Færslur: Sjónvarpsgagnrýni

Gagnrýni
Eitursvöl ofurhetja sem vill bara vera góður pabbi
Assane er ekki þessi undirheimahetja eða kokteilasúpandi slagsmálahundur sem við þekkjum úr töffaramyndum. Hann er sætur, sjarmerandi, hláturmildur og ólíkur hinum ráma einfara sem lemur stráka og hösslar stelpur. Þættirnir, sem fjalla um þessa heillandi hetju, eru sýndir á Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir, gagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í Lupin.
31.01.2021 - 11:00
Gagnrýni
Og þá var slegist, reykt og slúðrað í höllinni
„Fyrir þá sem dáðu Disney-prinsessur, söfnuðu pónýhestum, glansmyndum eða postulínsdúkkum er þetta kærkomin nostalgía um hinn fullkomna þykjó-heim mömmóleikjanna.“ Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öld.
10.01.2021 - 10:00
Gagnrýni
Augljós vinátta höfunda lætur engan ósnortinn
Í lok maí á þessu ári leit miniserían Good Omens dagsins ljós. Serían er byggð á samnefndri skáldsögu Terrys Pratchett og Neils Gaiman sem gerði þættina eftir ótímabært andlát félaga síns. „Síðasta titilspjald lokaþáttarins er tileinkunn til Terry Pratchett, “Fyrir Terry” en það er í rauninni óþarft. Öll serían er fyrir Terry, við hin erum bara svo heppin að fá að njóta líka.“
16.06.2019 - 14:16
Lögfræðidrama af dýrustu gerð
Sjöunda og síðasta sería pólitísku dramaþáttanna The Good Wife var sýnd á síðasta ári. Síðustu mánuði hafa menningarblaðamenn vestanhafs keppst við að ausa þættina lofi og vilja sumir meina að síðasta serían marki endalok hinnar „Nýju gullaldar“ í sjónvarpi. Nú í byrjun febrúar hófu síðan göngu sína dótturþættir („spin-off“) seríunnar sem nefnast The Good Fight.