Færslur: Sjúkraþjálfun

Viðtal
„Þetta er aðför að starfsréttindum okkar fólks“
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, telur að breytt reglugerð um endurgreiðslu á kostnaði sjúkraþjálfara vinni gegn nýliðun í greininni og leiði til verri þjónustu á landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri reglugerð þurfa nýútskrifaðir sjúkraþjálfara að vinna í tvö ár eftir útskrift til að fá samþykkta greiðsluþátttöku frá ríkinu.
„Getur alveg eins lagst á borðið og gert armbeygjur“
Mikilvægt er að fólk hætti ekki að hreyfa sig þó það vinni heima og líkamsræktarstöðvar séu lokaðar. Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Hann sagði að margt væri hægt að gera heima við og hvetur fólk til að fara nýjar leiðir í þessum efnum. Hann heyri frá skjólstæðingum sínum að heimavinna fari illa í þá.
16.11.2020 - 09:29
Morgunútvarpið
Margir með stoðkerfisvanda í kjölfar heimavinnu
Sjúkraþjálfarar finna fyrir aukinni ásókn frá fólki með stoðkerfisvanda sem má rekja til hreyfingarleysis vegna kórónuveirufaraldursins. Lífsstíll margra hefur breyst og erfitt getur verið að vinda ofan af því. Þetta segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sem var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
18.09.2020 - 08:07