Færslur: Skaftafell

Útilegur í uppnámi vegna veðurs og hertra reglna
Mörg tjaldsvæði hafa þurft að vísa fólki frá vegna hertra sóttvarnarreglna sem taka gildi á morgun. Starfsmaður Bása í Þórsmörk segir að tjaldsvæðið þar sé fullt alla verslunarmannahelgina. Von var á fleiri en hundrað gestum á tjaldsvæðið um helgina og því þurfti að tilkynna allmörgum ferðalöngum að þeir þyrftu að hverfa frá áformum sínum.
30.07.2020 - 18:44
Allt fullt í Skaftafelli og fólki vísað frá
Starfsfólk tjaldsvæðisins í Skaftafelli hefur í morgun þurft að vísa fólki sem vill tjalda á svæðinu frá vegna fjöldatakmarkana. Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði sem rekur tjaldsvæðið, segir flesta hafa skilning á þessum aðstæðum, verið sé að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Sluppu vel úr bílveltu við Skaftafell
Tveir erlendir ferðamenn reyndust eftir rannsókn á Landspítalanum hafa sloppið vel úr bílveltu við Skaftafell. Meiðsli beggja eru talin minni háttar og þeir voru útskrifaðir í dag. Bíll þeirra fór út af síðdegis í gær og fór margar veltur. Meiðsli annars voru á vettvangi talin minni háttar, en hins talsverð. Þeir voru því fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík.
13.01.2016 - 15:04