Færslur: Sjónvarpsefni frá Norðurlöndum

Streymisveitur hætta framleiðslu á dönsku efni
Danskar og alþjóðlegar streymisveitur ákveða nú hver af annarri að hætta framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á dönsku vegna nýlegs samnings sem tryggir aukin réttindi leikara, leikstjóra og annarra sem að framleiðslu efnisins koma. Danska streymisveitan TV2 Play og hin bandaríska Netflix tilkynntu á dögunum að þær hygðust hætta allri framleiðslu á leiknu, dönsku sjónvarpsefni. Í gær bættist sænska streymisveitan Viaplay í þennan hóp.
Olía og sjálfstæði Grænlands í nýjum Borgen-þáttum
Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen (Höllinni), sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Nú er hún utanríkisráðherra og stendur frammi fyrir vandamálum þegar auðugar olíulindir finnast á Grænlandi. Nýja þáttaröðin fjallar að miklu leyti um sjálfstæði Grænlands, umhverfismál og áhuga stórvelda á norðurslóðum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið. 
Leikara leitað fyrir færeysku þáttaröðina TROM
Framleiðendur færeysku glæpaþáttaraðarinnar TROM hyggjast taka til við að velja leikara í öll helstu hlutverk, stór og smá, snemma árs 2021. Vonast er til að tökur hefjist næsta vor eða sumar og verði lokið í júní 2021.
Færeyska glæpaþáttaröðin TROM fær fé frá landsstjórn
Líkur hafa á ný aukist á að færeyska glæpaþáttaröðin TROM verði kvikmynduð í Færeyjum. Landsstjórnin hefur haldið að sér höndum um fjármögnun þannig að um tíma leit út fyrir að upptökur yrðu á Íslandi í staðinn.
Ekki enn útilokað að kvikmynda Trom í Færeyjum
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja segist nú vera áfram um að sjónvarpsþáttaröðin Trom verði kvikmynduð þar í landi.
Glæparöðin Trom tekin upp á Íslandi
Sjónvarpsþáttaröðin TROM verður að mestu tekin upp á Íslandi. Þættirnir byggja á skáldsögum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksen og til stóð að taka þá upp í Færeyjum.

Mest lesið