Færslur: skaðabótamál

Krefur liðsmenn Nirvana enn um bætur vegna ljósmyndar
Spencer Elden hefur höfðað enn eitt málið á hendur liðsmönnum bandarísku rokksveitarinnar Nirvana. Mynd af Elden fjögurra mánaða gömlum prýddi umslag plötunnar Nevermind árið 1991. Hann sakar nú hljómsveitina um kynferðislega misneytingu.
Kanadastjórn vill semja um bætur til frumbyggjabarna
Kanadastjórn vill að áfrýjunardómstóll hnekki tímamótadómi um milljarða bætur til handa börnum frumbyggja sem tekin voru af heimilum sínum og sett í fóstur. Ríkisstjórnin kveðst ekki hafna bótaskyldu í málinu en vill frekar setjast að samningaborði um hve mikið skuli greiða hverju og einu.
Bindur vonir við að bótagreiðslur hefjist eftir tvö ár
Franskur áfrýjunardómstóll staðfesti í morgun að TUV Rheinland, sem hafði eftirlit með framleiðslu PIP brjóstafyllinga, beri að greiða 2.500 konum skaðabætur vegna galla í púðunum. Lögmaður íslenskra kvenna í samhliða hópmálssókn segir öruggt að dómur falli með sama hætti í máli þeirra.