaskjólsmálum sem rannsókn er lokið á hjá skattrannsóknarstjóra nema 15 milljörðum króna.
05.04.2018 - 18:47
Sigur Rós: Höfum ekkert að fela
Sigur Rós hefur ekkert að fela og hefur veitt skattrannsóknarstjóra allar upplýsingar til þess að greiða úr þeim málum sem þar eru til rannsóknar. Svo segir í tilkynningu frá hljómsveitinni Sigur Rós.
16.03.2018 - 15:36