Færslur: Sjómennska

Landinn
„Það eru bara rugludallar um borð“
„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Viðtal
„Ekkert eðlilegt að vera eins og riðuveik rolla"
Níu af hverjum tíu sjómönnum hafa fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu. Þá segist tæpur helmingur þeirra glíma við mígreni eða spennuhöfuðverk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri. Sjómaður til þrjátíu ára segir vandamálið falið.
09.10.2020 - 15:04
Helmingur sjómanna með mígreni - „áhugaverðar tölur“
Um helmingur sjómanna þjáist af mígreni og tæplega 90 prósent þeirra sem starfa í greininni hafa orðið sjóveikir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem lektor við Háskólann á Akureyri gerði í samvinnu við háls, nef- og eyrnalækni hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri.
05.10.2020 - 16:25
Engin banaslys á sjó þriðja árið í röð
Engi sjómaður fórst á síðasta ári við strendur landsins sem er sjötta árið sem slíkt gerist og þriðja árið í röð. Þetta kemur fram í ársskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.
13.02.2020 - 07:43