Færslur: Skaftárhlaup 2018

Mikið leirryk eftir Skaftárhlaup veldur mengun
Landgræðslustjóri segir segir að skemmdir eftir Skaftárhlaupið í sumar séu ekki eins miklar og fyrir síðasta hlaup. Sáningar eftir síðasta hlaup hafi lifað af hlaupið í sumar. Sveitarstjóri Skaftárhrepps segir að mikið leirryk eftir hlaupið valdi mengun.
23.09.2018 - 12:17
Búið að opna brúna yfir Eldvatn
Brúin yfir Eldvatn sem lokað var í Skaftárhlaupinu var opnuð rétt fyrir hádegi. Athugað var með mælingum hvort hún hafi sigið eða laskast í hlaupinu. Svo reyndist ekki vera.
09.08.2018 - 12:09
Útlit fyrir að opnað verði fyrir umferð í dag
Vatnið úr Eldhrauni hefur sjatnað verulega og útlit er fyrir að opnað verði aftur fyrir umferð um þjóðveg eitt í dag.
08.08.2018 - 08:14
Bílalestir mætast á Meðallandsvegi
Þjóðvegur eitt vestan Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður þar sem vatn úr Skaftárhlaupi flæðir yfir hann. Umferð er beint um Meðallandsveg. Þar var mikil umferð í dag en gekk vel, að sögn yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Vík.
07.08.2018 - 16:25
Hugnast ekki að rjúfa veginn
Þjóðvegur eitt vestan Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður þar sem vatn úr Skaftárhlaupi flæðir yfir hann. Þó að hægt hafi á hlaupinu hefur rennslið yfir veginn ekkert minnkað.
07.08.2018 - 12:42
Til skoðunar að rjúfa veginn
Örlítið hefur bætt í rennsli yfir þjóðveg 1 vegna Skaftárhlaups. Vegurinn verður áfram lokaður og er reiknað með að svo verði áfram fram eftir degi. Vegfarendur hafa ekið hjáleið um Meðalland. Ökumenn stærri bíla og jeppa hafa hins vegar fengið leyfi til að keyra í gegn.
07.08.2018 - 09:04
Jafnt og þétt dregur úr hlaupinu
Björgunarsveitir voru á vakt í nótt bæði austan- og vestanmegin við vegkafla á þjóðvegi 1 við Eldhraun, þar sem vatn flæddi yfir veginn í gær vegna Skaftárhlaups. Vegurinn er enn lokaður. Vegfarendur hafa ekið hjáleið um Meðalland. Ökumenn stærri bíla og jeppa hafa hins vegar fengið leyfi til að keyra í gegn á eigin ábyrgð.
07.08.2018 - 08:13
Myndskeið
Skaftárhlaup: „Ekkert dregið úr rennslinu“
Uppfært klukkan 21:33: Rennsli hefur enn ekki minnkað við Eldhraun þar sem flætt hefur yfir Þjóðveg 1 í dag og verður vegurinn lokaður í nótt. Vakt verður í nótt með björgunarsveitum bæði austan- og vestanmegin við vegkaflann, þar sem vatn flæðir yfir, segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Ástandið verður metið í fyrramálið. Stærri bílar og jeppar geta hins vegar fengið leyfi til að keyra í gegn á eigin ábyrgð.
06.08.2018 - 19:32
Myndskeið
„Tekur sjálfsagt um viku að jafna sig“
Vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að næsta Skaftárhlaup valdi auknu rennsli við og yfir Þjóðveg 1. Hlaupið nú og fyrir þremur árum hafi borið með sé mikinn aur sem þétti Eldhraun þannig að vatn renni í minna mæli ofan í hraunið heldur leiti upp á veg. Ekki er reiknað með að unnt verði að opna þjóðveg 1 fyrr en í kvöld hið fyrsta en hann er lokaður um Eldhraun vestan Kirkjubæjarklausturs, vegna vatns úr Skaftárhlaupi.
06.08.2018 - 16:42
Lítið eitt sjatnað í vatninu sem lokar vegi
Óljóst er hvenær unnt verður að opna þjóðveg eitt um Eldhraun en hann er lokaður vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir hann á hálfs kílómetra kafla. Vegagerðin vinnur að því að lagfæra vegöxl sem skemmst hefur vegna vatnsflaumsins. Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, segir að svo virðist sem lítið eitt hafi sjatnað í lóninu sem myndast hefur norðan megin vegarins. Engu að síður sé þar enn stærðarinnar stöðuvatn sem Skaftárhlaup hefur myndað.
06.08.2018 - 14:59
Gontur, þvottabretti og háir hryggir
Mikið vatn flæðir yfir þjóðveg eitt í Eldhrauni, vestan Kirkjubæjarklausturs. Vegurinn um Meðalland, sem fólk þarf að aka vegna lokunar á þjóðvegi eitt, er slæmur. „Að hluta til er einbreitt malbik á þessum vegi og það er ekki einu sinni holufyllt. Það eru stórar gontur í því og hjólförin eru orðnir svo djúp að meira að segja á einbreiða malbikinu reka fólksbílar upp kviðinn ef það eru fleiri en tveir í bílnum. Þetta er ekki fólksbílafært,“ segir Viðar Björgvinsson, bóndi á Grund í Meðallandi.
06.08.2018 - 13:45
Mikið vatn safnast upp við þjóðveg 1
Mjög mikið af vatni úr Skaftárhlaupi er norðan við Þjóðveg eitt í Eldhrauni, vestan Kirkjubæjarklaustur. Lögregla og vegagerð hafa ígrundað að rjúfa veginn til að hleypa vatninu í gegn en ákveðið hefur verið að bíða með það. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að umferð sé beint um Meðallandsveg en viðurkennir að sá vegur sé ekki góður.
