Færslur: Skaftárhreppur

Vatnalíf orðið illa úti eftir þurrka í Grenlæk
Ástandið í Grenlæk í Landbroti er alvarlegt en í ljós hefur komið að efstu 11 kílómetrar Grenlækjar eru þurrir. Vatnalíf hefur því orðið illa úti og þörungar, smádýr og fiskar drepist á svæðinu.
10.06.2021 - 16:02
Virkjun í Hverfisfljóti hafi verulega neikvæð áhrif
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti á frummatsskýrslu um fyrirhugaða virkjunarframkvæmd í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi frá 2017. Telur stofnunin framkvæmdina hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og að tilefni hefði verið til að meta hana með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.
07.07.2020 - 15:18
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín
Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur sem geta ekki hugsað sér að bregða búi. Þetta eru nokkur dæmi um vandamál sem plaga þær sveitir landsins sem standa höllum fæti. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarmálastofu Matvælastofnunar er meðalaldur kúabænda á landsvísu 53 ár en sauðfjárbænda 56 ár.
Fyrstu íbúðarhúsin í 11 ár
Tvö parhús eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri. Ekki hefur verið byggt íbúðarhús á Klaustri frá árinu 2004. „Þetta er mjög gleðilegt og ber vitni um kraft og bjartsýni“, segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Okkur munar um þetta hér. Enda hefur beinlínis verið skortur á húsnæði í sveitinni, sérstaklega hér á Klaustri“.
27.11.2015 - 14:50
„Eins og að fækka eigi bújörðum“
Helmingur ríkisjarða í Skaftárhreppi er í eyði eða landbúnaður ekki stundaður á þeim. „Það virðast ekki vera nein verkferli eða heildarsýn í því að byggja ríkisjarðir aftur, þegar þær fara úr ábúð. Ráðuneyti og ríkisstofnanir leggjast á eitt í að leggja þessar jarðir í eyði“, segir Eirný Valsdóttir starfsmaður Brothættra byggða í Skaftárhreppi.
23.11.2015 - 18:43