Færslur: Sjómannaverkfall

„Skiptir okkur öllu máli að þessi niðurstaða náðist“
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fagnar því að þriggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands hafi verið aflýst. Vinnustöðvun undirmanna um borð í Herjólfi átti að hefjast á miðnætti.
21.07.2020 - 08:25
Vilja að ráðherra banni verkfallsbrot Herjólfs
Sjómannafélag Íslands krefst þess að ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn banni stjórnendum Herjólfs að nota skip og hafnaraðstöðu í ríkiseigu til verkfallsbrota. Þetta kemur fram í opnu bréf til samgönguráðherra sem sjómannafélagið sendi frá sér nú síðdegis.
Myndskeið
Ákvörðun Herjólfs „hleypir illu blóði í fólk“
Gamli Herjólfur sigldi til og frá Vestmannaeyjum í dag mannaður starfsfólki sem ekki er í Sjómannafélagi Íslands og þar með ekki í verkfalli. Formaður Sjómannafélagsins segir félagsmenn furðu lostna og að ákvörðunin hleypi illu blóði í fólk.
15.07.2020 - 18:59
Engin viðbrögð fyrr en kæra hefur borist
Sjómannasambandið ætlar ekki að bregðast við ákvörðun sjómanna, sem hyggjast kæra atkvæðagreiðsluna um kjarasamninginn við útgerðarmenn, á meðan engin kæra hefur borist. Þetta segir formaður sambandsins. Hann telur ekki að reglur hafi verið brotnar.
23.02.2017 - 11:51
Ekki lengur öruggir „skaffarar“ fisks
Friðleifur Friðleifsson yfirmaður sölu frystra afurða hjá Iceland Seafood segir að áhrif sjómannaverkfallsins á markaðssetningu og sölu íslensks fisks séu ekki komin í ljós. Hann segir að ímynd Íslands sem öruggs seljanda fisks hafi beðið hnekki.
23.02.2017 - 09:56
Með engin ósvöruð símtöl frá ráðherrum
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segist ekki hafa verið með nein ósvöruð símtöl frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í kjördæmavikunni sem var í síðustu viku. Þá hefði sjávarútvegsráðherra ekki haft neitt samband við hana og óskað eftir að þing yrði hugsanlega kallað saman á meðan kjördæmavikunni stóð.
22.02.2017 - 16:22
Ætla að kæra kosninguna um sjómannasamningana
Hópur sjómanna hefur ákveðið að kæra til Félagsdóms framkvæmd atkvæðagreiðslunnar um kjarasamninginn sem undirritaður var um helgina. Þeir telja að reglugerð ASÍ hafi verið brotin og of stuttur tími hafi liðið frá því samningurinn var samþykktur, þar til atkvæðagreiðslan fór fram.
22.02.2017 - 16:14
Segir aðgerðarleysi í markaðsmálum dýrt
Neytendur í útlöndum virðast ekkert hafa fundið fyrir verkfalli sjómanna, segir stjórnarformaður Sjávarklasans. Nauðsynlegt sé að beina markaðsátaki beint að neytendum. Mikil verðmæti hafi farið í súginn í verkfallinu en mögulega glatist meiri verðmæti vegna aðgerðarleysis í markaðsmálum.
21.02.2017 - 12:07
Loðnuflotinn hitti strax í mokveiði
Það er allt komið á fullt hjá loðnuflotanum og skipin mokveiða loðnu grunnt undan Suðausturlandi. Skipstjórinn á Jónu Eðvalds frá Hornafirði segir að þrátt fyrir að sjómenn séu ekki á eitt sáttir með kjarasamninginn séu þeir ánægðir með að vera komnir á sjó.
20.02.2017 - 13:24
Segir að ráðherra hafi hótað sjómönnum
Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir að sjávarútvegsráðherra hafi stillt samninganefndum sjómanna upp við vegg og hótað þeim lagasetningu. Tilboð sem sjávarútvegsráðherra hafi gert þeim hafi mismunað sjómönnum. 
20.02.2017 - 09:07
Af og frá að deiluaðilum hafi verið hótað
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir af og frá að deilendum í sjómannaverkfallinu hafi verið hótað lagasetningu ef þeir semdu ekki um helgina Hins vegar hefði verið ábyrgðarlaust af hennar hálfu að gera ekki ráð fyrir lagasetningu.