06.08.2018 - 11:31
Þjóðvegi 1 lokað vestan Kirkjubæjarklausturs
Þjóðvegi eitt skammt vestan Kirkjubæjarklausturs hefur verið lokað. Vatn úr Skaftárhlaupi flæðir yfir veginn. Umferð er beint um Meðallandsveg. Vegaxlir hafa skemmst en klæðning er ekki farin í sundur. Vatn flæðir yfir veginn á um fimm hundruð metra kafla við útsýnisstað í Eldhrauni.
06.08.2018 - 10:02
Umferðarteppa viðbúin við Klaustur vegna flóðs
Vatn úr Skaftárhlaupi flæðir yfir þjóðveg eitt á fimmtíu til hundrað metra kafla, við útsýnisstaðinn í Eldhrauni, skammt vestan Kirkjubæjarklausturs. Ekki er talið að loka þurfi veginum en hámarkshraði hefur verið lækkaður í þrjátíu kílómetra á klukkustund, segir Guðmundur Kristján Ragnarsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal. Viðbúið er að umferðarteppa myndist.
06.08.2018 - 09:01
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 – hámarkshraði í 30
Vatn úr Skaftárhlaupi er tekið að flæða yfir þjóðveg eitt við útsýnisstaðinn í Eldhrauni í Skaftárhreppi. Að sögn lögreglu hefur hámarkshraði þar verið lækkaður í þrjátíu kílómetra á klukkustund. Starfsfólk Vegagerðarinnar er á leið á staðinn til að kanna hvað unnt er að gera.
06.08.2018 - 07:53
Brennisteinslykt á Norðurlandi vestra
Lögreglunni á Norðurlandi vestra hafa í dag borist tilkynningar vegna brennisteinslyktar á nokkrum stöðum í umdæmi hennar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.
05.08.2018 - 21:57
Myndskeið
Óvíst hvenær brúin verður opnuð
Einhverjir dagar geta liðið áður en brúin yfir Eldvatn verður opnuð aftur fyrir umferð. Svanur Kristinsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að meta verði ástandið á brúnni áður en óhætt þykir að hleypa umferð um hana. Þetta var meðal þess sem kom fram í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld. Umfjöllunina um Skaftárhlaup má sjá hér.
05.08.2018 - 19:49
Viðtal
Tekur viku fyrir vatnið að fara í gegn
Aðstæður á hlaupasvæðinu verða ekki komnar í samt lag fyrr en eftir viku eða svo, segir jöklafræðingur. Hlaupið er tveir þriðju af stærð hlaupsins fyrir þremur árum, sem er eitt hið allra stærsta sem hefur orðið.
05.08.2018 - 19:14
Myndir
Vatn flæðir upp á þjóðveg - afleggjari rofinn
Vatn er tekið að flæða upp á þjóðveg eitt við afleggjarann að bænum Skál í Eldhrauni fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur. Vatnshæðin hefur aukist hratt þar. Rétt upp úr klukkan þrjú kom grafa á staðinn til að rjúfa skarð í afleggjarann svo veita megi vatninu frá þjóðveginum.
05.08.2018 - 15:05
Stórt hlaup en ekki með þeim allra stærstu
Um fimmtungi minna rennsli var við Sveinstind þegar Skaftárhlaup náði hámarki sínu þar en í stóra hlaupinu árið 2015. Þá breyttist farvegur Eldvatns þannig að vatn á nú greiðari leið niður úr en áður.
05.08.2018 - 13:14
Myndskeið
Óvíst hvort brúin yfir Skaftá þolir álagið
Hlaupið í Skaftá var við það að ná hámarki rétt fyrir hádegi. Grafið hefur undan stöplum brúarinnar yfir Skaftá. Stöpullinn yfir austurenda brúarinnar er nánast allur á lofti og menn hafa áhyggjur af því að brúin þoli ef til vill ekki álagið þegar hlaupið stendur sem hæst, að því er kemur fram í frétt Björns Malmquist fréttamanns, sem fylgist með framvindu hlaupsins.
05.08.2018 - 12:36
Myndskeið
Skaftárhlaupið séð úr lofti
Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu í gær yfir Skaftárkatla í Vatnajökli með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni var gott yfir jöklinum, að því er segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Aðstæður voru fyrst kannaðar við eystri Skaftárketilinn. Sprungur voru kringum allan ketilinn og miðja hans hafði sigið um meira en 70 metra. Næst var flogið að vestari katlinum sem bar greinileg merki nýlegs sigs.
05.08.2018 - 12:22
Vatn komið að þjóðveginum í Eldhrauni
Hlaupvatn úr Skaftá er farið að renna með þjóðveginum í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs. Vatn er komið út í hraunið milli Brests og Áningarstaðar í Eldhrauni.
05.08.2018 - 10:51
Myndskeið
Við fossana sem hurfu og mynduðust í hlaupum
Skaftárhlaup geta haft mikil áhrif á náttúruna. Í síðasta hlaupi fyrir þremur árum hvarf einn foss rétt ofan við brúna yfir Eldvatn og annað myndaðist. Nýi fossinn sést varla því flóðið er nær því búið að færa hann á kaf. Mikið gengur á í árfarveginum þessa dagana. Áin brýtur úr bökkum sínum.
05.08.2018 - 09:27
Skaftárhlaup náði hámarki í nótt
Hlaupið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind í kringum miðnætti. Ætla má að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Kirkjubæjarklaustur og Ása í kringum klukkan átta. Veðurstofan varar við eitruðum gastegendum sem losnað geta úr hlaupvatninu.
05.08.2018 - 08:26