Færslur: Skagafjörður

Landinn
„Hefurðu séð illa greiddan Skagfirðing?“
Það er ýmislegt sem Skagfirðingar geta stært sig af. Þeir eiga frábært körfuboltalið, fleiri hesta en hægt er að telja og svo eru það allar hárgreiðslustofurnar!
Sjónvarpsfrétt
Leggur til allsherjarhreinsanir vegna riðu í Skagafirði
Umfangsmiklar hreinsanir og niðurskurður á sauðfé á öllum bæjum í riðusýktu hólfi í Skagafirði er nauðsynlegt til að uppræta sjúkdóminn. Þetta segir fyrrverandi yfirdýralæknir. Mikilvægt sé að veita bændum tilfinningalega aðstoð að niðurskurði loknum. Hann segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar. 
03.10.2021 - 20:12
Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.
Sjónvarpsfrétt
„Það bara vantar meira fjármagn og mannskap“
Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra tekur undir gagnrýni bónda sem neyðist nú til að farga allri sinni hjörð eftir riðusmit. Hann segir að með meiri mannskap mætti hugsanlega koma í veg fyrir slíkt.
Sjónvarpsfrétt
„Alltaf með það á herðunum að þetta myndi koma"
Bóndi í Skagafirði sem neyðist nú til að farga um fimmtán hundruðum fjár segir tími til komin að hugsa meðhöndlun á riðuveiki upp á nýtt. Auka ætti sýnatöku til að fyrirbyggja sársaukafullar aðgerðir eins og niðurskurð.
12.09.2021 - 21:10
Samfélagið slegið yfir fregnum af riðusmiti í sveitinni
Sveitarstjórinn í sveitarfélaginu Skagafirði telur brýnt að rannsaka verndandi arfgerðir gegn riðu betur svo koma megi í veg fyrir riðusmit. Nokkur þúsund fjár verða í Staðarrétt í dag þar sem réttað verður. Fé frá Syðra-Skörðugili þar sem riða hefur greinst er þar á meðal en því verður haldið frá öðru fé eins og kostur er og flutt fljótt heim á bæ.
12.09.2021 - 12:40
Trúir að hægt verði að komast fyrir útbreiðslu riðu
Fé af bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða kom upp, verður eftir fremsta megni haldið frá öðru fé í réttum á morgun og það keyrt rakleiðis heim, þar sem það dvelur þar til niðurskurður hefst. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir, hefur trú á að hægt verði að ná utan um smitið.
11.09.2021 - 18:16
Riða í Skagafirði: „Þetta kemur á versta tíma“
Héraðsdýralæknir á Norðurlandi-vestra segir að riða sem greindist í kvöld á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði komi á versta tíma. Öllu fé á bænum verði lógað og bændur á svæðinu verði að vera vakandi.
10.09.2021 - 22:14
Riðuveiki í Skagafirði
Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um fimmtán hundruð fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Riðuveiki hefur greinst á bænum einu sinni áður, fyrir þrjátíu árum. Syðra-Skörðugil er í Húna- og Skagahólfi en í því hólfi greindist riða á einum bæ á síðasta ári.
10.09.2021 - 20:40
Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá
Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum.
Vatnsbúskapur ræðst að miklu leyti af vetrarúrkomu
Ekki hefur borið á verulegum vatnsskorti í sumar á Norðurlandi. Ef vetrarúrkoma verður lítil gæti það þó valdið slæmri stöðu í vatnsbúskap.
Sjónvarpsfrétt
Stolnum munum skilað á Glaumbæ eftir 50 ár í Þýskalandi
Munir, sem stolið var úr gamla torfbænum í Glaumbæ fyrir rúmlega fimmtíu árum, bárust safninu í pósti í síðustu viku. Með pakkanum sem kom frá Þýskalandi fylgdu áhugaverðar skýringar.
09.08.2021 - 20:36
Rýmingu aflétt í Varmahlíð
Rýmingu hefur verið aflétt á síðustu húsunum í Varmahlíð í Skagafirði. Þetta var ákveðið á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar í kvöld.
