Færslur: sjúkraflutningar

Myndskeið
Eldgosið – einn slasaðist – björgunarfólk þreytt
Einn var fluttur með sjúkrabíl af gosstöðvunum í dag. Álag er mikið á björgunarsveitir en von er á fersku björgunarsveitarfólki lengra að komnu fyrir páskafrídagana.
Slökkviliðið fór í tíu COVID-19 tengd útköll í gær
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tíu COVID-19 tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhring. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins í morgun.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Staðan þung í farsóttarhúsinu – sjúkrabílum fjölgað
Svo gæti farið að fjölga þurfi plássum í farsóttarhúsinu á næstunni. Álag hefur aukist mikið undanfarna daga. Nú eru 56 í einangrun í farsóttarhúsinu og 32 í sóttkví. Fjölga á sjúkrabílum til að flytja sjúklinga með Covid-19.
09.10.2020 - 17:27
Tóku á móti barni á bílaplani
Slökkviliðsmenn lenda í ýmsu í starfi sínu en Ásgeir Valur Flosason og Sigurjón Hendriksson tóku í fyrsta sinn á móti barni eftir 12 ár í starfi.
Aukið álag vegna Covid flutninga
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 11 sjúkraflutningum í gær vegna Covid 19. Álagið vegna þessara flutninga hefur aukist á undanförnum vikum með vaxandi fjölda smita í samfélaginu og er orðið svipað og það var í fyrstu bylgju faraldursins í vor.
27.09.2020 - 10:35
Slasaðist alvarlega á fjallahjóli á Skálafelli
Hjólreiðamaður á fjallahjóli slasaðist alvarlega á Skálafelli í kvöld. Tilkynning barst Neyðarlínu um klukkan 20 og voru tveir sjúkrabílar og sexhjól eða fjallabíll, sendir á staðinn. Þetta staðfestir Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
Öllum tryggt aðgengi að sjúkraflugi
Allir hafa nú tryggt aðgengi að sjúkraflugi óháð því hvort þeir eru sjúkratryggðir hér á landi. Þetta kemur fram í breytingu heilbrigðisráðherra á reglugerð þar sem brugðist er við óvissu um hver skuli greiða fyrir sjúkraflug sjúklinga sem ekki eru sjúkratryggðir. Ríkinu er skylt að veita fólki neyðaraðstoð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
Talsvert um „gleðitengd“ útköll
Útköll slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt einkenndust að mörgu leyti af því að „full frjálslega var gengið um gleðinnar dyr,“ eins og fram kom í samtali fréttastofu RÚV við talsmann slökkviliðsins. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en talsvert var um „gleðitengd“ útköll og er það mat slökkviliðsins að fólk sé að færast í aukana í skemmtanahaldinu.
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Nýir sjúkrabílar verða gulir
Íslenskir sjúkrabílar fá brátt alveg nýtt útlit. Tuttugu og fimm nýir sjúkrabílar verða fluttir til landsins síðar í sumar. Þeir eru fagurgulir og með svokallaðri Battenburg-merkingu.
Fréttaskýring
Sjúkraþyrlur geta skipt sköpum við björgun mannslífa
Hægt væri að stytta viðbragðstíma í alvarlegum slysum og veikindum um rúman hálftíma með því að nota sérhæfðar sjúkraþyrlur. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna kosti tilraunaverkefnis með slíkar þyrlur. Heilbrigðisráðherra telur að þetta geti styrkt sjúkraflutninga verulega.
16.02.2020 - 19:30
Varðskipið Týr sótti veikan mann á farþegaskip
Varðskipið Týr sótti eldri mann með mögulega heilablæðingu í farþegaskip í nótt. Skipið var norðaustur af Horni. Rétt fyrir miðnætti barst beiðni frá farþegaskipinu um að maðurinn yrði sóttur og honum komið undir læknishendur í landi.
12.07.2019 - 07:41
Mikill gleðidagur og ágreiningur úr sögunni
Tuttugu og fimm nýjir sjúkrabílar eru væntanlegir til landsins á næstu mánuðum. Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossins undirrituðu í dag samkomulag um að framlengja samning um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir tryggt að óvissuástand skapist ekki aftur. 
11.07.2019 - 21:57
Sjúkraflutningar aukist vegna ferðamanna
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að umtalsverður fjöldi sjúkraflutninga hér á landi komi til vegna erlendra ferðamanna og hafi aukist jafnt og þétt. Kallað var eftir stefnu um sjúkraflutninga á Alþingi í gær.  
Sjúkraflugsskýrslu frestað
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði um mögulega aukna aðkomu Landhelgsisgæslunnar að sjúkraflugi hefur fengið frest fram yfir páska til að skila niðurstöðum sínum.
16.03.2018 - 11:58
Vill reglur um sjúkraflutninga björgunarfólks
Björgunarsveitin á Flúðum hefur í nokkur ár sinnt hlutverki vettvangsliða og sinnt sjúkraflutningum. Mikill þrýstingur er á björgunarsveitir annars staðar í dreifbýli hér á landi að gera það sama. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að allt regluverk utan um slíkt skorti.
20.02.2018 - 21:54
Getur tekið 30 mínútur að kalla út sjúkraþyrlu
Útköll hjá björgunarþyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Á sama tíma hefur dregið úr fjárframlögum til Landhelgisgæslunnar. Það tekur um hálftíma að manna þyrlu til sjúkraflugs en engin áhöfn er þar á föstum vöktum. 
Hafa þungar áhyggjur af sjúkraflutningum
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu innkaupa á sjúkrabílum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.
13.09.2017 - 12:30
Fresta uppsögnum á Blönduósi um viku
Sjúkraflutningamenn við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa frestað gildistöku uppsagna um eina viku. Boðað hefur verið til samningafundar í dag. Um 90 sjúkraflutningamenn um allt land eru á sömu kjörum og félagar þeirra á Blönduósi.
18.05.2017 - 12:21
Fjallabyggð hafnar aðkomu að sjúkraflutningum
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur hafnað beiðni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, um aðkomu Slökkviliðs Fjallabyggðar, við að koma á fót vettvangshópi í Ólafsfirði eftir að vakt sjúkraflutningamanna þar var lögð niður.
16.05.2017 - 16:29
Óljóst hvort sjúklingar fá rétta meðferð
Ef þú færð bráða kransæðastíflu af alvarlegustu gerð gæti skipt sköpum hvort þú ert á Húsavík eða á Þingvöllum. Í fyrra leiddi rannsókn nokkurra lækna í ljós að einungis fjórðungur þeirra sem fékk alvarlega kransæðastíflu á Suðurlandi fékk rétta meðferð. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan spítala getur ekki sagt til um hvort vandamálið er úr sögunni þar sem skýrslur um sjúkraflutninga eru á pappírsformi. Hann skortir yfirsýn.
26.04.2017 - 18:14