Færslur: Sjúkratrygginar Íslands

Nýr samningur við talmeinafræðinga og skilyrði afnumið
Sjúkratryggingar Íslands hafa framlengt samning um þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga um sex mánuði og fellt brott kröfu um tveggja ára starfsreynslu líkt og talmeinafræðingar hafa lagt ríka áherslu á. 
Sjúkratryggingar afnema tveggja ára skilyrði
Tveggja ára starfsreynsluskilyrði talmeinafræðinga verður afnumið í nýjum samningum samkvæmt forstjóra Sjúkratrygginga. Næstu mánuði á að nota til að undirbúa nýtt heildstætt samkomulag utan um þjónustuna.
„Byltingarkennd breyting á aðferðafræði við fjármögnun“
Sjúkrahúsið á Akureyri og Sjúkratryggingar Íslands hafa undirritað samning um að klínísk starfsemi Sjúkrahússins verði frá og með 1. janúar fjármögnuð í samræmi við umfang þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsið veitir.
Sjónvarpsfrétt
Landlæknir skoðar fjölgun aðgerða á tunguhafti
Aðgerðum á tunguhöftum hefur fjölgað svo mikið að Embætti landlæknis ætlar að skoða ástæður þess. Tunguhaftssetrið hefur hætt aðgerðum á meðan athugun embættisins fer fram.
Nærri tvöfalt fleiri í farsóttarhúsum en í síðustu viku
Yfir hundrað gestir eru nú á farsóttarhúsum Rauðakrossins í Reykjavík og bættust við 40 gestir bara nú um helgina. Aðeins tveir gestir eru á farsóttarhúsi á Akureyri. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir þau búa sig undir fjölgun gesta samhliða afléttingum sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Hann segir óvíst hversu lengi farsóttarhúsin verði starfrækt hér á landi.
Vilja gera þjónustu við aldraða markvissari
Heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Fjallabyggð um ný og fjölbreyttari úrræði í öldrunarmálum. Bæjarstjóri Fjallabyggðar telur nauðsynlegt að endurmeta þjónustu við aldraða og horfa til lengri framtíðar en gert hafi verið.
Skilyrði um tveggja ára reynslu sjúkraþjálfara afnumið
Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi umdeilt skilyrði um að sjúkraþjálfarar þurfi að hafa starfað í tvö ár eftir löggildingu til að ríkið taki þátt í kostnaði sjúklings.
Eðlilegt að óska skýringa á útgjöldum
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ósk um skýringar SÁÁ á 134 milljónum króna, sé hluti af eftirlitshlutverki. Beðið sé eftir svari frá SÁÁ á útgjöldunum.