Útvarpsfrétt
Kanna áhrif titrings frá vinnuvélum á jarðskriðið
Almannavarnanefnd kom saman á Sauðárkróki í morgun til að ræða skriðuföll Skagafirði í Varmahlíð í gær og í Tindastóli í nótt. Vinnuvélar voru á vettvangi þar sem skriðan féll í Varmahlíð í gær því til stóð að gera við sprungur í brekkunni.
30.06.2021 - 13:04
Rýming gildir áfram í Varmahlíð
Rýming níu húsa gildir enn í Varmahlíð í Skagafirði eftir að aurskriða féll á tvö hús þar síðdegis í gær. Stöðuskýrsla verður gefin út eftir fund almannavarnanefndar klukkan tíu, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð
Aurskriða féll úr vegbrún á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði á fjórða tímanum í dag. Talsvert tjón varð á húsunum en enginn slasaðist að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
29.06.2021 - 17:52
Ekkert smit í Skagafirði í gær — Takmörkunum aflétt
Hertum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði og Akrahreppi var aflétt á miðnætti. Fjórir greindust með veiruna þar um helgina, allir í sóttkví. Alls er nú tuttugu og einn í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur. Ekkert smit greindist á svæðinu í gær.
17.05.2021 - 11:58
Fæðing á sóttkvíarhóteli eða næstum því
Við sluppum við að sjóða vatn og taka til handklæði, segir umsjónarmaður farsóttarhúsa, en þar fékk kona hríðir um helgina en var flutt á sjúkrahús þar sem barnið fæddist. Tveir greindust með smit á landamærunum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum, og fimm innanlands og voru þeir allir í sóttkví. 
Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.  
Um 200 Skagfirðingar skimaðir í dag
Um tvö hundruð Skagfirðingar voru skimaðir fyrir COVID-19 í dag og hátt í fjögur hundruð eru í sóttkví. Eina skipulagða hópskimun dagsins var í tengslum við leikskóla á Sauðárkróki þar sem smit hafði greinst, en margir fóru sjálfir í skimun vegna einkenna eða til að gæta öryggis. Þetta segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, í samtali við fréttastofu.
10.05.2021 - 23:19
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er eins og að fá á sig mark í uppbótatíma“
Vonir standa til þess að búið sé að ná utan um hópsmit sem kom upp á Sauðárkróki um helgina. Deildarstjóri heilsugæslunnar, sem sjálf er í sóttkví, segir hópsýkinguna mikið sjokk fyrir samfélagið.
Lömbin hans Geirmundar fá nöfn — „Síminn stoppaði ekki“
Tónlistarmaðurinn og sauðfjárbóndinn Geirmundur Valtýsson er búinn að gefa lömbunum tveimur sem komu óvænt í heiminn í síðustu viku nöfn. Í frétt sjónvarpsins um málið óskaði Geirmundur eftir ábendingum frá þjóðinni og svörin létu ekki á sér standa.
22.03.2021 - 14:40
Sjónvarpsfrétt
Sveiflukónginn rak í rogastans þegar lömb birtust óvænt
Bændum á Geirmundarstöðum í Skagafirði brá heldur betur í gær þegar ær sem átti að rýja tók upp á því að bera tveimur lömbum. Bóndinn segir ómögulegt að vita hvað fór úrskeiðis en hefur einn grunaðan.
16.03.2021 - 22:02
Landinn
Maður með þrjá hatta
„Þetta er annar af tveimur legsteinum sem sagt er að Myllu-Kobbi hafi gert fyrir sitt eigið leiði," segir Inga Katrín D. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga. „Það er líklegt að hann hafi ekki verið sáttur við hann vegna þess að það hefur ekki verið pláss fyrir allan textannn framan á steininum og þvi þurfti hann að klára verkið aftan á honum, sem þótti kannski ekki nógu fínt."
Landinn
Manni má líða alls konar
„Staðan var bara orðin þannig að ég varð að finna einhverja leið til að komast fram úr. Leiðin var sú að einbeita mér að því sem ég gæti verið þakklát fyrir í stað þess að einblína á erfiðleikana. Þá kom í ljós að þrátt fyrir allt þá var þarna fullt af hlutum sem ég gat verið þakklát fyrir," segir Lilja Gunnlaugsdóttir í Áshildarholti í Skagafirði. Hún og maður hennar misstu fyrir tveimur árum tveggja ára dóttur sína, Völu Mist.
14.02.2021 - 14:00