Færslur: Sjónvarpsgagnrýni

Gagnrýni
Og þá var slegist, reykt og slúðrað í höllinni
„Fyrir þá sem dáðu Disney-prinsessur, söfnuðu pónýhestum, glansmyndum eða postulínsdúkkum er þetta kærkomin nostalgía um hinn fullkomna þykjó-heim mömmóleikjanna.“ Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öld.
10.01.2021 - 10:00
Gagnrýni
Augljós vinátta höfunda lætur engan ósnortinn
Í lok maí á þessu ári leit miniserían Good Omens dagsins ljós. Serían er byggð á samnefndri skáldsögu Terrys Pratchett og Neils Gaiman sem gerði þættina eftir ótímabært andlát félaga síns. „Síðasta titilspjald lokaþáttarins er tileinkunn til Terry Pratchett, “Fyrir Terry” en það er í rauninni óþarft. Öll serían er fyrir Terry, við hin erum bara svo heppin að fá að njóta líka.“
16.06.2019 - 14:16
Lögfræðidrama af dýrustu gerð
Sjöunda og síðasta sería pólitísku dramaþáttanna The Good Wife var sýnd á síðasta ári. Síðustu mánuði hafa menningarblaðamenn vestanhafs keppst við að ausa þættina lofi og vilja sumir meina að síðasta serían marki endalok hinnar „Nýju gullaldar“ í sjónvarpi. Nú í byrjun febrúar hófu síðan göngu sína dótturþættir („spin-off“) seríunnar sem nefnast The Good Fight.