Færslur: Sjúkratryggingar

Mat Háskólans nauðsyn til að greiða meðferð barna
Sjúkratryggingar Íslands samþykkja ekki greiðsluþátttöku í meðferð barna sem fæðast með skarð í gómi nema tannréttingasérfræðingur hjá Háskóla Íslands meti meðferðina nauðsynlega og tímabæra. Fjölskyldur tveggja barna með skarð í gómi ætla að höfða mál gegn ríkinu vegna synjunar Sjúkratrygginga um greiðsluþátttöku.
Hafa aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði
Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna hafa aukist mikið undanfarið og greiðslur vegna þjónustu sálfræðinga og geðlækna eru þar áberandi. Eining Iðja á Akureyri hefur aldrei greitt meiri dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsmanna en nú í september.
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Landlæknir: Skjalið var ófullbúið vinnugagn
Það er mat landlæknis eftir sameiginlega yfirferð með Sjúkratryggingum Íslands og Krabbameinsfélaginu að engar upplýsingar séu í níu blaðsíðna gagni sem unnið var í desember árið 2017 af greiningardeild Sjúkratrygginga og varðar mælingar og markmið þjónustusamnings við Krabbameinsfélagið sem kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda umfram þá skoðun sem þegar er hafin hjá embætti landlæknis.
Svigrúm til að fjölga aðgerðum um 10-15%
Hægt er að framkvæma 660-690 augnsteinaaðgerðir á næstu 12 mánuðum með greiðsluþátttöku hins opinbera í kjölfar verðfyrirspurnar Sjúkratrygginga Íslands. Óskað var eftir tilboðum í framkvæmd 600 aðgerða á 12 mánaða tímabili og vegna hagstæðs tilboðs skapast svigrúm til að fjölga aðgerðum um allt að 10-15%.
08.09.2020 - 07:23
Sjúkratryggingar hafa ekki afhent gögnin
Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki afhent Krabbameinsfélaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi RÚV síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar sagði Tryggvi Björn Stefánsson læknir og fulltrúi Sjúkratrygginga að gæðaeftirliti og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins hefði verið verulega ábótavant. Krabbameinsfélagið krafðist þess um helgina að fá gögnin afhent í síðasta lagi á hádegi í dag að öðrum kosti hefði það veruleg áhrif á starfsemi Leitarstöðvarinnar.
Færri komu en fleiri hringdu eða notuðu Heilsuveru
Verulega dró úr komum á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í kórónaveirufaraldrinum. Í janúar var heildarfjöldi af komum ríflega 52 þúsund, en í mars voru komurnar tæp 36 þúsund eða 31% færri. Enn frekar dró svo úr komum á heilsugæslustöðvar í apríl.
07.06.2020 - 14:42
Fréttaskýring
Dæmi um að konur sæki ekki þjónustu á meðgöngu
Að fæða barn á Íslandi getur ef upp koma alvarlegir fylgikvillar auðveldlega kostað ósjúkratryggða konu tvær milljónir króna. Ljósmóðir í Efra-Breiðholti segir dæmi um að ósjúkratryggðar konur sleppi mikilvægum rannsóknum á meðgöngu. Hún óttast að einhverjar gætu brugðið á það ráð að fæða heima án aðstoðar. 
09.01.2019 - 18:39
Tannlæknakostnaður lífeyrisþega til skoðunar
Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega hefur verið óbreytt frá árinu 2004 og endurspeglar því á engan hátt raunverulegan tannlækniskostnað þeirra sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra 1. apríl næstkomandi.
Asbest: Sjúkdómar geta verið slys
Enginn reglugerð er til um hvaða atvinnusjúkdómar teljast bótaskyldir og það getur reynst afar erfitt að sækja bætur vegna þeirra. Um 90 Íslendingar hafa fengið banvænt krabbamein af völdum asbestsryks, þar af um 45 á síðustu 13 árum en afar fá dæmi eru um að þeir hafi fengið tjón sitt bætt eða viðurkennt sem atvinnusjúkdóm. 
21.02.2018 - 17:28