Færslur: Skagaströnd
Skagstrendingar mynduðu manngert friðarmerki
Tugir Skagstrendinga kom saman í hádeginu í gær og myndaði manngert friðarmerki. Forsprakki hópsins sem skipulagði viðburðinn segir að skilaboðin séu ósk bæjarbúa um frið í heiminum.
04.03.2022 - 09:32
Umsvifin við Skagastrandarhöfn tvöfaldast milli ára
Blómlegt athafnalíf er nú við höfnina á Skagaströnd. Þar er tvöfalt meiri afla landað miðað við árið í fyrra og þakkar sveitarstjóri aukninguna meðal annars góðum samgöngum frá sveitarfélaginu.
01.12.2021 - 13:04
Skagaströnd og Skagabyggð funda um sameiningu
Sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð sem liggja norður af Blönduósi hittast á fundi í kvöld og ræða grundvöll fyrir sameiningu. Þau höfnuðu bæði sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu fyrr í sumar.
29.06.2021 - 14:01
Sameining Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps enn möguleg
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í gær. Um tveir af hverjum þremur kjósendum voru samþykkir sameiningunni í hvoru sveitarfélagi. Ekkert verður hins vegar af sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Formaður kjörstjórnar í Húnavatnshreppi telur ekki ólíklegt að fljótlega verði greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélagsins við Blönduósbæ.
06.06.2021 - 12:27
Bjartsýnn á samþykki í öllum sveitarfélögum
Lagt er til að níu fulltrúar skipi sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórinn í Blönduósbæ segir að undirtektir íbúa séu betri en nokkru sinni fyrr. Kosið verður um sameiningu fimmta júní.
19.05.2021 - 12:44
Vilja þiggja eignir frá FISK þrátt fyrir viðhaldsþörf
Oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar vill að sveitarfélagið þiggi eignir sem FISK Seafood hefur boðið þeim að gjöf. Húsin eru í misjöfnu ástandi og þarfnast sum mikils viðhalds.
12.01.2021 - 11:00
Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur hlaðist upp undir háspennulínur á svæðinu. Þar sem vírinn er lægstur er hann kominn niður fyrir tvo metra og RARIK biður fólk að gæta sín.
13.03.2020 - 13:40