Færslur: Skaftárhlaup 2018

Dregur úr rennsli Skaftár
Rennsli Skaftár við Sveinstind virðist hafa náð hámarki. Rennsli í ánni við Sveinstind var 1471 rúmmetrar á sekúndu um fimm en var 1517 rúmmetrar um þrjúleytið. Hlaupið er með stærri hlaupum sem mælst hafa í ánni.
05.08.2018 - 05:07
Hægir á vexti Skaftár
Rennsli í Skaftá við Sveinstind var rúmir fimmtán hundruð rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Hlaupið í Skaftá er með stærri hlaupum sem mælst hafa í ánni. Vísindamenn Veðurstofu Íslands flugu yfir Skaftárkatla í Vatnajökli og Skaftá í gær.
05.08.2018 - 03:30
Magnað myndband af Skaftárhlaupi
Ríkharður Flemming Jensen tók í dag myndband af Skaftárhlaupi við brúna inn í Skaftárdal þar sem umfang hlaupsins sést afar vel.
05.08.2018 - 00:10
Hámarki Skaftarárhlaups ekki enn náð
Rennsli Skaftár við Sveinstind hækkar enn þó mjög hafi hægt á hækkuninni. Hámarki hlaupsins virðist ekki hafa verið náð samkvæmt náttúruvársérfræðingi Veðurstofu Íslands. Ljóst er að um er að ræða eitt stærra hlaup sem mælst hefur.
04.08.2018 - 22:42
Skaftárhlaup
Hljóp úr báðum kötlum
Skaftárhlaupið er ekki aðeins úr Eystari Skaftárkatli eins og talið hefur verið frá í gær heldur hljóp líka úr vestari katlinum. Þessu greindi Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld. „Líklega er vestari ketillinn ábyrgur fyrir því að þetta er að dragast á langinn,“ sagði Kristín.
04.08.2018 - 19:14
Myndskeið
Sigketillinn búinn að tæma sig vel
Órói hefur komið fram á stöðvunum í kringum Eystri Skaftárketil þaðan sem Skaftárhlaup kemur. Það er til marks um að ketillinn sé búinn að tæma sig vel og að létt hafi á þrýstingnum í jarðhitakerfinu undir honum, segir náttúruvársérfræðingur.
04.08.2018 - 18:28
Myndskeið
Saga handrið brúarinnar laust í varúðarskyni
Lögreglumenn tóku til við það síðdegis að saga handriðið á brúnni yfir Eldvatn laust frá sjálfu brúargólfinu. Þetta gera þeir með hliðsjón af hættunni á að Skaftárhlaup kynni að skemma brúna. Með því að saga brúna reyna menn að takmarka hættuna ef illa fer.
04.08.2018 - 16:24
Brennisteinslykt á Klaustri og í nágrenni
Veðurstofan býst við því að Skaftárhlaup verði í hámarki í byggð í kvöld, og er þá miðað við stöðuna við þjóðveginn. Rennsli í Skaftá við Sveinstind helst nú nokkuð stöðugt og virðist hlaupið vera að ná hámarki þar, að mati Veðurstofunnar. Tilkynnt hefur verið um brennisteinslykt í Kirkjubæjarklaustri og nágrenni, að því er fram kemur í skeyti frá Veðurstofunni. Þar er þó tekið fram að ólíklegt sé talið að gasmengun frá hlaupinu valdi hættu við þjóðveginn. 
04.08.2018 - 15:14
Myndskeið
Brún og vatnsmikil
Vatnshæðin í Eldvatni við Eystri-Ása hefur rúmlega tvöfaldast frá því um klukkan níu í gærkvöld. Þá var hún 208 sentímetrar en var 433 sentímetrar um klukkan eitt. Áin hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma, breyst úr tiltölulega rólegri á í öllu vatnsmeiri og brúnleitari á. Enda hefur rennslið í ánni fimmfaldast, farið úr 110 rúmmetrum á sekúndu í 550 rúmmetra.
04.08.2018 - 14:01
Skaftárhlaup
„Á eftir að vaxa mjög mikið hér“
Bændur við Skaftá búa sig undir að vatn eigi eftir að vaxa mikið meðan á Skaftárhlaupi stendur. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri Ásum, segir að áin verði að hækka talsvert enn áður en hætta steðjar að túnum. Að auki hafi farvegurinn árinnar breikkað og breyst frá fyrri tíð. Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hlaupið hegði sér óvenjulega.
04.08.2018 - 12:41
Skaftárhlaup
Gasið frá hlaupinu hættulegt
Upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir alltaf eitthvað um að fólk komi til að sjá náttúruhamfarir með berum augum, en sjaldnast hljótist veruleg truflun af. Hann minnir á að gasið frá Skaftárhlaupi geti verið hættulegt.
04.08.2018 - 12:21
Fluttu tugi af lokunarsvæðinu
Björgunarsveitir luku rýmingu vegna Skaftárhlaups undir miðnætti í gærkvöld. Þá var búið að finna flest það fólk sem var á þessum slóðum og koma því á öruggan stað. Björgunarsveitir höfðu ekki upp á tveimur ferðalöngum sem skráð höfðu nöfn sín í gestabækur. Eftirgrennslan leiddi þó í ljós að ferðaáætlun þeirra var utan hættusvæðis vegna Skaftárhlaups. Því þótti ekki ástæða til að gera frekari leit að þeim einstaklingum.
04.08.2018 - 11:12
Skaftárhlaup
Enn vex rennsli við Sveinstind
Rennslið í Skaftá við Sveinstind var komið í 1.350 rúmmetra á sekúndu rétt fyrir klukkan tíu og var þá enn í vexti, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá hafði vatnshæð aukist um 430 sentímetra á nítján klukkustundum.
