Færslur: Skagaströnd

Myndband
Skagstrendingar mynduðu manngert friðarmerki
Tugir Skagstrendinga kom saman í hádeginu í gær og myndaði manngert friðarmerki. Forsprakki hópsins sem skipulagði viðburðinn segir að skilaboðin séu ósk bæjarbúa um frið í heiminum.
04.03.2022 - 09:32
Umsvifin við Skagastrandarhöfn tvöfaldast milli ára
Blómlegt athafnalíf er nú við höfnina á Skagaströnd. Þar er tvöfalt meiri afla landað miðað við árið í fyrra og þakkar sveitarstjóri aukninguna meðal annars góðum samgöngum frá sveitarfélaginu.
01.12.2021 - 13:04
Skagaströnd og Skagabyggð funda um sameiningu
Sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð sem liggja norður af Blönduósi hittast á fundi í kvöld og ræða grundvöll fyrir sameiningu. Þau höfnuðu bæði sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu fyrr í sumar.
Sameining Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps enn möguleg
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gær. Um tveir af hverjum þremur kjósendum voru samþykkir sameiningunni í hvoru sveitarfélagi. Ekkert verður hins vegar af sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Formaður kjörstjórnar í Húnavatnshreppi telur ekki ólíklegt að fljótlega verði greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ.
Bjartsýnn á samþykki í öllum sveitarfélögum
Lagt er til að níu fulltrúar skipi sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórinn í Blönduósbæ segir að undirtektir íbúa séu betri en nokkru sinni fyrr. Kosið verður um sameiningu fimmta júní.
Vilja þiggja eignir frá FISK þrátt fyrir viðhaldsþörf
Oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar vill að sveitarfélagið þiggi eignir sem FISK Seafood hefur boðið þeim að gjöf. Húsin eru í misjöfnu ástandi og þarfnast sum mikils viðhalds.
12.01.2021 - 11:00
Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur hlaðist upp undir háspennulínur á svæðinu. Þar sem vírinn er lægstur er hann kominn niður fyrir tvo metra og RARIK biður fólk að gæta sín.
13.03.2020 - 13:40