Færslur: Sjósund

Myndskeið
Ætla að synda í köldum Þistilfirðinum í allan vetur
Hálfgert sjósundæði hefur gripið um sig á Þórshöfn og hópur kvenna þar hefur farið reglulega í sjóinn í allt haust. Þær segja að allt, sem þeim hafi verið sagt um hve sjósund er hollt og hressandi, hafi staðist.
28.10.2020 - 22:14
Myndskeið
„Þér er ekkert kalt - er það?“
Gleðin var við völd á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði í morgun þegar nokkrir vaskir piltar kældu sig í sjónum. Þar hefur verið einmuna veðurblíða undanfarna daga og talsvert um gesti í eyjunni.
03.07.2020 - 22:08
Innlent · Vesturland · Flatey · ferðasumar · Sumar · Sjósund · gaman
Sigrún Geirsdóttir synti Eyjasund fyrst kvenna
Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrsta konan til að synda Eyjasund og fimmti Íslendingurinn til að synda þessa leið. Hún synti frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands á fjórum og hálfri klukkustund, rúmlega ellefu kílómetra leið. Höfrungar fylgdu henni eftir fyrstu tvo tímana.
23.07.2019 - 11:20
Vara við sjóböðum og fjöruferðum í Fossvogi
Vegna hreinsunar og viðhalds þrýstilagna og dælustöðva við Hafnarbraut og Sæbólsbraut í Kópavogi er fólki ráðlagt að stunda ekki sjóböð eða fjöruferðir í Fossvogi um helgina. Hreinsunin fer fram dagana 23. nóvember til og með 26. nóvember.
22.11.2018 - 20:55
Viðtal
Mikilvægt að stunda sjósund af ró og yfirvegun
Sjúkrabílar voru kallaðir út nær daglega í síðustu viku vegna sjósundsfólks sem ofkældist í Nauthólsvík. Margt sundfólk er að taka sín fyrstu sundtök í sjónum og áttar sig ekki á hættunni sem fylgir kólnandi veðri.
04.11.2018 - 19:31