20.02.2017 - 08:14
Verkfalli lokið - sjómenn halda aftur á haf út
Rúmlega tveggja mánaða verkfalli sjómanna lauk í gærkvöld þegar samningur Sjómannasambands Íslands var samþykktur með naumum meirihluta.
20.02.2017 - 06:57
„Núna lít ég svo á að þessari deilu sé lokið“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist fagna því að tekist hafi að leysa verkfall sjómanna með samningi og ekki hafi þurft að grípa til lagasetningar. Það fyrirkomulag sem samið var um varðandi fæðispeninga sjómanna, vinnufatnað og fleira, sé báðum deiluaðilum til góðs.
20.02.2017 - 00:32
Ætla að styrkja samstarf við sjómenn frekar
„Ég er gríðarlega ánægður með að samningurinn sé samþykktur,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann hafi haft það á tilfinningunni fyrir nokkrum dögum að nú sæi fyrir endann á viðræðum.
19.02.2017 - 22:47
„Einfaldur meirihluti, hann ræður“
„Þetta kom í þriðju tilraun og allt er þegar þrennt er,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands um niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamnings sambandsins við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Samningurinn var samþykktur með naumum meirihluta. 52,4 prósentum atkvæða. 46,9 prósent sögðu nei.
19.02.2017 - 22:22
Sjómenn samþykktu samning - verkfalli lokið
Samningur Sjómannasambands Íslands var samþykktur með naumum meirihluta. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var tilkynnt hjá ríkisssáttasemjara klukkan 20:45. Atkvæði fóru þannig að 52,4 prósent samþykktu samninginn en 46,9 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru átta.
19.02.2017 - 20:47
Talning atkvæða hafin
Talning atkvæða í atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst hjá ríkissáttasemjara í Reykjavík klukkan 20.
19.02.2017 - 20:04
Telur niðurstöðuna ekki verða afgerandi
Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er lokið hjá flestum aðildarfélögum Sjómannasambandsins. Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, telur að niðurstaðan ráðist með naumum meirihluta.
19.02.2017 - 18:07
Góð þátttaka í atkvæðagreiðslu um samning
Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir hjá aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands um kjarasamning sjómanna sem undirritaður var aðfararnótt laugardags. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir að atkvæðagreiðslan gangi vel og að þátttakan sé góð víðast hvar.
19.02.2017 - 15:53
Segir útgerð og stjórnvöld sýna hroka
Reiði er meðal margra sjómanna yfir því að vera boðaðir um langan veg til hafnar áður en ljóst er hvernig atkvæðagreiðsla um kjarasamning þeirra endar. Þetta segir formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar. Tvísýnt er talið hvernig atkvæðagreiðslan fer og skoðanir misjafnar eftir landshlutum.
19.02.2017 - 12:48
Hefðu mátt bíða með yfirlýsingar
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, telur að það hefði verið æskilegra ef þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hefðu beðið með yfirlýsingar í ýmsum málum eins og jafnlaunavottun og sjómannadeilunni. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, spyr hvort sumir þingmenn stjórnarflokkanna séu í raun í stjórnarandstöðu.
19.02.2017 - 12:28
Vonast til að sjómenn samþykki samninginn
„Ég vona bara að þeir taki þá ákvörðun sem er farsælust fyrir sjávarútveginn í landinu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra aðspurð um það hversu mikilvægt sé að sjómenn samþykki nýundirritaðan kjarasamning. Atkvæðagreiðslunni lýkur annað kvöld.
18.02.2017 - 17:21
Sjómenn greiða atkvæði um kjarasamning
Helstu atriði samnings sjómanna og útgerðarmanna, sem var ákveðinn á þriðja tímanum í nótt eru að svokallað olíuviðmið sem hækkar úr 70 prósentum í 70,5 prósent.
18.02.2017 - 16:47
Setti ekki neina afarkosti í deilunni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræddi í ríkisstjórn í gær að hugsanlega kæmi til lagasetningar ef menn hefðu ekki náð saman. Hún segist þó ekki hafa sett samningsaðilum neina afarkosti í deilunni.
18.02.2017 - 12:58
Efla þurfi eftirlit með verðmyndun á fiski
„Ég held að samfélagið sem á þessa auðlind eigi að gera kröfu um það að það sé verið að fylgjast með verðmyndun og hvaða raunverulega verðmæti er að koma fyrir auðlindina,“ segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Rætt var við hann í Vikulokunum í morgun.
18.02.2017 - 12:18