Færslur: Sjóslys

Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Fyrir alla muni
Er þetta stýrið úr Pourquoi-Pas?
Fjörutíu fórust og einn komst lífs af úr hræðilegu sjóslysi 16. september 1936. Þá fórst franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? í miklu óveðri við Íslandsstrendur. Í þættinum Fyrir alla muni er rannsakað hvort stýri sem fannst og er merkt skipstjóranum tilheyrir skipinu í raun.
17.01.2021 - 09:54
Köfuðu niður að prammanum í dag
Það skýrist á næstu dögum hvernig staðið verður að því að ná fóðurpramma Laxa fiskeldis aftur á flot á Reyðarfirði. Kafað var niður að prammanum í dag og ástand hans metið. Engin merki eru um olíuleka úr eldsneytistönkum prammans.
11.01.2021 - 22:11
Sautján sjómenn drukknuðu á Barentshafi
Sautján sjómenn eru taldir af eftir að rússneska togveiðiskipinu Onega hvolfdi í aftakaveðri á Barentshafi snemma í morgun. Tveir úr áhöfninni fundust á lífi.
28.12.2020 - 14:38
Tíu fórust í óveðri á fjöllum, sjö saknað á Persaflóa
Minnst tíu fjallgöngumenn fórust í óveðri í fjöllunum norður af Teheran, höfuðborg Írans í gær og dag, og nokkurra er saknað. Þá stendur yfir leit að sjö manna áhöfn skips sem fór á hliðina í stormi á Persaflóa. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.
27.12.2020 - 01:30
Erlent · Asía · Veður · Íran · Sjóslys
Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar
Finnska farþegaferjan Grace strandaði í gær, skömmu áður en hún kom til Maríuhafnar á Álandseyjum. Um borð eru 331 farþegi og 98 manna áhöfn.
22.11.2020 - 04:35
Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.
05.09.2020 - 03:25
Erlent · Japan · Óveður · fellibylur · Sjóslys
Enn er leitað að skipverjum á Kínahafi
Leit stendur enn yfir að fjörutíu skipverjum af flutningaskipi sem hvolfdi í ofsaveðri á austanverðu Kínahafi.
04.09.2020 - 02:36
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
45 fórust undan ströndum Líbíu
45 farandverkamenn og flóttafólk fórust undan ströndum Líbíu á mánudag.
Mörg hús á Íslandi smíðuð úr mannlausu draugaskipi
Ferðin átti að vera sú síðasta sem skipstjórinn færi með skipinu og tók hann því dóttur sína með sér. Lokaferðin reyndist mikil sneypuför. „Þetta var svona Titanic-dæmi,“ segir Tómas Knútsson um Jamestown-strandið. Mannlaust skipið rak á land við Hafnir á Reykjanesskaga árið 1881.
09.08.2020 - 10:06