Færslur: Sjúkratryggingar

Fyrsta flóttafólkið frá Úkraínu fær sjúkratryggingu
Fyrstu tuttugu flóttamennirnir frá Úkraínu fá íslenska sjúkratryggingu í dag, og þar með fullan rétt til greiðsluþáttöku hins opinbera í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum.
Verður leyft að hafa hjálpartæki með á hjúkrunarheimili
Sviðsstjóri þjónustusviðs Sjúkratrygginga segir þörf á að leyfa lungnasjúklingum að taka létt lungnatæki með sér inn á hjúkrunarheimili. Ekki gangi að taka tækin af fólki.
09.02.2022 - 17:56
Gagnrýna að sálfræðiþjónusta sé enn ekki niðurgreidd
Heilbrigðisráðherra hefur ekki samið við Sjúkratryggingar um niðurgreiðslur á sjálfræðiþjónustu fullorðinna þó fimm mánuðir séu liðnir frá því heimild til þess var veitt í lögum. Grafalvarlegt segir formaður Geðhjálpar. Formaður Sálfræðingafélagsins sakar stjórnvöld um hægagang. Fjölmargir hafi ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. 
„Mikilvægt að fá þetta í hendur sem fyrst“
Sjúkratryggingum Íslands hafa ekki borist upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu um hvernig koma eigi til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana í kjölfar styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi eftir tvær vikur. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst.
Geta aðeins uppfyllt útivistarákvæðið að hluta
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir ekki hægt að leyfa öllum gestum sóttvarnahúsa að njóta útivistar þegar þeir vilja. Nýtt sóttvarnahótel verður líklega opnað í Reykjavík í dag því Fosshótelið stóra við Þórunnartún er að fyllast.  
Geta ekki tryggt gestum útivist að sinni
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands segjast ekki geta tryggt rétt gesta sóttvarnahúsa til útivistar, enn sem komið er og biðja um skilning gesta.  Unnið sé að því að uppfylla reglugerðina en það krefjist breytts verklags og aukins mannafla. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir óljóst hvort hægt verði að vinna eftir reglugerðinni. Nýja reglugerðin einfaldar aftur á móti störf lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
„Grímulaus aðför að láglaunakvennastéttum“
„Það eru algerlega forkastanleg vinnubrögð hjá Heilbrigðisráðuneytinu að krefjast þess að allt að 150 starfsmönnum verði sagt upp, sem eru að langmestu leyti konur í láglaunastörfum,“ segir í nýrri yfirlýsingu frá Starfsgreinasambandinu vegna yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ og óljósrar réttarstöðu starfsfólksins þar.
Kveikur
Læknar í einkarekstri vilja engin mörk
Í áratugi hefur verið knúið á um breytingar á því kerfi sem sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar starfa eftir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heilbrigðisyfirvöld hafa litla stjórn á því, bæði útgjöldum og vexti. Og nú þegar búið er að ákveða að breyta því er mótstaðan mikil.
Með 20 milljóna yfirdrátt: „Ég er bara búin á því“
Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu hefur neyðst til að taka 20 milljóna króna yfirdrátt vegna COVID-kostnaðar, launahækkana og vanreiknaðra daggjalda. Hjúkrunarforstjórinn segir að heimilið hafi aldrei verið jafnilla sett fjárhagslega. Hún segir að hún hafi neyðst til þess að segja upp starfsfólki, og að hún sjálf sé „búin á því“.
Hjúkrunarheimili með yfirdrátt og einhver stefna í þrot
Hjúkrunarheimili hafa þurft að fá yfirdrátt og sum stefna í þrot vegna þess að greiðslur frá Sjúkratryggingum vegna aukakostnaðar í tengslum við faraldurinn hafa ekki borist. Þetta segir formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir að heimilin eigi rúman milljarð inni. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti svo hægt sé að greiða peningana út.
Ofbeldi af hálfu nemenda lítið verið rætt hér á landi
Kennarasamband Íslands, KÍ, fær í hverri viku símtöl frá kennurum sem telja sig verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda. Sambandið hvetur skólastjórnendur til þess að gera viðbragðsáætlun vegna ofbeldis og tilkynna öll atvik. Það sýni sig að opin umræða fækki ofbeldismálum. 
