Færslur: sjókvíaeldi

Ekkert í netum við laxeldi fyrir austan
Enginn fiskur var í netunum sem Fiskistofa vitjaði við sjókvíareldi í Vattarnesi í Reyðarfirði. Vart varð við gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes þann 20. janúar. Gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit. Net voru lögð út í takt við viðbragðsáætlun. Daginn eftir var netanna vitjað, og reyndist enginn fiskur í þeim. Í framhaldi voru netin tekin upp að beiðni Fiskistofu.
25.01.2022 - 12:32
Gat á laxakví hjá fyrirtæki þar sem blóðþorri greindist
Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Laxa Fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði en gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíarinnar í dag. Veira sem veldur sjúkdómnum blóðþorra greindist í fyrsta sinn hér á landi í löxum hjá þessu sama fiskeldisfyrirtæki í nóvember í fyrra.
21.01.2022 - 00:01
Búast við að slátrun sýktu laxanna ljúki á morgun
Gert er ráð fyrir að slátrun á laxi úr sjókví í Reyðarfirði þar sem sjúkdómurinn blóðþorri kom upp verði lokið annað kvöld. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir veiruna sem veldur sjúkdómnum mjög smitandi innan sjókvíarinnar og að vakta verði svæði vel í framhaldinu.
27.11.2021 - 18:00
Lax slapp úr kví við Haganes í ágúst
Lax sem veiddist í net við Haganes í Arnarfirði mánudaginn 30. ágúst síðastliðinn var strokulax úr kví Arnarlax. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Tveir fiskar komu í net sem lögð voru út eftir að um fjögurra fermetra gat myndaðist á kví númer 11.
08.11.2021 - 13:33
Sláturskip - óhefðbundið en nauðsynlegt
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish fékk norska sláturskipið Norwegian Gannet til að slátra 500 tonnum af laxi í byrjun vikunnar og sigla með til Danmerkur. Óhefðbundin en nauðsynleg aðgerð segir forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish. Nýtt fiskisláturhús er á teikniborðinu.
16.10.2021 - 09:48
Vilja að leyfi til eldis í sjó verði afturkölluð
Landssamband Veiðifélaga vill að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó verði afturkölluð eða ógild eftir að Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að mat á lífrænum áhrifum sjókvíaeldis skuli háð ákvæðum laga um umhverfsimat.
Fjögurra fermetra gat á sjókví Arnarlax
Matvælastofnun hefur til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Arnarlax við Haganes í Arnarfirði, eftir að gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíar. Tilkynning um það barst stofnuninni á mánudag, að því er fram kemur á heimasíðu MAST.
01.09.2021 - 13:17
Sjónvarpsfrétt
Illa farnir fiskar í sjókvíaeldi
Eitthvað hefur farið úrskeiðis ef marka má myndir sem teknar voru í sjókvíaeldi á Vestfjörðum í apríl. Þetta er mat sviðsstjóra ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar. Hann segir mikilvægt að vel sé staðið að fiskeldi og eftirlit sé virkt. 
Leyfi fyrir laxeldi fellt úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Löxum fiskeldi ehf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á laxi með 10 þúsund tonna hámarkslífmassa í Reyðarfirði.