Færslur: Skattagagnamálið

Niðurfelldu skattsvikamálin skila skatti
Ríkissjóður verður ekki af skattgreiðslum vegna þeirra tæplega tíu milljarða sem voru að baki þeirra 62ja mála sem héraðssaksóknari hefur fellt niður. Fjárhæðirnar hefðu þó orðið hærri hefði fólkið hlotið refsidóma
16.11.2017 - 18:23
Ætlar að kæra ákvörðun um niðurfellingu
Ekki er útséð um hvort skattsvikamálin, sem héraðssaksóknari hefur fellt niður, fari ekki fyrir dómstóla því skattrannsóknarstjóra ætlar að kæra ákvörðunina er varða nokkur málanna. Héraðssaksóknari á eftir að taka ákvörðun um 90 skattsvikamál til viðbótar sem varða samtals 20 milljarða króna.
Enn ekkert nýtt í gögnunum frá Þýskalandi
Þær upplýsingar upp úr Panama-skjölunum sem íslensk yfirvöld hafa fengið í hendur frá þýsku alríkislögreglunni hafa enn ekki varpað neinu nýju ljósi á mál sem varða Íslendinga og íslensk félög. Þetta segir í svari Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra við fyrirspurn fréttastofu.
11.10.2017 - 11:22
Rannsókn nokkurra skattaskjólsmála að klárast
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur vísað fimm málum til héraðssaksóknara síðustu mánuði eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Þar er bæði um að ræða rannsóknir byggðar á gögnum sem voru keypt eftir gagnaleka og rannsóknum á grundvelli nafna í Panamaskjölunum. Eitt málanna er vegna gagnalekans. Rannsókn á tveimur málum til viðbótar er lokið og næsta skref er að taka ákvörðun um refsimeðferð í þeim.
16.02.2017 - 23:35
Hundruðum milljóna komið undan í skattaskjólum
Hátt í hundrað manns hafa haft stöðu sakbornings í rannsóknum skattrannsóknarstjóra á aflandsgögnum. Fjörutíu og sex stórfelld brot hafa verið send til saksóknara, og skattaundanskotin nema hundruðum milljóna króna.
Dönsk skattyfirvöld kaupa skattaskjólsgögn
Dönsk skattyfirvöld hafa fengið heimild til að kaupa gögn um 500 danska ríkisborgara sem finna má í Panamaskjölunum. Danir höfðu áður fengið sýnishorn úr skjölunum til að staðreyna gildi þeirra.
07.09.2016 - 04:16
Fyrirtæki gefi upp hvar þau borga skatta
Evrópusambandið hyggst fara fram á að alþjóðleg fyrirtæki sem starfa innan aðildarríkja sambandsins gefi upp hvar þau greiða skatta. Með þessu er vonast til að komið verði í veg fyrir að fyrirtæki noti aflandsfélög í skattaskjólum til að komast hjá greiðslu skatta.
12.04.2016 - 21:40
Komin með skattagögn úr þremur áttum
Embætti Skattrannsóknarstjóra hefur undir höndum gögn frá þremur mismunandi aðilum, sem öll benda til skattaundanskota Íslendinga erlendis. Vinna við að nota gögnin til að rekja undanskot er hafin.
27.03.2015 - 12:20
Leynigögn komin til skattrannsóknarstjóra
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið afhent gögn frá frönskum skattayfirvöldum en talið er þau sýni skattaundanskot manna sem tengjast Íslandi. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
14.03.2015 - 07:50
Skattaskjól HSBC og kaup skattaupplýsinga um íslenska aðila
Birting á skjölum uppljóstrara sem skattyfirvöld víða um heim hafa haft undir höndum um árabil dregur athyglina að hvernig yfirvöld hafi nýtt lekann. Spegillinn hefur áður sagt frá Hervé Falciani fyrrum starfsmanni í svissnesku útibúi breska HSBC bankans sem kom upplýsingum varðandi skattamál um 100 þúsund einstaklinga víðs vegar að úr heiminum til franskra yfirvalda 2008. Frönsk skattayfirvöld miðluðu síðan upplýsingum til skattyfirvalda víða um heim og nú hafa upplýsingarnar borist í fjölmiðla. Þessi umfjöllun dregur aftur athyglina að efni sem skattrannsóknarstjóra hefur boðist til kaups um íslenska aðila.
09.02.2015 - 21:56
Gefa hugsanlega upp sakir borgi fólk skatt
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að ekki þurfi að breyta lögum til að kaupa gögn um skattsvik Íslendinga erlendis. Til greina kemur að veita þeim sem svíkja undan skatti erlendis einskonar sakaruppgjöf, gegn því að þeir skili því sem þeir skutu undan.
04.11.2014 - 18:01
Verður að kaupa gögnin með löglegum hætti
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að til greina komi að kaupa upplýsingar um skattsvik Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Það þurfi hins vegar að gera með löglegum hætti, og því þurfi mögulega að breyta lögum til þess að hægt sé að kaupa gögnin.
Kaup á leynigögnum komi til greina
Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að það hljóti að verða skoðað af fullri alvöru, hvort kaupa eigi gögn með upplýsingum um möguleg skattsvik Íslendinga í skattaskjólum. Leita verði allra leiða til að rannsaka slík mál.
28.09.2014 - 12:33
Sjálfsagt að ríkið kaupi lögleg leynigögn
Ríkið getur ekki annað en skoðað það alvarlega, að kaupa upplýsingar um möguleg skattsvik Íslendinga erlendis. Þetta er mat formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það flæki þó málið ef upplýsingarnar eru fengnar með ólögmætum hætti.
27.09.2014 - 21:12
Ættum ekki að útiloka kaup á leynigögnum
Hægt er að réttlæta kaup á upplýsingum um skattsvik Íslendinga erlendis, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Þjóðverjar hafi farið þá leið, og því eigi ekki að útiloka slík kaup hér á landi.
Skoða kaup á gögnum um skattsvik
Gögn sem skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups benda til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sekir um skattaundanskot í skattaskjólum. Skattrannsóknarstjóri segir að gögnin gefi færi á að rekja slík undanskot.
Íhugar að kaupa leynigögn um skattabrot
Fjármálaráðuneytið íhugar að kaupa leynigögn sem benda til þess að skattaundanskot hafi verið stundað. Skattrannsóknarstjóri segir gögnin gefa vísbendingar um lögbrot en talið er að þar séu upplýsingar um nokkur hundruð Íslendinga sem tengjast skattaskjólum.
26.09.2014 - 06:01