Færslur: Sjómannafélag Íslands

Segja þyrluleysið spila með líf sjómanna
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í fyrradag og er engin þyrla Landhelgsigæslunnar útkallshæf. Sjómannafélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þyrluleysisins og segja það ámælisvert að spilað sé með líf og heilsu sjómanna. Þyrlurnar séu sjúkrabílar sjómanna, öryggistæki sem eigi alltaf að vera til staðar.
Hvetur útgerðir til að herða smitvarnir og skimun
Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu.
Óeðlilegt að beita starfsfólki ef sækja á fé til ríkis
Bæjarráð Vestmannaeyja fundar nú í hádeginu um stöðu Herjólfs eftir að öllum starfsmönnum fyrirtækisins, 68 manns, var sagt upp í gær. Stjórn Herjólfs telur að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning við ríkið og sér fram á 400 milljóna króna halla á rekstri félagsins á árinu. Samgönguráðherra segir að félaginu hafi þegar hafi verið veittur einhver fjárstuðningur og segir samtal hafið um að leysa ágreiningsmál um þjónustusamning.
Fundað á ný í Herjólfsdeilu
Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. hittust á samningafundi í morgun. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.
„Skiptir okkur öllu máli að þessi niðurstaða náðist“
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fagnar því að þriggja sólarhringa vinnustöðvun Sjómannafélags Íslands hafi verið aflýst. Vinnustöðvun undirmanna um borð í Herjólfi átti að hefjast á miðnætti.
21.07.2020 - 08:25
Herjólfur siglir á áætlun eftir að verkfalli var aflýst
Áætlun Herjólfs verður með hefðbundnum hætti á morgun, en fyrirhuguðu þriggja sólarhringa verkfalli undirmanna í áhöfn skipsins, sem eru í Sjómannafélagi Íslands, var aflýst fyrr í kvöld, en það átti að hefjast á miðnætti.
„Við náðum ekki neinu fram“
„Það er komin niðurstaða í ákveðna liði og það er því grundvöllur fyrir því að ræða málin áfram.“ Þetta sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs eftir að samkomulag náðist fyrr í kvöld á milli fulltrúa Herjólfs og Sjómannafélags Íslands um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir þetta „enga óskastöðu“, en áhrif verkfallsins á ferðaþjónustuna í Eyjum hafi vegið þungt.
Sitja á fundi í Herjólfsdeilunni
Fulltrúar Herjólfs og Sjómannafélags Íslands sitja nú á samningafundi, en verkfall undirmanna á Herjólfi, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er fyrirhugað á miðnætti í kvöld. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, staðfestir við Fréttastofu RÚV að fundur standi nú yfir, en engar frekari upplýsingar fengust af gangi viðræðna.
Vilja að ráðherra banni verkfallsbrot Herjólfs
Sjómannafélag Íslands krefst þess að ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn banni stjórnendum Herjólfs að nota skip og hafnaraðstöðu í ríkiseigu til verkfallsbrota. Þetta kemur fram í opnu bréf til samgönguráðherra sem sjómannafélagið sendi frá sér nú síðdegis.
Gamli Herjólfur farinn að sigla eftir seinkun í morgun
Gamli Herjólfur lagði úr höfn í Eyjum skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Brottför var áætluð klukkan hálf tíu en seinkaði um tæplega þrjá og hálfan tíma. Herjólfur ohf. tilkynnti að gamli Herjólfur, Herjólfur III, myndi sigla þrjár ferðir fram og til baka frá Vestmannaeyjum í dag.
Enginn grundvöllur fyrir viðræðum í Herjólfsdeilunni
Verkfall Herjólfs, sem hófst á miðnætti og lýkur á miðnætti annað kvöld, veldur miklu tjóni í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum. Þetta segir hóteleigandi í Eyjum sem segist hafa orðið fyrir miklu tapi vegna þess og á von á að það verði meira. Hann biðlar til deiluaðila um að finna lausn. Talsmenn þeirra segja engan grundvöll fyrir viðræðum.
Allt útlit fyrir að verkfall hefjist á miðnætti
Engir fundir eru boðaðir í kjaradeildu undirmanna á Herjólfi í dag. Að óbreyttu hefst verkfall því á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa.  Deilan er í hnút og samningsaðilar ræddust ekkert við um helgina. 
13.07.2020 - 12:22
Árangurslausir fundir í Herjólfsdeilunni
Enginn árangur varð á samningafundi Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. í morgun, segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins. Meirihluti áhafnar Herjólfs er í félaginu.
Segja kröfugerðina óaðgengilega og búast við verkfalli
Kröfugerð starfsmanna Herjólfs, sem eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, er óaðgengileg. Þetta er mat stjórnar Herjólfs ohf sem kom saman í gærkvöldi. Fulltrúa Sjómannafélagsins var kynnt þessi niðurstaða á fundi í morgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að búast megi við að verði af boðuðum verkfallsaðgerðum í næstu viku.
Aukafundur í bæjarráði vegna verkfalls Herjólfs
Bæjarráð Vestmannaeyja kemur saman til aukafundar nú í hádeginu til að fjalla um kjaradeilu skipverja í Herjólfi. Sólarhrings verkfall þerna og háseta hófst á miðnætti. Margir eru fastir í Eyjum eða komast ekki þangað. Fullbókað var á Hótel Vestmannaeyjum í kvöld en gestir hafa nú afbókað vegna verkfallsins. 
Meirihluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls
Búið er að boða sólarhrings vinnustöðvun hjá meirihluta áhafnar Herjólfs frá miðnætti þriðjudaginn 7. júlí. Samtök atvinnulífsins vísuðu deilu félaga í Sjómannafélagi Íslands og Herjólfs ohf. til Félagsdóms í síðustu viku.