Færslur: sjúkrahús

Salman konungur Sádí Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu var lagður inn á sjúkrahús í gær af ótilgreindum ástæðum. Ríkisfréttamiðill konungdæmisins greindi frá þessu í morgun en allt kapp hefur verið lagt að þagga niður vangaveltur um bága heilsu konungsins sem tekinn er að reskjast.
08.05.2022 - 08:07
WHO telur 15 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að rekja megi andlát fimmtán milljóna manna til smita af völdum kórónuveirunnar. Það er þrisvar meira en opinberar tölur gefa til kynna en stofnunin telur að þrettán prósent fleiri hafi látist undanfarin tvö ár en í meðalárum.
08.05.2022 - 06:25
Rússum brýnt að ná yfirráðum Mariupol
Rússar hafa dögum saman látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Mariupol í Donetsk héraði sunnanvert í Úkraínu. Í borginni bjuggu á fimmta hundrað þúsund fyrir innrásina en hún er tíunda stærsta borg landsins. Íbúarnir eru að stærstum hluta rússneskumælandi.
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Álag á sjúkrahús í Færeyjum eykst
Álag á sjúkrahús er tekið að aukast í Færeyjum. Allmargt sjúkrahússtarfsfólk er smitað af COVID-19 og kórónuveirusjúklingum fjölgar á sjúkrahúsinu. Forstjóri sjúkrahússins segir að ástandið sé þó enn viðráðanlegt.
10.02.2022 - 00:18
Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.
Sjötta dauðsfallið af völdum COVID-19 á Grænlandi
Sjúklingur á efri árum lést um helgina af völdum COVID-19 á sjúkrahúsi í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Því hafa sex látist af völdum sjúkdómsins þar frá því faraldurinn skall á. Strangar samkomutakmarkanir gilda í landinu.
Talið að tíundi hver smitist inni á sjúkrahúsi
Tíundi hver sjúklingur í Danmörku smitaður, af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar, virðist hafa smitast á sjúkrahúsi. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu rannsóknastofnunar ríkisins í ónæmisfræðum. Sérfræðingur í lyflækningum dregur þetta háa hlutfall þó í efa.
Hámarki omíkron-bylgjunnar talið náð í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku fullyrða að hámarkinu sé náð í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins í landinu en þaðan bárust upplýsingar um tilvist omíkron-afbrigðisins fyrir rúmum mánuði. Ákveðið hefur verið að láta af næturlöngu útgöngubanni sem gilt hefur í landinu.
Bráðabirgðarými reist við ensk sjúkrahús
Hafin er bygging bráðabirgðasjúkrahússrýma á Englandi svo bregðast megi við gríðarlegri fjölgun kórónuveirusmita í landinu af völdum omíkrón-afbrigðisins. Forsætisráðherra brýnir landa sína til að þiggja örvunarbólusetningu.
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
Yfir fimm milljón smit hafa greinst í Kaliforníu
Yfir fimm milljónir kórónuveirusmita hafa greinst í Kaliforníu en í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna búa ríflega fjörutíu milljónir manna. Óttast er að nýjum smitum muni fjölga á næstunni í kjölfar veisluhalda almennings yfir jólin en vetrarstormar neyddu fólk til að koma saman innandyra.
Allt að 70% minni líkur á innlögn vegna omíkron
Allt að 50 til 70% minni líkur eru á að fólk sem smitast af Omíkron afbrigði kórónuveirunnar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús en af völdum fyrri afbrigða veirunnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar viðamikillar breskrar rannsóknar.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Minnst 60 látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Yfir sextíu manns eru taldir af eftir að olíuflutningbíll sprakk á norður Haítí, í borginni Cap-Haïtien í dag. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.
14.12.2021 - 23:36
Erlent · Erlent · Haítí · Sprenging · Slys · Bílslys · Bílbruni · sjúkrahús · Þjóðarsorg
Fimm grunaðir um tilraun til manndráps í Svíþjóð
Lögreglan í borginni Skellefteå í norðurhluta hefur fimm í haldi grunaða um að hafa ætla að ráða manni bana. Maðurinn fannst liggjandi í blóði sínu utandyra í miðborginni.
Færeyingar herða reglur guls viðbúnaðarstigs
Grunnskólanemendur í Færeyjum fara snemma í jólafrí í ár, grímuskylda er tekin upp og dregið úr þeim fjölda sem koma má saman hverju sinni án bólusetningarvottorðs. Allt er þetta til að komast hjá að færa landið upp á rautt viðbúnaðarstig.
Örmagna færeyskir hjúkrunarfræðingar vilja hærri laun
Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.
Beatrix Hollandsdrotting er smituð af COVID-19
Beatrix Hollandsdrottning hefur greinst með COVID-19 að því er fram kemur í tilkynningu frá hollensku hirðinni. Drottningin er 83 ára og móðir Vilhjálms Alexanders núverandi konungs.
Fjárframlag heilbrigðisráðuneytis á að stytta biðtíma
Landspítala verður gert kleift að útvista á annað hundrað valinna aðgerða með sextíu milljóna króna fjárframlagi sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað að veita spítalanum.
Dómstóll setur tímabundið lögbann á skyldubólusetningu
Alríkisdómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sett bráðabirgðalögbann á tilskipun Biden-stjórnarinnar þess efnis að allir heilbrigðisstarfsmenn í landinu skuli skyldaðir til bólusetningar gegn COVID-19. Í niðurstöðu dómsins kemur fram ríkur efi um að skyldubólusetning standist ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Sjúkrahús í Færeyjum ráða við covid-álagið
Stjórnendur sjúkrahúsanna í Færeyjum telja sig ráða við útbreiðslu kórónuveirunnar og mögulega fjölgun sjúklinga. Nú liggja átta inni með COVID-19.
04.11.2021 - 06:39
Háttsettur herforingi Talibana féll í árás á sjúkrahús
Yfirmaður herafla Talibana í Kabúl, Hamdullah Mokhlis var einn þeirra sem féllu í árás vígamanna Khorasan-héraðs arms samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki á Sardar Daud Khan sjúkrahúsið í borginni í gær.
03.11.2021 - 06:18
Færeyjar
Um helmingur allra Covid-tilfella frá upphafi í október
Sjúkrahúsin þrjú í Færeyjum hafa tilkynnt um nýtt vinnulag eftir að ný bylgja kórónuveirufaraldursins skall á. Meðal annars verður þeim skurðaðgerðum frestað sem ekki er talin brýn þörf á enda talið að meira liggi við að hjúkrunarfólk sinni kórónuveirusjúklingum.