Færslur: sjúkraflutningar

35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.
Talsverðar skemmdir eftir bruna í risíbúð í Hafnarfirði
Eldur kom upp í risíbúð við Hringbraut í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var einskorðaður við þessa einu íbúð í húsinu.
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
Viðvarandi vandi með sjúkraflutninga í Vestfjarðagöngum
Sjúkraflutningamenn tefjast um allt að þrjár mínútur við það eitt að keyra í gegnum Vestfjarðagöng. Þetta segir lögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Það munar um mínúturnar þrjár þegar flytja þarf bráðaveikt fólk eða ef slys verða á fólki. Göngin eru einbreið og því ekki mikið rými til þess að víkja.
29.07.2021 - 19:50
Metfjöldi sjúkraflutninga hjá slökkviliðinu
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhringinn og sinnti samtals 186 sjúkraflutningum. Þar af voru 48 covid-flutningar og 30 forgangsflutningar.
Miklar annir við COVID-sjúkraflutninga
Miklar annir hafa verið við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðustu daga, samhliða fjölgun COVID-smita. Í nótt voru tuttugu og þrír slíkir flutningar og síðustu daga hefur fjöldinn verði svipaður. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðstjóri, segir að fólki hafi aðeins verið fjölgað í slökkviliðinu en að álagið hafi þó aukist. 
Köttur uppi í tré hélt vöku fyrir nágrönnum
Annasamt var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en Slökkviliðið sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, 24 þeirra voru forgangsútköll. Einn köttur hlaut þá aðstoð slökkviliðsmanna við að komast niður úr tré.
22.07.2021 - 13:55
Slökkvilið brýnir eigendur ferðavagna til varkárni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að huga vel að gas- og rafmagnstengingum í ferðavögnum og hvetur til varkárni. Undanfarinn sólarhring kviknaði í tveimur hjólhýsum en þau voru bæði mannlaus og engin slys urðu á fólki. Hýsin eru bæði ónýt eftir brunana.
Auka viðbúnað og búast við annasamri skemmtanahelgi
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað um helgina, en um síðustu helgi var mikil ölvun í miðbænum og met sett í sjúkraflutningum. Varðstjóri segir að sjúkraflutningamenn hafi verið að jafna sig fram eftir vikunni. Hann býst við svipuðu álagi nú.
Þarf ekki að óttast um öryggi sitt
Almenningur þarf hvorki að óttast um öryggi sitt né veigra sér við að óska eftir aðstoð sjúkraliðs segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Sprenging hefur orðið í fjölda sjúkraflutninga það sem af er ári og álag á sjúkraflutningamenn aukist að sama skapi. 
Metfjöldi í sjúkraflutningum
Mikill erill hefur verið í skjúkraflutningum síðasta sólarhringinn en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór 130 ferðir í gær og í nótt. Það er ekki nóg með að síðustu dagar hafi verið með drjúgasta móti hvað sjúkraflutninga varðar heldur hefur aukningin allt síðasta ár verið gríðarleg, að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, vaktstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Um 40 COVID-flutningar í tengslum við smit gærdagsins
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti síðasta sólarhringinn fjörutíu flutningum á fólki í tengslum við COVID-19 smit í Hafnarfirði sem greint var frá í gær.
Myndskeið
Eldgosið – einn slasaðist – björgunarfólk þreytt
Einn var fluttur með sjúkrabíl af gosstöðvunum í dag. Álag er mikið á björgunarsveitir en von er á fersku björgunarsveitarfólki lengra að komnu fyrir páskafrídagana.
Slökkviliðið fór í tíu COVID-19 tengd útköll í gær
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu COVID-19 tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhring. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins í morgun.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Staðan þung í farsóttarhúsinu – sjúkrabílum fjölgað
Svo gæti farið að fjölga þurfi plássum í farsóttarhúsinu á næstunni. Álag hefur aukist mikið undanfarna daga. Nú eru 56 í einangrun í farsóttarhúsinu og 32 í sóttkví. Fjölga á sjúkrabílum til að flytja sjúklinga með Covid-19.
09.10.2020 - 17:27
Tóku á móti barni á bílaplani
Slökkviliðsmenn lenda í ýmsu í starfi sínu en Ásgeir Valur Flosason og Sigurjón Hendriksson tóku í fyrsta sinn á móti barni eftir 12 ár í starfi.
Aukið álag vegna Covid flutninga
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 11 sjúkraflutningum í gær vegna Covid 19. Álagið vegna þessara flutninga hefur aukist á undanförnum vikum með vaxandi fjölda smita í samfélaginu og er orðið svipað og það var í fyrstu bylgju faraldursins í vor.
27.09.2020 - 10:35
Slasaðist alvarlega á fjallahjóli á Skálafelli
Hjólreiðamaður á fjallahjóli slasaðist alvarlega á Skálafelli í kvöld. Tilkynning barst Neyðarlínu um klukkan 20 og voru tveir sjúkrabílar og sexhjól eða fjallabíll, sendir á staðinn. Þetta staðfestir Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
Öllum tryggt aðgengi að sjúkraflugi
Allir hafa nú tryggt aðgengi að sjúkraflugi óháð því hvort þeir eru sjúkratryggðir hér á landi. Þetta kemur fram í breytingu heilbrigðisráðherra á reglugerð þar sem brugðist er við óvissu um hver skuli greiða fyrir sjúkraflug sjúklinga sem ekki eru sjúkratryggðir. Ríkinu er skylt að veita fólki neyðaraðstoð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
Talsvert um „gleðitengd“ útköll
Útköll slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt einkenndust að mörgu leyti af því að „full frjálslega var gengið um gleðinnar dyr,“ eins og fram kom í samtali fréttastofu RÚV við talsmann slökkviliðsins. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en talsvert var um „gleðitengd“ útköll og er það mat slökkviliðsins að fólk sé að færast í aukana í skemmtanahaldinu.
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Nýir sjúkrabílar verða gulir
Íslenskir sjúkrabílar fá brátt alveg nýtt útlit. Tuttugu og fimm nýir sjúkrabílar verða fluttir til landsins síðar í sumar. Þeir eru fagurgulir og með svokallaðri Battenburg-merkingu.
Fréttaskýring
Sjúkraþyrlur geta skipt sköpum við björgun mannslífa
Hægt væri að stytta viðbragðstíma í alvarlegum slysum og veikindum um rúman hálftíma með því að nota sérhæfðar sjúkraþyrlur. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna kosti tilraunaverkefnis með slíkar þyrlur. Heilbrigðisráðherra telur að þetta geti styrkt sjúkraflutninga verulega.
16.02.2020 - 19:30