Færslur: Sjómenn

Útvarpsfrétt
Brottkast - nokkur mál kærð til lögreglu
Allt upp í 20 til 30 bátar á sumum svæðum við landið hafa gerst uppvísir að brottkasti í drónaeftirliti Fiskistofu. Nokkur mál á þessu ári hafa verið kærð til lögreglu. 
Sjómenn segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk
Fulltrúar helstu fiskveiðiríkja við Norðursjó hafa gert með sér samkomulag svo bæta megi þær vísindarannsóknir sem leggja grunninn að ákvörðunum um alþjóðlegan þorskkvóta. Þeir segja sjaldan hafa verið jafn mikið um þorsk.
Gæti komið til verkfalls sjómanna í byrjun næsta árs
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að hljóðið sé farið að þyngjast í sjómönnum og næstu skref í kjaradeilu þeirra verði rædd næstu tvo daga á þingi sambandsins. Ef sjómenn samþykki verkfall gæti það orðið í byrjun næsta árs. Sjómannasambandið sleit viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara í september. 
04.11.2021 - 08:27
Landinn
„Það eru bara rugludallar um borð“
„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Samfélagið
Þýðing skipsdagbókarinnar mikil fyrir úrlausn málsins
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir lykilatriði að skipsdagbók togarans Júlíusar Geirmundssonar verði lögð fram við sjópróf vegna COVID-19 hópsmits um borð. Hann segir fyrirhugað að halda sjóprófið á Ísafirði 23. nóvember næstkomandi.
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna. 
Helmingur sjómanna með mígreni - „áhugaverðar tölur“
Um helmingur sjómanna þjáist af mígreni og tæplega 90 prósent þeirra sem starfa í greininni hafa orðið sjóveikir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem lektor við Háskólann á Akureyri gerði í samvinnu við háls, nef- og eyrnalækni hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri.
05.10.2020 - 16:25
Herjólfur siglir á áætlun eftir að verkfalli var aflýst
Áætlun Herjólfs verður með hefðbundnum hætti á morgun, en fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í áhöfn skipsins, sem eru í Sjómannafélagi Íslands, var aflýst fyrr í kvöld, en það átti að hefjast á miðnætti.
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
Engin banaslys á sjó þriðja árið í röð
Engi sjómaður fórst á síðasta ári við strendur landsins sem er sjötta árið sem slíkt gerist og þriðja árið í röð. Þetta kemur fram í ársskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.
13.02.2020 - 07:43