Færslur: Sjúkratryggingar Íslands

Myndskeið
Aukagjöld lækna bitna verst á fólki í fátækt
Þeir sem búa við fátækt finna mest fyrir aukagjöldum í heilbrigðisþjónustu sem falla utan við greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að samningar náist við sérfræðilækna og sjúkraþjálfara. Það sé þróun sem ekki sé viðunandi.
Sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum fyrir sig
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum fyrir sig í deilu við yfirvöld. Sjúklingar þurfa nú að greiða allt að átta þúsund krónur fyrir sjúkraþjálfun og sækja sjálfir endurgreiðslu til Sjúkratrygginga. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sent Samkeppniseftirlitinu bréf og tilkynnt grun um ólögmætt verðsamráð sjúkraþjálfara.
Verður til þess að fólk hættir að fara í sjúkraþjálfun
Full greiðsla fyrir sjúkraþjálfun kemur verst niður á þeim sem síst skyldi, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Mörgum fötluðum sé það illgerlegt að fara með reikninga fyrir sjúkraþjálfun í Sjúkratryggingar og óska eftir endurgreiðslu. Viðbúið sé að margir öryrkjar hætti að sækja sér heilbrigðisþjónustu, eins og sjúkraþjálfun og heimsóknir til sérfræðilækna sem margir hverjir taki aukagjald sem ekki sé niðurgreitt af ríki.
Alrangt að sjúkraþjálfarar viðhafi ólögmætt verðsamráð
Þeir sem sækja meðferð hjá sjúkraþjálfara þurfa nú að greiða fullt gjald, á bilinu 6.000 til 8.000 krónur, fyrir skiptið og sækja sjálfir um niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sjúkratryggingar hafa tilkynnt Félag sjúkraþjálfara til Samkeppniseftirlitsins vegna gruns um ólögmætt verðsamráð. Formaður félagsins segir alrangt að sjúkraþjálfarar viðhafi ólögmætt verðsamráð.
Myndband
Íhugar uppsögn í fyrsta sinn í 11 ár
Talmeinafræðingur sem hefur unnið á Reykjalundi í 11 ár segir ástandið þar ömurlegt. Heilbrigðisyfirvöld krefja stjórn Reykjalundar svara um fjölda uppsagna og hvernig áframhaldandi starfsemi verði tryggð. Samningur stofnunarinnar við Sjúkratryggingar gæti verið í uppnámi ef nýtt fólk verður ekki ráðið í staðinn fyrir þau sem hafa sagt upp störfum. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar sagði upp störfum í gær.
Myndskeið
10.000 króna aukagjald innheimt af sjúklingum
Dæmi eru um að fólk þurfi að greiða tíu þúsund króna aukagjald þegar það fer til sérgreinalæknis. Gjaldið er ekki niðurgreitt af ríkinu og því þurfa sjúklingar að greiða það að fullu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir þetta sýna að brýnt sé að ná samningum við sérfræðilækna sem fyrst.
Myndskeið
Geta greitt aukagjald til að komast í aðgerð
Einkareknar augnlæknastofur bjóða fólki að greiða aukagjald til þess að komast framhjá biðlista eftir ákveðnum aðgerðum svo sem á augnsteinum. Þeir sem velja það greiða þá aðgerðina að fullu úr eigin vasa – án niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands.
05.05.2019 - 19:12
Myndskeið
Sjúklingar standi ekki straum af ferðakostnaði
Til greina kemur að sjúklinga sem þurfa að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar fái einhvers konar auðkenniskort. Það þarf hins vegar að kanna vel með tilliti til persónuverndarsjónarmiða, segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
25.04.2019 - 19:25
Leggja til niðurgreidda sálfræðiþjónustu
Unnið er að lagabreytingatillögu á Alþingi um að hægt verði að fá almenn sálfræðiþjónusta niðurgreidda með sjúkratryggingum. 21 þingmaður hefur ákveðið að verða flutningsmaður að tillögunni.
Mikil aðsókn og kostnaður meiri en til stóð
Fleiri nýta sér þjónustu sjúkraþjálfara eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkraþjálfarar eru ánægðir með kerfið en líst illa á vinnuskjal sem birtist vegna misskilnings á vef Sjúkratrygginga Íslands í byrjun vikunnar.
María skipuð forstjóri Sjúkratrygginga
María Heimisdóttir tekur við embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands 31. október þegar Steingrímur Ari Arason, núverandi forstjóri, lætur af störfum. Heilbrigðisráðherra skipaði Maríu í embættið til fimm ára. Hún hefur undanfarin átta ár verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.
05.09.2018 - 16:10
Aldraðir og öryrkjar fá nýja gjaldskrá
Sjúkratryggingar Íslands hafa birt drög að rammasamningi um breytt kjör við tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja, sem taka á gildi þann 1. september næstkomandi. Innifalin í rammasamningi er breytt gjaldskrá tannlæknaþjónustu, en núverandi gjaldskrá heilbrigðisráðuneytis hefur ekki verið uppfærð síðan árið 2004.
19.07.2018 - 19:08
Ellefu sóttu um stöðu forstjóra SÍ
Embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands var auglýst laust til umsóknar 18. maí. Umsóknarfrestur rann út 10. júní. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna úr hópi umsækjanda, í samráði við stjórn Sjúkratrygginga Íslands.
12.06.2018 - 19:43
Fréttaskýring
„Matskerfið úrelt og hvatarnir óheppilegir“
„Þetta er gamalt kerfi og úrelt og óljóst hvort það mælir það sem það á að mæla.“ Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um það kerfi sem stjórnvöld nota til þess að meta gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir fjárhagslega hvata í kerfinu óheppilega. SFV vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd og gagnrýna meðal annars ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar.
Fréttaskýring
Hjúkrunarheimili: Stór munur á mönnun og gæðum
Á hjúkrunarheimili á Dalvík er hverjum íbúa sinnt í rúmar þrjár klukkustundir á dag að meðaltali. Í Grindavík eru þær tæplega sex. Sums staðar úir og grúir af fagmenntuðu fólki. Annars staðar er skortur. Aðbúnaður íbúa er líka misjafn. Ríkið gerir ekki skýrar kröfur um lágmarksmönnun á hjúkrunarheimilum. 
Læknar stefna ríkinu
Átta læknar ætla að stefna ríkinu vegna synjunar á samningi um greiðsluþátttöku við Sjúkratryggingar Íslands. Ellefu læknum í ýmsum sérgreinum hefur verið synjað um samning á þessu ári og í fyrra. Hjá velferðarráðuneyti er unnið að því að greina vandann og leita lausna.
07.10.2017 - 19:30
Gjaldfrjálsar tannlækningar 6-7 ára
Sex og sjö ára börn bætast um áramótin í hóp þeirra barna sem njóta gjaldfrjálsra tannlækninga samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna frá árinu 2013. Markmið samnings Sjúkratrygginga og tannlækna er að öll börn innan 18 ára njóti nauðsynlegrar tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra.
  •