Færslur: skálavörður

„Í sumar höfum við ekki heyrt eitt aukatekið orð“
„Vegna staðsetningar skálans hér í botnum svæðis sem er svo kallað Emstrur, sem dregur nafn sitt af erfiði og amstri, hefur talstöðvasamband alltaf verið slitrótt og erfitt því okkur var vandlega troðið hér í brekku utan þjónustusvæðis. Í sumar höfum við ekki heyrt eitt aukatekið orð.“ Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt sem skálaverðir í Emstrum.
06.08.2020 - 09:20
Ég er bara lítill sólargeisli
„Og hér er hann kominn, lítill sólargeisli sem skoppaði á þakinu okkar í Emstrum fyrir nokkrum dögum, trítlandi á öldum ljósvakans, útvarpsbylgjur festar í hljóðbylgjur úr hátölurum og heyrnartólum sem óma svo sem titringur í hljóðhimnunum þínum, þar sem hann kristallast sem óljós minning um útvarpspistil sem þú heyrðir einu sinni.“ Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt sem skálaverðir í Emstrum.
28.07.2020 - 13:07
Andfýla borgarinnar minnir á mikilvægi fjallaloftsins
Listamennirnir Smári Róbertsson og Nína Harra, sem búsett eru í Amsterdam, kjósa að starfa sem skálaverðir í Emstrum yfir sumarmánuðina. „Kannski er það einfaldlega andfýla borgarinnar, osta- og kannabisfnykur sem undirstrikar mikilvægi fersks íslensks fjallalofts.“ Þau gefa hlustendum Sumarmála á Rás 1 innsýn í líf sitt að Fjallabaki.
18.07.2020 - 12:27