Færslur: Sjónvarp

Chernobyl hlaut tvenn BAFTA-verðlaun
Sjónvarpsverðlaun BAFTA voru veitt í gær í gegnum fjarfundarbúnað. Sjónvarsþættirnir Chernobyl hlutu tvenn BAFTA-verðlaun, fyrir bestu þáttaröðina auk þess sem Jared Harris var valinn leikari ársins í sjónvarpi.
01.08.2020 - 14:46
Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár
Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Myndskeið
Búningarnir úr Chernobyl nýtast heilbrigðisstarfsfólki
Geislavarnarbúningarnir úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl hafa nú fengið nýtt hlutverk. Framleiðendur búninganna gáfu þá til heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu sem nota þá til varnar kórónuveirunni.
07.04.2020 - 22:33
Grínað og glensað á tökustað Stranger Things
Stranger Things þáttarraðirnar eru einar þær vinsælustu sem framleiddar hafa verið síðustu ár. Nú hefur YouTube síða þáttanna birt myndbönd sem sýnir mistökin og vitleysuna sem fer fram á tökustað.
07.11.2019 - 10:19
Sjónvarp næst ekki um loftnet í Grindavík
Eitt af útsendingamöstrum á fjallinu Þorbirni fauk niður í gærkvöld og því næst ekki sjónvarp í gegnum loftnet í Grindavík sem stendur. Hægt er að nálgast útsendingar RÚV í gegnum RÚV appið og vefinn ruv.is.
03.10.2019 - 16:46
Fréttaskýring
Tyrkneska Hollywood
Tyrkneskir sjónvarpsþættir fara sigurför um heiminn og eru orðnir ein helsta útflutningsvara landsins. Vinsældir draumasmiðjunnar í Tyrklandi á heimsvísu nálgast nú ört Hollywood sem í áratugi hefur verið allsráðandi á markaðnum.
29.09.2019 - 10:00
Rjúfa þögnina um umdeilda Starbucks-bollann
Framleiðendur hinnar geysivinsælu þáttaraðar um Krúnuleikana, Game of Thrones, hafa rofið þögnina um kaffibollann sem stal senunni í þætti í síðustu seríunni sem sýndur var fyrr á árinu.
05.09.2019 - 09:21
Telja breytingarnar slæmar fyrir þáttagerð
Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda leggjast alfarið gegn nokkrum breytingum sem boðaðar eru í drögum frumvarps um breyttar reglur á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu.
15.08.2019 - 07:00
Glás til að glápa á í páskafríinu
Fram undan er fimm daga helgi og ef það er einhvern tíman tilefni til þess að hámhorfa kvikmyndir og sjónvarpsþætti þá er það líklegast í páskafríinu. Við tökum hér saman nokkrar kvikmyndir og þætti sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.
18.04.2019 - 10:30
Pistill
Í skapandi óreiðu Weimar-lýðveldisins
Næstkomandi sunnudag hefst sýning á þýsku þáttaröðinni Babýlon Berlín á RÚV og verður fróðlegt að fylgjast með henni, hún mun vera dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið á öðru máli en ensku og einnig hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. En það er þó ekki þáttaröðin sjálf sem hér er til umfjöllunar, heldur reyfararnir sem að baki standa, en það er óhætt að telja þá til mestu metsölubóka á þýskum markaði undanfarinn áratug.
01.03.2019 - 13:02
Er tilgangur lífsins sósa?
Þættirnir um hinn undarlega Rick og afastrákinn hans Morty hafa slegið í gegn víða um heim og eru viðfangsefni nýjasta þáttar Veistu hvað?
11.01.2019 - 15:13
Klæðum okkur eins og sjónvarpskarakterar
Sjónvarpsþættir hafa frá örófi alda haft áhrif á ýmislegt í lífi okkar. Föt og tíska eru þar ekki undanskilin og í tískuhorni þessarar viku ætlar Karen Björg Þorsteinsdóttir að rýna enn frekar í þetta.
16.07.2018 - 15:05
Sex vænar þáttaraðir væntanlegar með vorinu
Íslenska vorið getur verið skrýtið dýr. Á meðan grillið og vorlaukana fennir í kaf er ágætis huggun harmi gegn að hella upp á og koma sér vel fyrir, hvort sem maður er einn eða í góðum félagsskap, og hámhorfa á eina þáttaröð. Hér koma sex hugmyndir að þáttaröðum sem væntanlegar eru með vorinu.
02.05.2018 - 16:04
Handmaid's Tale hlaut fimm Emmy-verðlaun
Saga þernunnar, eða The Handmaid's Tale, stóð uppi sem sigurvegari á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Þáttaröðin var valin sú besta í flokki dramaþátta, handrit þáttanna voru talin þau bestu, besta leikstjórn dramaþátta og leikkonur í aðal- og aukahlutverkum hlutu einnig verðlaun.
18.09.2017 - 03:52
„Blái liturinn er sýnilegt myrkur“
Sjónvarpsþáttunum Ozark frá Netflix hefur verið lýst sem eins konar blöndu af Breaking Bad og Narcos - enda þema þáttanna peningar og fíkniefni.
28.08.2017 - 17:06
Úthverfamamman sem uppvakningur
Uppvakningaformið hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár, bæði í bíómyndum og sjónvarpi. Er um að ræða sögur sem byggðar eru í kringum staðlað form uppvakningaflokksins, en sögurnar eru síðan ýmist settar inn í drama eða kómedíu, stórar eða litlar sögur, epískar heimsendasögur eða sagan jafnvel smættuð niður í óþægilega uppákomu í úthverfi.
Lögfræðidrama af dýrustu gerð
Sjöunda og síðasta sería pólitísku dramaþáttanna The Good Wife var sýnd á síðasta ári. Síðustu mánuði hafa menningarblaðamenn vestanhafs keppst við að ausa þættina lofi og vilja sumir meina að síðasta serían marki endalok hinnar „Nýju gullaldar“ í sjónvarpi. Nú í byrjun febrúar hófu síðan göngu sína dótturþættir („spin-off“) seríunnar sem nefnast The Good Fight.
Óþægilegt erindi við samtímann
„Það þarf að teygja sig ansi langt til að keppa við raunveruleikann árið 2017. Þættirnir Designated Survivor eru gott dæmi um efni sem öðlast hefur nýtt samhengi á allra síðustu vikum,“ segir sjónvarpsrýnir Lestarinnar Nína Richter um þættina Designated Survivor. Hún segir jafnframt að embættistaka Trump marki kaflaskil í því leikna efni sem á að gerast á forsetaskrifstofu Hvíta hússins í Bandaríkjunum.
14.02.2017 - 15:55