04.08.2018 - 10:13
Myndskeið
Hlaupið líklega í hámarki við Sveinstind
Svo virðist sem Skaftárhlaup sé búið að ná hámarki við Sveinstind þar sem rennslið er nú um 1.300 rúmmetrar á sekúndu. Vatnsflaumurinn á eftir að fara niður árfarveginn og ná hámarki neðar í ánni síðar í dag. Þar greinist farvegurinn í þrennt. Hlauti vatnsins fer í Eldvatn, annar út í hraunið og hluti niður með Kirkjubæjarklaustri.
04.08.2018 - 08:09
Enn vöxtur í Skaftá
Rennsli Skaftár við Sveinstind vex enn og er orðið meira en þúsund rúmmetrar á sekúndu. Samkvæmt mæli Veðurstofunnar við Eystri-Skaftárketil hefur íshellan þar sigið um 40 metra, helmingi minna en í hlaupinu árið 2015. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis hjá Veðurstofu Íslands.
04.08.2018 - 00:16
Viðtal
Skaftárhlaup: Íshellan sigið um 34 metra
GPS-mælir sem Veðurstofan er með í Eystri Skaftárkatli sýnir að íshellan hefur nú sigið um 34 metra, samkvæmt mælingu klukkan 21.50. Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis hjá Veðurstofu Íslands. Í Skaftárhlaupinu fyrir þremur árum mældist mesta sigið um 80 metrar. Bjarki segir að spár Veðurstofunnar um hlaupið virðist vera að ganga eftir og reiknað sé með að hlaupið nái hámarki við Ása á Kirkjubæjarklaustri á morgun.
03.08.2018 - 22:37
Myndskeið
Hækkuðu um einn gír þegar gasmælir fór að pípa
Slysavarnarfélagið Landsbjörg er nú að flytja um fjörutíu ferðamenn úr Hólaskjóli en þeim verður komið fyrir á Klaustri. Jónas Guðmundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að Hólaskjól sé innan lokunarsvæðis og alltaf hafi staðið til að flytja ferðamennina á brott þaðan. „En við hækkuðum um einn gír þegar gasmælir fór að pípa þar.“
03.08.2018 - 21:33
Myndskeið
Hlaupið byrjað skarpar og risið hraðar
Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir Skaftárhlaupið nú sé svipað og fyrir þremur árum. Hlaupið nú hafi reyndar byrjað skarpar og risið hraðar. „En fyrri hlaup, fyrir árið 2015, byrjuðu sambærilega bratt.“ Tómas segir hlaupið núna hafa fylgt svipuðu ferli og 2015 en minna vatn hafi verið í katlinum þannig að búast sé við minna hlaupi að rúmmálinu til. Tómas segir jafnframt ekki hægt að búast við því að hlaup hegði sér eins og fyrri hlaup.
03.08.2018 - 19:20
Skaftárhlaup
Ekki jafn stórt og hlaupið fyrir þremur árum
Skaftárhlaupið sem braust undan jökli í dag verður stórt en ekki á við stærstu hlaup, segir Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum. Hann segir að hlaupið verði ekki jafn stórt og hlaupið fyrir þremur árum sem hreif næstum með sér brúna við Ása og Eldvatn.
03.08.2018 - 18:23
Skaftárhlaup
Búið að rýma hluta svæðisins
Milli þrjátíu og fjörutíu björgunarsveitarmenn eru að störfum við rýmingu vegna Skaftárhlaups. Björgunarsveitarfólk sem sinnti hálendisvakt á Fjallabaki fór strax inn að Langasjó, að skálanum við Sveinstind og skálanum við Skælinga til að rýma svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er vitað um tvo gönguhópa á svæðinu og einhverja staka göngumenn. Fimm eru í öðrum gönguhópnum sem vitað er um en ekki er vitað hversu margir eru í hinum hópnum.
03.08.2018 - 17:49
Myndskeið
Leiðin sem Skaftárhlaup fara
Skaftárhlaup kom fyrr fram undan Vatnajökli en búist hafði verið við og því eru líkur á að það komi fyrr fram í byggð en gert hafði verið ráð fyrir. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið vaxi mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Á meðfylgandi myndskeiði má sjá leiðina sem Skaftárhlaup fara.
03.08.2018 - 17:01
Skaftárhlaup
Óvissustig og veglokanir vegna Skaftárhlaups
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli. Einnig hefur verið gripið til veglokana vegna Skaftárhlaups. Búið er að loka brúnni yfir Eldvatn, einnig vegi F208 austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum. Þá beinir Vegagerðin þeim tilmælum til vegfarenda að vera ekki á ferð í nágrenni flóðasvæðisins.
03.08.2018 - 16:21
Skaftárhlaup
Skaftárhlaup brýst fram og vex mjög hratt
Skaftárhlaup er komið undan Vatnajökli, mun fyrr en búist var við. Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan korter yfir eitt í dag. Áður hafði verið búist við því að það kæmi undan jöklinum í kvöld eða nótt. Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið vaxi mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það verði líklega komið til byggða mun fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
03.08.2018 - 16:03
Viðtal
Rýma svæði vegna Skaftárhlaups
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir unnið að því að finna fólk sem er á ferð á þeim slóðum þar sem Skaftárhlaup fer um. Hálendisvakt Landsbjargar er send á svæðin og vegum verður lokað í nágrenninu.
03.08.2018 - 15:40
Skaftárhlaup komið undan jöklinum
Skaftárhlaup er komið undan Skaftárjökli, mun fyrr en búist hafði verið við. Þetta segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hlaupvatnið kom að mæli við Sveinstind upp úr klukkan eitt í dag. Vísindamenn höfðu áður spáð því að hlaupið kæmi undan jöklinum seint í kvöld eða nótt.
03.08.2018 - 15:04