Færslur: Sjónvarp

Olía og sjálfstæði Grænlands í nýjum Borgen-þáttum
Á sunnudagskvöld hóf danska ríkissjónvarpið útsendingar á fjórðu þáttaröðinni af Borgen (Höllinni), sem fjallar um dönsk stjórnmál og Birgitte Nyborg, sem var forsætisráðherra Danmerkur í fyrri seríum. Nú er hún utanríkisráðherra og stendur frammi fyrir vandamálum þegar auðugar olíulindir finnast á Grænlandi. Nýja þáttaröðin fjallar að miklu leyti um sjálfstæði Grænlands, umhverfismál og áhuga stórvelda á norðurslóðum. Fyrsta þættinum hefur verið vel tekið. 
Áramótaskaupið einnig aðgengilegt erlendis
Áramótaskaupið, sem sýnt er klukkan 22.30 í kvöld, verður aðgengilegt öllum jafnt innan lands sem utan. Verður því hægt að horfa á útsendinguna hér á RÚV.is jafnvel ef maður er staddur utan Íslands.
31.12.2021 - 10:40
Um Atlantsála hlaut Emmy-verðlaun í kvöld
Um Atlantsála eða Atlantic Crossing, norsk sjónvarpssería í átta hlutum sem fjallar um norsku krónprinsessuna Mörthu og áhrif hennar á heimsmálin á tíma seinni heimsstyrjaldarinnar hlaut alþjóðlegu Emmy-verðlaunin í kvöld.
Breska konungsfjölskyldan sigursæl á Emmy-hátíðinni
Fjórða syrpa bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á 73. Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Helstu leikendur fengu einnig verðlaun fyrir hlutverk sín.
The Crown valin besta þáttaröðin alvarlegs eðlis
Breska sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og streymisveitan Netflix framleiðir var valin besta alvarlega þáttaröðin á Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Los Angeles.
20.09.2021 - 02:20
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin
Emmy-sjónvarpsverðlaunahátíðin er hafin í Los Angeles í Bandaríkjunum, utandyra í stóru tjaldin. Hátíðin er með smærra sniði en yfirleitt áður en þó öllu fjölmennari en á síðasta ári þegar Jimmy Kimmel kynnti hátíðina frammi fyrir tómum sal.
20.09.2021 - 00:44
Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Verbúð valin besta þáttaröðin
Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Maríu Reyndal var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania hátíðinni í Lille í Frakklandi í kvöld.
Talibanar segja klæðaburð fréttakvenna óásættanlegan
Talibanar hafa gert athugasemdir við klæðaburð kvenkyns fréttaþuli í afgönskum sjónvarpsstöðvum. Stjórnandi sjónvarpsstöðvar kallar eftir skýrum skilaboðum Talibana en segir mikilvægast nú að tryggja öryggi starfsfólks.
Myndskeið
Þriðja serían af Ófærð líklega sú síðasta
Leikstjóri Ófærðar segir að þriðja þáttaröðin verði líklega sú síðasta. Ólíkt fyrri þáttaröðunum tveimur situr Netflix nú nánast eitt að sýningarréttinum, að minnsta kosti til að byrja með.
18.05.2021 - 19:00
Útsending frá Langahrygg liggur niðri
Útsending myndavélarinnar á Langahrygg, sem beint er að eldgosinu í Geldingadölum, liggur niðri. Ekki er vitað hvað veldur en það verður kannað með morgninum. Fylgjast má með gosinu í beinu streymi frá vélinni á Fagradalsfjalli á vefnum okkar, ruv.is. Skipt verður yfir á þá vél í sjónvarpsútsendingu rúv2 við fyrsta tækifæri.
Truflanir í útvarpi, sjónvarpi, neti og síma
Sjónvarpsútsendingar í gegnum Vodafone liggja niðri þessa stundina vegna viðhaldsvinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þessi vinna veldur einnig truflunum á internet-, farsíma- og símaþjónustu víða um land, auk þess sem útvarpsnotendur gætu fundið fyrir truflunum af þessum völdum.
