Færslur: Skammtímaleiga

Airbnb-þreyta gerir vart við sig
Fasteignasalar á höfuðborgarsvæðinu segja mun minna um það en áður að fólk kaupi litlar íbúðir gagngert til þess að leigja þær út á Airbnb en nokkuð um að þeir sem hafa staðið í útleigu séu að selja eignir. Eitthvað er farið að bera á útleiguþreytu hjá gestgjöfum. Sumir fela þjónustufyrirtækjum að sjá um reksturinn en nokkur slík hafa skotið upp kollinum upp á síðkastið. Litlar eignir miðsvæðis í Reykjavík hafa í ár hækkað mun minna en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
13.10.2017 - 18:52
Telja að um 15% stórtækra svíki undan skatti
Ríkisskattstjóri áætlar að um 15% þeirra sem fara mikinn á Airbnb, leigja út fimm eignir eða fleiri, svíki undan skatti. Umfang skattsvika sé meira hjá þeim sem leigja út færri eignir. Yfir 70% þeirra sem leigja út heimili sín á Airbnb eru án tilskilinna leyfa, þrátt fyrir að leyfisveitingarferlið hafi verið einfaldað. 
11.10.2017 - 15:50