Færslur: Skátar

Fjarlægja styttuna af Baden-Powell 
Yfirvöld í Dorset á Suður-Englandi tilkynntu í gær að stytta af Robert Baden-Powell stofnanda skátahreyfingarinnar verði fjarlægð. Hún bætist þar með í safn annarra stytta af sögufrægum einstaklingum sem verið gagnrýndar í tengslum við mótmæli undanfarinna vikna.
11.06.2020 - 09:23
Skátarnir vilja byggja í nágrenni við Morgunblaðið
Bandalag íslenskra skáta stefnir á að byggja nýjar höfuðstöðvar í Hádegismóum í Reykjavík, sunnan við byggingar Morgunblaðsins. Tillaga að deiliskipulagi vegna þessa var til umfjöllunar á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku.
05.05.2020 - 06:51
Viðtal
Enginn er alvarlega veikur
176 erlendir skátar voru fluttir í fjöldahjálparstöð í Grunnskólann í Hveragerði í gærkvöld og í nótt vegna líklegrar nórósýkingar sem upp kom í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Fyrst bárust fregnir af veikindunum klukkan 7 í gærkvöldi.
11.08.2017 - 12:08
Guðni heimsótti fimm þúsund manna skátamót
Alþjóðlega skátamótið náði hápunkti á Úlfljótsvatni í dag með heilmikilli fjölmenningardagskrá og karnivalstemningu. Forseti Íslands, verndari skátahreyfingarinnar, kíkti á sitt fyrsta skátamót og er ánægður með starf skátanna.
30.07.2017 - 18:41
Framkvæmdastjóri Skáta ráðinn aftur
Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur dregið uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins til baka, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem BÍS sendi frá sér í morgun. Þar segir að Hermann komi aftur til starfa í byrjun apríl. Eftir athugun endurskoðanda á fjárreiðum og bókhaldi samtakanna hafi komið í ljós að ekki hafi verið um fjárdrátt að ræða af hálfu Hermanns.
31.03.2017 - 09:40