12.05.2021 - 01:14
Hank Azaria biðst afsökunar á talsetningu Apu
Leikarinn Hank Azaria, sem talar fyrir sögupersónuna Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum The Simpsons, hefur beðist afsökunar á þeirri mynd sem dregin er upp af fólki af indverskum uppruna í þáttunum. Azaria er hvítur en Apu indverskur, og hefur leikarinn talað fyrir hann, með sterkum indverskum hreim, síðan árið 1990. 
13.04.2021 - 17:35
Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Áhorf á fréttir Stöðvar 2 minnkar um helming
Alls horfðu 10,8% landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára á fréttir Stöðvar 2 vikuna 18. til 24. janúar. Sú tala sýnir meðaláhorf á hverja mínútu fréttatíma hvern dag. Hafa ber í huga að fleiri horfðu samtals á fréttatímana yfir vikuna. Meðaláhorf á hvern fréttatíma RÚV var 29,9% í síðustu viku. 
Stöð 2 að fullu í áskrift - fréttir í læstri dagskrá
Allt efni Stöðvar 2 verður í læstri dagskrá frá og með 18. janúar næstkomandi, þar á meðal fréttirnar. Stöðin verður því að fullu áskriftarstöð, en áskriftinni fylgir líka aðgangur að efnisveitunni Stöð 2+.
11.01.2021 - 11:55
Síaukin umræða um Soprano-fjölskylduna
Undanfarna mánuði hafa sjónvarpsþættirnir um Soprano-glæpafjölskylduna notið aukinna vinsælda, þrátt fyrir að 13 ár séu frá því að síðasti þátturinn var sýndur. Í Bandaríkjunum margfaldaðist áhorf á þættina á streymisveitu HBO eftir að heimsfaraldurinn neyddi fólk þar í landi til að halda sig heima, 179% prósent aukning varð á áhorfinu í vor. 
Emmy verðlaunin: Búist við velgengni Watchmen
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin verður haldin í nótt í sjötugusta og annað sinn en nú með harla óvenjulegu sniði.
21.09.2020 - 00:21
Myndskeið
„Draumur að feta í fótspor Sigurðar Richter“
Sjónvarpsþátturinn Nýjasta tækni og vísindi hefur göngu sína á ný í kvöld, eftir um sextán ára hlé. Einn umsjónarmanna þáttarins segir það draumi líkast að fá að feta í fótspor þeirra sem sáum um þáttinn á árum áður.
14.09.2020 - 17:00
Chernobyl hlaut tvenn BAFTA-verðlaun
Sjónvarpsverðlaun BAFTA voru veitt í gær í gegnum fjarfundarbúnað. Sjónvarsþættirnir Chernobyl hlutu tvenn BAFTA-verðlaun, fyrir bestu þáttaröðina auk þess sem Jared Harris var valinn leikari ársins í sjónvarpi.
01.08.2020 - 14:46
Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár
Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Myndskeið
Búningarnir úr Chernobyl nýtast heilbrigðisstarfsfólki
Geislavarnarbúningarnir úr sjónvarpsþáttunum Chernobyl hafa nú fengið nýtt hlutverk. Framleiðendur búninganna gáfu þá til heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu sem nota þá til varnar kórónuveirunni.
07.04.2020 - 22:33
Grínað og glensað á tökustað Stranger Things
Stranger Things þáttarraðirnar eru einar þær vinsælustu sem framleiddar hafa verið síðustu ár. Nú hefur YouTube síða þáttanna birt myndbönd sem sýnir mistökin og vitleysuna sem fer fram á tökustað.
07.11.2019 - 10:19
Sjónvarp næst ekki um loftnet í Grindavík
Eitt af útsendingamöstrum á fjallinu Þorbirni fauk niður í gærkvöld og því næst ekki sjónvarp í gegnum loftnet í Grindavík sem stendur. Hægt er að nálgast útsendingar RÚV í gegnum RÚV appið og vefinn ruv.is.
03.10.2019 - 16:46