09.02.2021 - 18:20
Auglýsa hjúkrunarrými til rekstrar á næstu dögum
Sjúkratryggingar stefna á að bjóða út rekstur á hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að opna rúmlega níutíu ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á árinu, í húsnæði sem nú þegar er til. „Já, við höfum verið að undirbúa þetta og reiknum með að auglýsa þetta á næstu dögum,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við fréttastofu. 
Mat Háskólans nauðsyn til að greiða meðferð barna
Sjúkratryggingar Íslands samþykkja ekki greiðsluþátttöku í meðferð barna sem fæðast með skarð í gómi nema tannréttingasérfræðingur hjá Háskóla Íslands meti meðferðina nauðsynlega og tímabæra. Fjölskyldur tveggja barna með skarð í gómi ætla að höfða mál gegn ríkinu vegna synjunar Sjúkratrygginga um greiðsluþátttöku.
Hafa aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði
Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna hafa aukist mikið undanfarið og greiðslur vegna þjónustu sálfræðinga og geðlækna eru þar áberandi. Eining Iðja á Akureyri hefur aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsmanna en nú í september.
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Landlæknir: Skjalið var ófullbúið vinnugagn
Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með Sjúkratryggingum Íslands og Krabbameinsfélaginu að engar upplýsingar séu í níu blaðsíðna gagni sem unnið var í desember árið 2017 af greiningardeild Sjúkratrygginga og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við Krabbameinsfélagið sem kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.
Svigrúm til að fjölga aðgerðum um 10-15%
Hægt er að framkvæma 660-690 augnsteinaaðgerðir á næstu 12 mánuðum með greiðsluþátttöku hins opinbera í kjölfar verðfyrirspurnar Sjúkratrygginga Íslands. Óskað var eftir tilboðum í framkvæmd 600 aðgerða á 12 mánaða tímabili og vegna hagstæðs tilboðs skapast svigrúm til að fjölga aðgerðum um allt að 10-15%.
08.09.2020 - 07:23
Sjúkratryggingar hafa ekki afhent gögnin
Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki afhent Krabbameinsfélaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi RÚV síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar sagði Tryggvi Björn Stefánsson læknir og fulltrúi Sjúkratrygginga að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins hefði verið verulega ábótavant. Krabbameinsfélagið krafðist þess um helgina að fá gögnin afhent í síðasta lagi á hádegi í dag að öðrum kosti hefði það veruleg áhrif á starfsemi Leitarstöðvarinnar.
Færri komu en fleiri hringdu eða notuðu Heilsuveru
Verulega dró úr komum á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í kórónaveirufaraldrinum. Í janúar var heildarfjöldi af komum ríflega 52 þúsund, en í mars voru komurnar tæp 36 þúsund eða 31% færri. Enn frekar dró svo úr komum á heilsugæslustöðvar í apríl.
07.06.2020 - 14:42
Fréttaskýring
Dæmi um að konur sæki ekki þjónustu á meðgöngu
Að fæða barn á Íslandi getur ef upp koma alvarlegir fylgikvillar auðveldlega kostað ósjúkratryggða konu tvær milljónir króna. Ljósmóðir í Efra-Breiðholti segir dæmi um að ósjúkratryggðar konur sleppi mikilvægum rannsóknum á meðgöngu. Hún óttast að einhverjar gætu brugðið á það ráð að fæða heima án aðstoðar. 
09.01.2019 - 18:39
Tannlæknakostnaður lífeyrisþega til skoðunar
Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega hefur verið óbreytt frá árinu 2004 og endurspeglar því á engan hátt raunverulegan tannlækniskostnað þeirra sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra 1. apríl næstkomandi.
Asbest: Sjúkdómar geta verið slys
Enginn reglugerð er til um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir og það getur reynst afar erfitt að sækja bætur vegna þeirra. Um 90 Íslendingar hafa fengið banvænt krabbamein af völdum asbestsryks, þar af um 45 á síðustu 13 árum en afar fá dæmi eru um að þeir hafi fengið tjón sitt bætt eða viðurkennt sem atvinnusjúkdóm. 
21.02.2018 - 17:28