Færslur: sjúkrahús

Danskir karlar leita unnvörpum í stafræn læknisráð
Ný og hraðvirk stafræn aðferð virðist hafa orðið til þess að danskir karlmenn leiti frekar til læknis en áður var. Þar í landi, líkt og mögulega víðar, hafa karlmenn síður en konur leitað sér aðstoðar finni þeir fyrir krankleika.
Náðu yfir kílói af skrúfum og nöglum úr maga manns
Læknar við sjúkrahús í litáensku hafnarborginni Klaipeda tilkynntu í gær að fjarlægt hefði verið meira en kíló af nöglum og skrúfum úr maga manns. Stærstu hlutirnir voru allt að tíu sentímetrar á lengd.
02.10.2021 - 04:17
Heilbrigðiskerfi Texas að sligast
Heilbrigðiskerfi Texas-ríkis í Bandaríkjunum er að sligast undan fjölda sjúklinga sem veikst hafa af Delta-afbrigði kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Dæmi eru um að fólk með aðra sjúkdóma fái ekki lífsnauðsynilega meðferð.
Sjónvarpsfrétt
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi en í júlí. Forstöðulæknir segir skýringuna meðal annars vera sumarfrí sérfræðilækna á landsbyggðinni.
Syrtir í álinn í Suðurríkjunum vegna COVID-19
Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir og nú legið inni með COVID-19 á sjúkrahúsum í Flórida og Louisiana í Bandaríkjunum. Ástæðan er gríðarleg útbreiðsla Delta-afbirgðis kórónuveirunnar.
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þóttist vera læknir og gaf læknisráð á Facebook
Kona nokkur notaði skilríki læknis og þóttist þannig vera læknir og kastaði með því ryki í augu þúsunda Dana sem hafa leitað ráða í Facebook hópi sem gengur undir heitinu Spyrðu lækni um kórónuveiruna.
17.06.2021 - 05:35
Síðdegisútvarpið
Bið vanfjármögnun að kenna en ekki styttingu vinnuviku
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir biðlistar á sjúkrahúsum lengjast vegna vanfjármögnunar í heilbrigðiskerfinu, vegna langtímaveikinda starfsfólks og þess að fólk er að minnka við sig starfshlutfall vegna lífeyristöku. Hún var í viðtali í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag þar sem hún kvað mönnunarvanda sjúkrahúsanna eiga sér langa sögu.
Krabbameinsfélagið lofar fjárframlagi með skilyrðum
Krabbameinsfélag Íslands hyggst leggja Landspítala til myndarlega fjárhæð til byggingar nýrrar göngudeildar fyrir krabbameinssjúklinga. Gjöfin er bundin því skilyrði að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og spítalanum við að leysa vanda deildarinnar.
Svíar leita aðstoðar við mönnun sjúkrahúsa í sumar
Félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Lena Hallengren, á í viðræðum við dönsk og norsk yfirvöld um aðstoð við mönnun sjúkrahúsa í sumar vegna þess álags sem skapast hefur af völdum kórónuveirufaraldursins.
Íslendingar hallir undir opinbera heilbrigðisþjónustu
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er á því að hið opinbera eigi að sjá um rekstur stærstu rekstrareininganna innan heilbrigðiskerfisins. Þá er mikill vilji fyrir því að ríkið auki útgjöld til heilbrigðismála.
Útköll að Landspítala vegna fólks sem var til vandræða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar að hafa afskipti af fólki sem var til vandræða á sjúkrahúsum borgarinnar í gærkvöld og í nótt.
Myndskeið
Önnur bylgja faraldursins á Indlandi stjórnlaus
Hjálpargögn eru farin að berast til Indlands, þar sem flest kórónuveirusmit í heiminum greinast nú dag hvern. Þriðjungur þeirra sem fara í sýnatöku í Nýju-Delí reynast smituð.
28.04.2021 - 20:00