Færslur: Sjóslys

150 ár frá mannskæðasta sjóslysi á Djúpavogi
Í dag eru liðin 150 ár frá mannskæðasta sjóslysi sem orðið hefur við Djúpavog, þegar tíu manns fórust með bát þar skammt frá. Af þessu tilefni var minningarstund haldin við Æðarsteinsvita á Djúpavogi á dögunum.
22.09.2022 - 10:38
Skip hlaðið stáli strandaði við Gíbraltarhöfða
Flutningaskip hlaðið stáli og með nokkur hundruð tonn af olíu innanborðs strandaði við austurströnd Gíbraltarhöfða. Tvö flutningaskip rákust saman á Gíbraltarsundi með þessum afleiðingum.
30.08.2022 - 03:43
Rannsaka drukknun 27 flóttamanna á Ermarsundi
Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að rannsaka drukknun 27 flóttamanna, sem reyndu að sigla yfir Ermarsund í nóvember á síðasta ári. Ákvörðunina tók Grant Shapps, samgöngumálaráðherra í Bretlandi, í samráði við átta aðstandendur fórnarlambanna.
02.06.2022 - 04:47
Erlent · Slys · Ermasund · Bretland · Frakkland · Flóttamenn · Drukknun · Sjóslys
Sögur af landi
Skellurinn kom þegar ljóst varð að þrjá menn vantaði
„Þetta er alltaf í hausnum á þér, það er bara þannig. Svona lífsreynslu, það er ekkert strokleður sem afmáir það. Það er bara svoleiðis,” segir Hafsteinn Garðarsson. Hann var skipstjóri á togaranum Krossnesi SH-308 frá Grundarfirði sem fórst fyrir þrjátíu árum á Halamiðum, 23. febrúar 1992. Níu menn komust lífs af en þrír fórust í slysinu. Aldrei fékkst staðfest hvað varð til þess að skipið sökk.
24.04.2022 - 09:30
Japanska strandgæslan leitar að fólki af farþegabáti
Japanska strandgæslan hefur fundið fjóra af þeim 26 sem saknað var eftir að farþegabátur sökk undan ströndum Hokkaídó næststærstu eyjar Japans. Ekki hefur fengist staðfest hvort fólkið var á lífi þegar það fannst.
23.04.2022 - 23:55
Erlent · Asía · Japan · Siglingar · ferðamenn · Sjóslys · Strandgæsla · Leit
Bátur með 60 innanborðs sökk undan strönd Líbanon
Bátur með sextíu farandverkamenn innanborðs sökk undan ströndum Líbanons í dag. Lík eins barns er fundið en 45 hefur verið bjargað á lífi. Atvikið varð skammt frá borginni Trípólí norðanvert í landinu.
Mannbjörg í Malasíu eftir að bát hvolfdi
Mannbjörg varð eftir að bát með átján innanborðs hvolfdi í aftakaveðri nærri malasísku ferðamannaeyjunni Langkawi í gær. Malasíska strandgæslan greinir frá því að fiskimenn hafi bjargað fólkinu síðdegis í gær en þess hafði verið leitað frá því um miðjan dag.
27.02.2022 - 04:33
Erlent · Asía · Veður · Malasía · Strandgæsla · Sjóslys · Illviðri · Rigning · úrhelli · ferðamenn
Mannbjörg er eldur kom upp í farþegaferju við Korfú
Engan sakaði þegar eldur braust út um borð í farþegaferju á siglingu um Jónahafið milli Albaníu, Ítalíu og Grikklands í morgun, samkvæmt upplýsingum grísku hafnarlögreglunnar. 237 farþegar og 50 manna áhöfn voru í ferjunni Olympíu þegar eldurinn kom upp. Skipstjórinn lét sjósetja björgunarbáta og bað alla farþega að forða sér frá borði.
18.02.2022 - 06:18
Spænskur togari sökk við Kanada: 10 fórust og 11 saknað
Tíu fórust þegar spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í gærmorgun og ellefu skipverja er enn saknað. Kanadískt björgunarlið staðfesti í kvöld að tíu lík hafi fundist. Þremur skipverjum var bjargað en ellefu þeirra er enn leitað, að sögn Isabel Rodriguez, talskonu spænskra stjórnvalda.
16.02.2022 - 00:47
Tuga saknað í hafinu við Florída
Bandaríska strandgæslan leitar 39 manns eftir að bát hvolfdi úti fyrir ströndum Florída-ríkis í dag. Grunur leikur á að ætlunin hafi verið að koma fólkinu með ólöglegum hætti inn í landið. Leit fer fram bæði á sjó og í lofti.
Ölvaðir og brutu siglingareglur
Sænska lögreglan handtók í dag tvo menn úr áhöfn breska flutningaskipsins Scot Carrier sem sigldi í nótt á danskan dýpkunarpramma á Eystrasalti. Rannsókn á slysinu hefur leitt í ljós alvarleg brot á siglingareglum ásamt því að mikil ölvun var um borð í skipinu.
