Færslur: Sjónrýni

Víðsjá
Endaleysan teygð og toguð í Gerðarsafni 
Gúmmíteygjur, fimmblaðasmári og seiðandi hljóðskúlptur vöktu forvitni Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur á athyglisverðri sýningu sem stendur yfir í Gerðarsafni.
20.02.2022 - 11:00
Víðsjá
Ánægjulegt inngrip í borgarrýmið
Um hátíðarnar þurftum við óvænt að brjóta heilann um það hvers vegna ekki væri verið að mata okkur á auglýsingum á rafrænum auglýsingaskiltum borgarinnar, en skiltin birtu mynstur sem ekkert áttu skylt við neysluvörur. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um upplifun sína af hinu dularfulla auglýsingahléi fyrstu daga ársins, sem kom á daginn að var áhrifaríkur myndlistargjörningur.
Víðsjá
Fólk og hlutir á hreyfingu í Listasafni Reykjanesbæjar
Myndlistarsýningin Skrápur, í Listasafni Reykjanesbæjar, er áhrifarík og tekur á hugleiðingum um landamæri, yfirráðarsvæði og þjáningar og vekur sýningargesti til umhugsunar að mati Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur, gagnrýnanda.
22.12.2021 - 08:26
Pistill
Forvitnilegur Muggur í Listasafni Íslands
Lærdómsrík og forvitnileg sýning um heillandi listamann, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir um sýninguna sem stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin er helguð listamanninum Muggi, eða Guðmundi Thorsteinssyni.
12.12.2021 - 10:00
Víðsjá
Stórar frásagnir í Norræna húsinu
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hvelfinguna, sýningarsal Norræna hússins, þar sem nú stendur yfir aðkallandi sýning um jarðfræðileg og jarðsöguleg fyrirbæri af ýmsum toga.
Pistill
Staðreyndir og spekúlasjónir í Skaftfelli 
Myndlistarkonurnar Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal vinna verk innblásin af afar merkum fornleifafundi á Vestdalsheiði árið 2004 á sýningunni Slóð í Skaftfelli. Sýningin opnar leiðir inn í ýmis hugarfylgsni, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
14.11.2021 - 10:00
Pistill
Myndlistin í tómarúmi vísindanna
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fylla upp í ákveðið tómarúm vísindanna á sýningunni Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
Pistill
Snemmbúin sköpunarsaga íslenskrar myndlistar
Horft er til nærumhverfis í starfi Listasafns Reykjavíkur á sýningunni Iðavelli. Sýningin er forvitnileg fyrir þær sakir að hún vekur upp krítískar spurningar um hlutverk listasafna í samtímanum og það vald sem þau hafa sem opinberar menningarstofnanir, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
Pistill
Útvíkkun einsleitrar myndlistarsenu
Sýningin Samfélag skynjandi vera, í Hafnarborg menningar- og listamiðstöð, er hugarfóstur sýningarstjóranna Wiolu Ujazdowsku og Huberts Gromny. Sýningunni er ætlað skapa vettvang þar sem margar raddir mætast og ólíkir möguleikar tjáningar og skynjunar eru skoðaðir.
Pistill
Sköpunarferlið að baki hversdagslegra hluta
Augun ferðast á milli tvívíðra verka og þrívíðra og maður fær tilfinningu fyrir því hvernig abstrakt hugmynd verður að teikningu, sem verður að grafísku verki, sem verður að þrívíðum prentgrip, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, gagnrýnandi, um sýningu á verkum Kristínar Þorkelsdóttur.
Pistill
Kaðlar, hnútar og nótir í miðju kafi
Öllum hnútum kunnug er fyrirferðarlítil en áhugaverð sýning, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónlistarrýnir. Þar vinna þrír listamenn saman að því að rekja upp þræði reipisins og skoða það í sögulegu, menningarlegu og fagurfræðilegu samhengi.
Pistill
Listrænt, lýðræðislegt og skipulagslegt afrek
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýningu spænsk-íslenska listamannatvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar Töfrafundur – áratug síðar. Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið svokallaða og hreyfir við áhorfandanum með því að færa flókin pólitísk álitamál yfir á hið listræna svið og út til almennings.
