Færslur: Sjónskertir

Hljóðmynd
Áhyggjufull af því að Karl og Dóra detta úr snjallsímum
Blindir sem reiða sig á talgervla í snjallsímum hafa miklar áhyggjur af því að íslensku raddirnar Karl og Dóra verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Unnið er að gerð nýs talgervils en hann verður ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Kristinn Halldór Einarsson og Baldur Snær Sigurðsson, sem báðir eru lögblindir, hafa reitt sig á íslensku raddirnar við skjálestur og við alla notkun snjalltækja. Þegar þær detta út þarf að reiða sig á enskan talgervil.
Metfjöldi bíður eftir leiðsöguhundi
Aldrei hafa fleiri blindir og sjónskertir beðið hér á landi eftir að fá leiðsöguhund, en hátt í 20 eru nú á biðlista eftir slíkum hundi. Þrátt fyrir að vera skilgreindir sem hjálpartæki hafa flestir leiðsöguhundar, sem hafa verið í notkun hér á landi, verið kostaðir af frjálsum félagasamtökum og söfnunum. Nú hefur Blindrafélagið farið fram á meiri kostnaðarþáttöku ríkisins.