Færslur: skaðabætur

„Föðurlausu börnin“ á Grænlandi krefjast skaðabóta
Grænlenskir þingmenn hafa tekið undir kröfu hóps Grænlendinga, sem vilja að danska ríkið greiði sér skaðabætur. Fólkinu var meinað að kynnast feðrum sínum þar sem þau voru getin utan hjónabands á fyrri hluta 20. aldarinnar.
ON ætlar ekki að áfrýja í máli Áslaugar Thelmu
Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar ekki að áfrýja dómi Landsréttar í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið, en Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og dæmdi ON til þess að greiða Áslaugu bæði skaða- og miskabætur.
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Viðtal
Snýr upp á Dalvíkurbyggð en ekki foreldrana
„Þau mega alveg hafa sína skoðun á því og ég get ímyndað mér að fólk sem á í hlut finnist ýmislegt um þetta og þá sérstaklega ef það er tilgreint svona nálægt. En það voru ekki tilgreind nöfn eða annað í þessum fréttaflutningi eða annað en það sem kemur fram í dómnum sem slíkum,“ segir formaður Félags grunnskólakennara um gagnrýni foreldra á að bæjarfélagið Dalvíkurbyggð hafi verið nefnt á nafn í fréttatilkynningu Kennarasambandsins.
Krefja danska ríkið bóta fyrir félagslega tilraun
Hópur Grænlendinga er tilbúinn að höfða mál á hendur danska ríkinu fyrir félagslega tilraun sem þeir voru látnir sæta árið 1951, greiði ríkið ekki bætur. Danska ríkið ákvað að tuttugu og tvö börn skyldu tekin frá fjölskyldum sínum í þeim tilgangi að skapa dönskumælandi yfirstétt Grænlendinga.
Málshöfðunum gegn Travis Scott fjölgar sífellt
Bandaríski rapparinn Travis Scott á yfir höfði sér fjölda málshöfðana eftir að átta fórust og tugir slösuðust alvarlega á tónleikum hans í Houstonborg í Texas síðastliðinn föstudag.
09.11.2021 - 04:11