Pistill
„Þykk“ sýning á viðeigandi stað
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir leggur leið sína á hafnarbakkann og heimsækir sýningu Huldu Rósar Guðnadóttur, WERK – Labor Move í Listasasafni Reykjavíkur. Þótt sýningin láti ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, vekur hún upp áleitnar spurningar um flókin samfélagsleg málefni á sýningarstað sem hefði ekki getað verið meira viðeigandi.
Pistill
Vel útfærð Skýjaborg í Kópavoginum
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Skýjaborg í Gerðarsafni þar sem fjórir íslenskir samtímalistamenn sýna verk sem tengjast Kópavogi.
Pistill
Óljósar tengingar heildar og hluta
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir tók áhættuna og keyrði út á Reykjanesskaga til að sjá sýninguna Á og í ; sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Þrír listamenn gera ný verk fyrir sýninguna sem römmuð er inn á áhugaverðan hátt, þótt tengingar milli heildar og hluta séu ekki alltaf augljósar.
16.03.2021 - 14:11
Pistill
Aðdráttarafl hins framandi
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í um stóra og glæsilega ljósmyndasýningu Ragnars Axelssonar, Þar sem heimurinn bráðnar, sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
01.03.2021 - 20:00
Pistill
Í anda Nýló
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Veit efnið af andanum? þar sem þrír ólíkir listamenn, þau Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson, sýna verk sín. Verkin endurspegla viðleitni listamannanna til að efnisgera þau ósýnilegu öfl sem móta hegðun okkar og stjórna daglegum athöfnum okkar.
15.02.2021 - 09:11
Pistill
Tengsl áþreifanlegs og óáþreifanlegs menningararfs
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna 100% ull á Hönnunarsafni Íslands, þar sem hið óáþreifanlega mætir hinu áþreifanlega í sýningu um hráefni sem allir þekkja, ullina.
Pistill
Raunveruleiki og sviðsetning í Listasafninu á Akureyri
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um tvær yfirlitssýningar sem nú standa yfir í Listasafninu á Akureyri, sýningar sem eru afar ólíkar en vekja upp áhugaverðar spurningar um listina og samspil hennar við hversdagsleikann annars vegar og opinber söfn hins vegar.
Pistill
Gott ár fyrir myndlist þrátt fyrir heimsfaraldur
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir horfir til baka og skoðar hvaða viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá myndlistarmönnum þetta árið. Einnig veltir hún fyrir sér hvaða áhrif faraldurinn eigi eftir að hafa á starfsemi safna og sýningarstaða, sem og hegðun menningarunnenda.
30.12.2020 - 10:55
Pistill
Hressandi höggmyndalist á Gerðarsafni
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um tvær nýjar einkasýningar sem hafa verið opnaðar í sýningaröðinni Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni, þar sem leikgleði og tilraunastarfsemi eru í fyrirrúmi.
Pistill
Frásagnarvald safna
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir rýnir í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og veltir fyrir sér frásagnarvaldi safna, en sýningin býður upp á mörg ólík sjónarhorn þegar kemur að lestri á sjónrænum menningararfi og sjálfsmyndum þjóðarinnar.
Pistill
Safn án veggja   
„Það verður að hrósa [Listasafni Reykjavíkur] fyrir að ráðast í það stóra verkefni að beina sjónum borgarbúa og annarra landsmanna að list í almannarýminu,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
16.11.2020 - 12:34
Pistill
Hverfulir þekkingarþræðir á þjóðlistasafninu
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Listþræði sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin var sett upp í tilefni af aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur og tilefnið notað til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist.
04.11.2020 - 10:32
Pistill
Brýn sýning um norræna normalíseringu hins kynjaða
Þó lítið sé að gerast í myndlistarlífi Reykjavíkur þessa dagana fór Ólöf Gerður Sigfúsdóttir engu að síður í kjallara Norræna hússins á dögunum til að skoða sýninguna Undirniðri, en þar eiga norrænir myndlistarmenn verk.