13.12.2021 - 17:30
Minnst tveggja saknað eftir árekstur á Eystrasalti
Tvö flutningaskip lentu í árekstri á Eystrasalti í morgun með þeim afleiðingum að öðru þeirra hvolfdi. Minnst tveggja manna er saknað. Þetta kemur fram á vef sænska ríkissjónvarpsins SVT. Haft er eftir Jonasi Franzen, talsmanni sænsku siglingamálastofnunarinnar, að áreksturinn hafi orðið á milli Ystad og Borgundarhólms og að áhafnir skipa á vettvangi hafi heyrt hróp frá mönnum sem sem að líkindum hafi lent í sjónum, en enginn hefur fundist enn.
13.12.2021 - 06:36
„Strax ljóst að það yrði ekkert grín að komast að þeim“
Mjög erfiðar aðstæður voru þegar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát var bjargað á skeri við Akurey í Kollafirði í gærkvöld. „Svarta myrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara,“ segir félagi í björgunarsveitinni Ársæli þegar hann lýsir skilyrðum við upphaf útkallsins.
Tvær nýjar sprungur fundist á skrokk Estóníu
Tvær nýjar sprungur hafa uppgötvast á skrokki farþegaferjunnar Estóníu, sem liggur á botni Eystrasalts. Sprungurnar eru 10-15 metra langar en óvíst er hvort þær komu til fyrir eða eftir að skipið sökk.
12.07.2021 - 12:19
Óttast ógurlegt mengunarslys við strendur Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka segjast óttast að eitthvað mesta mengungarslys í sögu landsins sé í uppsiglingu eftir að brak úr brennandi flutningaskipinu Pearl barst að ströndum þess.
30.05.2021 - 10:05
Indónesíski kafbáturinn sokkinn
Kafbáturinn sem saknað hefur verið undan ströndum Balí er sokkinn, að því er sjóher Indónesíu tilkynnti í morgun. Útilokað er talið hægt verði að bjarga einhverjum þeirra fimmtíu og þriggja skipverja sem voru um borð.
24.04.2021 - 11:27
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit · Sjóslys
Öll von úti um björgun áhafnar indónesíska kafbátsins
Öll von virðist úti um að hægt verði að bjarga 53 skipverjum indónesísks kafbáts sem saknað er undan ströndum Balí. Nú er talið að þriggja daga súrefnisbirgðir bátsins séu uppurnar.
24.04.2021 - 05:23
Erlent · Asía · Indónesía · Kafbátur · Sjóslys · Leit
Sex bjargað, einn látinn og tólf saknað eftir sjóslys
Einn drukknaði og óttast er um afdrif tólf til viðbótar eftir að flutninga- og lyftuprammi sökk í miklu óveðri á norðaverðum Mexíkóflóa í gær, undan ströndum Louisianaríkis. Bandaríska strandgæslan greindi frá þessu. Fjöldi skipa, þar á meðal nokkur frá strandgæslunni, hefur verið við leit síðan prammanum hvolfdi skammt frá Port Fourchon síðdegis í gær, um 160 kílómetra suður af New Orleans.
15.04.2021 - 04:29
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Fyrir alla muni
Er þetta stýrið úr Pourquoi-Pas?
Fjörutíu fórust og einn komst lífs af úr hræðilegu sjóslysi 16. september 1936. Þá fórst franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? í miklu óveðri við Íslandsstrendur. Í þættinum Fyrir alla muni er rannsakað hvort stýri sem fannst og er merkt skipstjóranum tilheyrir skipinu í raun.
17.01.2021 - 09:54
Köfuðu niður að prammanum í dag
Það skýrist á næstu dögum hvernig staðið verður að því að ná fóðurpramma Laxa fiskeldis aftur á flot á Reyðarfirði. Kafað var niður að prammanum í dag og ástand hans metið. Engin merki eru um olíuleka úr eldsneytistönkum prammans.
11.01.2021 - 22:11
Sautján sjómenn drukknuðu á Barentshafi
Sautján sjómenn eru taldir af eftir að rússneska togveiðiskipinu Onega hvolfdi í aftakaveðri á Barentshafi snemma í morgun. Tveir úr áhöfninni fundust á lífi.
28.12.2020 - 14:38
Tíu fórust í óveðri á fjöllum, sjö saknað á Persaflóa
Minnst tíu fjallgöngumenn fórust í óveðri í fjöllunum norður af Teheran, höfuðborg Írans í gær og dag, og nokkurra er saknað. Þá stendur yfir leit að sjö manna áhöfn skips sem fór á hliðina í stormi á Persaflóa. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.
27.12.2020 - 01:30
Erlent · Asía · Veður · Íran · Sjóslys
Finnsk farþegaferja strandaði við Álandseyjar
Finnska farþegaferjan Grace strandaði í gær, skömmu áður en hún kom til Maríuhafnar á Álandseyjum. Um borð eru 331 farþegi og 98 manna áhöfn.
22.11.2020 - 04:35
Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.
05.09.2020 - 03:25
Erlent · Japan · Óveður · fellibylur · Sjóslys