Færslur: Skagafjörður

Myndskeið
Húsið dæmt óíbúðarhæft eftir bensínlekann á Hofsósi
Hús fimm manna fjölskyldu á Hofsósi var í síðasta mánuði dæmt óíbúðarhæft vegna leka í olíutanki handan götunnar. Þau þakka fyrir að hafa ákveðið að flytja strax út í desember.
18.06.2020 - 16:01
Enn snjór yfir túnum í Fljótum eftir ömurlegan vetur
Bændur hófu slátt á nokkrum bæjum á Suðurlandi fyrir helgi en norður í Fljótum í Skagafirði er staðan önnur og víða enn snjór yfir túnum. Þrátt fyrir það segja heimamenn að betur hafi farið en á horfðist eftir einstaklega snjóþungan og leiðinlegan vetur.
08.06.2020 - 11:54
Starfsmenn KS heima í tvær vikur eftir utanlandsferðir
Kaupfélag Skagfirðinga hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna sem koma frá útlöndum á tímabilinu 6. til 20. mars að halda sig heima í tvær vikur eftir komu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
06.03.2020 - 13:34
Myndskeið
Björguðu kindum úr rústum bragga í óveðrinu
Eftir því sem óveðrinu slotaði sunnanlands tók að hvessa hressilega fyrir norðan. Björgunarsveitir í Skagafirði fóru eftir hádegið í útkall að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði og komu þar átta rollum til bjargar.
14.02.2020 - 16:18
Norðurland vestra leggst gegn hálendisþjóðgarði
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd og segja óásættanlegt að sveitarfélög missi skipulagsvald. Þá hafi ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að stofna þjóðgarð.
100 hross dauð eftir óveðrið
100 dauð hross hafa fundist eftir óveðrið sem gekk yfir landið. Enn eru einhver týnd og leit heldur áfram. Vitað er af hrossum í sjálfheldu og dýralæknir segir bændur uppgefna.
20.12.2019 - 12:15