Færslur: sjúkraflutningar

Slasaður skipverji fluttur í land með þyrlu
Slasaður skipverji var fluttur í land með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag. Hann er kominn undir læknishendur á Landspítala, en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins.
Sjónvarpsfrétt
Tvö flutt með sjúkraflugi eftir sprengingu á Grenivík
Karl og kona eru alvarlega slösuð eftir sprengingu í verksmiðju Pharm Artica á Grenivík. Þau eru starfsmenn verksmiðjunnar, og nú er verið að flytja þau til Reykjavíkur með sjúkraflugi.
23.03.2022 - 18:11
Stóraukið álag og þörf á frekari styrkingu
Fjórðungi fleiri sjúkrabílsboðanir bárust slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári en árið 2020 og voru sjúkraflutningar sem tengdust COVID-19 nærri tvöfalt fleiri. Slökkviliðsstjóri segir álagið gríðarlegt.
Semja við einkaaðila um covid-flutninga í fyrsta sinn
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line um að flytja covid-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Það er ætlað til þess að létta á álagi á Slökkviliðið sem hefur séð um alla covid flutninga fram þessu. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem samið er við einkafyrirtæki til þess að sjá um flutningana.
Mikið álag í sjúkraflutningum í nótt
Feikilegt álag var á sjúkraflutningamönnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í nótt og þegar mest lét, milli miðnættis og óttu, voru fjórir til sex bílar á stoðugum þönum bara í miðborg Reykjavíkur.
31.10.2021 - 07:40
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi
Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi, rétt utan við Grundarhverfi um sjöleytið í kvöld. Viðbragðsaðilar á Kjalarnesi fóru að slysinu auk eins sjúkrabíls.
Maður fluttur á slysadeild eftir fjallahjólaslys
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að Esjunni í dag um klukkan hálf þrjú, vegna manns sem slasaðist við fjallahjólreiðar. Maðurinn nokkuð hátt uppi þegar slysið varð, eða um 300-400 metra. Hann var fluttur niður af fjallinu á sexhjóli, þangað sem hægt var að koma honum í sjúkraflutningabíl.
02.10.2021 - 20:55
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Sjónvarpsfrétt
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi en í júlí. Forstöðulæknir segir skýringuna meðal annars vera sumarfrí sérfræðilækna á landsbyggðinni.
Sjúkraflutningamenn „stóðu á haus“ í gærkvöld
Mikið annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring en það fór í alls 171 sjúkraflutning, þar af voru 56 útköll tengd kórónuveirunni og 26 forgangsútköll. Þá barst tilkynning um átta leytið í gærkvöld um göngumann sem hafði fótbrotnað á Móskarðshnjúkum. Flogið var með manninn á slysadeild Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 
Næsti faraldur verði faraldur kulnunar
Alþjóðastofnanir spá því að næsti heimsfaraldur verði faraldur kulnunar. BSRB sendi minnisblað vegna þessa til yfirvalda í dag, þar sem lagðar eru til heilsuverndandi aðgerðir fyrir framlínustarfsfólk sem og almenning.
Erilsamur sólarhringur í sjúkraflutningum
Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöld og í nótt. Það fór í alls 169 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring, þar af voru 57 flutningar á sjúklingum með COVID-19.
35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Talsverðar skemmdir eftir bruna í risíbúð í Hafnarfirði
Eldur kom upp í risíbúð við Hringbraut í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var einskorðaður við þessa einu íbúð í húsinu.
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Viðvarandi vandi með sjúkraflutninga í Vestfjarðagöngum
Sjúkraflutningamenn tefjast um allt að þrjár mínútur við það eitt að keyra í gegnum Vestfjarðagöng. Þetta segir lögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Það munar um mínúturnar þrjár þegar flytja þarf bráðaveikt fólk eða ef slys verða á fólki. Göngin eru einbreið og því ekki mikið rými til þess að víkja.
29.07.2021 - 19:50
Metfjöldi sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhringinn og sinnti samtals 186 sjúkraflutningum. Þar af voru 48 covid-flutningar og 30 forgangsflutningar.
Miklar annir við COVID-sjúkraflutninga
Miklar annir hafa verið við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðustu daga, samhliða fjölgun COVID-smita. Í nótt voru tuttugu og þrír slíkir flutningar og síðustu daga hefur fjöldinn verði svipaður. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjóri, segir að fólki hafi aðeins verið fjölgað í slökkviliðinu en að álagið hafi þó aukist. 
Köttur uppi í tré hélt vöku fyrir nágrönnum
Annasamt var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en Slökkviliðið sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, 24 þeirra voru forgangsútköll. Einn köttur hlaut þá aðstoð slökkviliðsmanna við að komast niður úr tré.
22.07.2021 - 13:55
Slökkvilið brýnir eigendur ferðavagna til varkárni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að huga vel að gas- og rafmagnstengingum í ferðavögnum og hvetur til varkárni. Undanfarinn sólarhring kviknaði í tveimur hjólhýsum en þau voru bæði mannlaus og engin slys urðu á fólki. Hýsin eru bæði ónýt eftir brunana.
Auka viðbúnað og búast við annasamri skemmtanahelgi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað um helgina, en um síðustu helgi var mikil ölvun í miðbænum og met sett í sjúkraflutningum. Varðstjóri segir að sjúkraflutningamenn hafi verið að jafna sig fram eftir vikunni. Hann býst við svipuðu álagi nú.
Þarf ekki að óttast um öryggi sitt
Almenningur þarf hvorki að óttast um öryggi sitt né veigra sér við að óska eftir aðstoð sjúkraliðs segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Sprenging hefur orðið í fjölda sjúkraflutninga það sem af er ári og álag á sjúkraflutningamenn aukist að sama skapi. 
Metfjöldi í sjúkraflutningum
Mikill erill hefur verið í skjúkraflutningum síðasta sólarhringinn en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór 130 ferðir í gær og í nótt. Það er ekki nóg með að síðustu dagar hafi verið með drjúgasta móti hvað sjúkraflutninga varðar heldur hefur aukningin allt síðasta ár verið gríðarleg, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, vaktstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Um 40 COVID-flutningar í tengslum við smit gærdagsins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti síðasta sólarhringinn fjörutíu flutningum á fólki í tengslum við COVID-19 smit í Hafnarfirði sem greint var frá í gær.
Myndskeið
Eldgosið – einn slasaðist – björgunarfólk þreytt
Einn var fluttur með sjúkrabíl af gosstöðvunum í dag. Álag er mikið á björgunarsveitir en von er á fersku björgunarsveitarfólki lengra að komnu fyrir páskafrídagana.