Færslur: Sjúkraliðafélag Íslands

Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilum ræða verkfallsaðgerðir
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikla óþreyju vera meðal sjúkraliða sem starfa hjá stofnunum sem falla undir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningar þeirra hafa verið lausir frá því í mars í fyrra. Rætt hefur verið um að boða til aðgerða.
Fjórtán mál á borði ríkissáttasemjara
Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara, þrjár bættust við í júlí og boðað hefur verið til fundar í tveimur deilum í vikunni. Fundur verður í deilu Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á morgun, sem einnig fundar með Sameyki á miðvikudaginn.
Helmingur sjúkraliða vinnur við fagið
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði leggur til að þeir sem hyggja á nám sem sjúkraliðar fái námsstyrki og tryggt verði að hjúkrunarheimili ráði sjúkraliða til starfa. Þetta er meðal þess sem talið er vænlegt til að fjölga í stétt sjúkraliða. 90 til 100 ljúka menntun sem sjúkraliðar á ári en aðeins um helmingur þeirra starfar sem sjúkraliði.
Leggja höfuðáherslu á styttingu vinnuvikunnar
Sjúkraliðar leggja höfuðáherslu á bætt laun og styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Kjarasamningur þeirra hefur verið laus síðan í mars og bindur Sjúkraliðafélag Íslands vonir við að nýr samningur verði tilbúinn fyrir sumarið.