Færslur: Sjávarútvegur

Verðmæti íslenskrar útflutningsvöru eykst mikið
Útflutningur á íslenskum iðnvarningi, sjávar- og landbúnaðarafurðum hefur aukist verulega á undanförnum þremur árum, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur verið fluttur út varningur héðan fyrir nær 319 milljarða króna, en á sama tímabili árið 2020 var andvirði íslensks vöruútflutnings tæplega 197 milljarðar.
Segir enga góða lausn fyrir orkuskipti í sjávarútvegi
Skipatæknifræðingur sem unnið hefur að hönnun á nýju og umhverfisvænu hafrannsóknaskipi segir orkuskipti í sjávarútvegi mikla áskorun. Langt sé í að raunveruleg lausn finnist fyrir skip sem sigla langt og eru lengi á sjó.
08.03.2022 - 12:47
Viðtal
Sveitarfélögin fá bara útsvarsgreiðslur af sjávarútvegi
Sveitarfélögin fá lítið í sinn hlut af opinberum gjöldum af sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækjum. Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Samtökin létu taka saman skýrslu um skiptingu opinberra gjalda af þessum tveimur atvinnuvegum. Í ljós hafi komið að þau fá lítið annað en útsvarstekjur. Sveitarfélögin þurfi tekjur til að geta staðið undir innviðauppbyggingu.
Íslenski humarinn gæti horfið af markaði
Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að humarveiðar verði bannaðar næstu tvö ár, 2022 og 2023. Þetta var lagt til í kjölfar þess að mælingar sýndu að nýliðun stofnsins væri í sögulegu lágmarki. Guðmundur Þórðarsson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir ástæður fyrir hruni stofnsins vera ráðgátu. Ef nýliðun taki ekki við sér, þá muni íslenski humarinn að öllum líkindum hverfa af markaðnum á næstu árum.
17.12.2021 - 16:07
Viðtal
Snör viðbrögð skipverja hafi skipt sköpum
Góð þjálfun skipverja skipti sköpum þegar eldur kom upp í vélarrúmi ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE síðdegis í gær. Þetta er mat bæði skipstjórans og slökkviliðsstjórans í Fjarðabyggð. 
28.10.2021 - 07:47
Hrognkelsaframleiðsla úr 100 þúsundum í 3 milljónir
Gífurleg framleiðsluaukning hefur orðið á hrognkelsum hjá fyrirtækinu Benchmark Genetics í Höfnum. Hrognkelsin eru nýtt til að éta laxalús í sjókvíaeldi.
26.10.2021 - 22:29
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heimsfaraldurinn hafi þó haft víðtæk áhrif á reksturinn. Stjórn Samherja ákvað á aðalfundi í gær að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.
Marglytta veldur afföllum í fiskeldi eystra
Marglytta hefur valdið affföllum í fiskeldi í Reyðarfirði að undanförnu. Brugðist er við með því að setja svonefnd pils utan um sjókvíarnar svo að hún nái ekki að ánetjast og brenna fisk í kvíunum.
16.09.2021 - 18:31
Sterk vísbending um mikið fé sjávarútvegsfyrirtækja
Ný skýrsla sjávarútvegsráðherra um fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í óskyldum rekstri er sterk vísbending um þá miklu fjármuni sem fyrirtækin hafa úr að spila. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Hún fagnar því að skýrslan, sem hún óskaði eftir, sé komin út. Hún svari þó ekki þeim spurningum sem settar hafi verið fram. 
Vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar
Smábátasjómenn á Húsavík vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfandaflóa. Þeir segja að það sé nauðsynlegt til verndunar fiskistofnum í flóanum.
23.08.2021 - 08:47
„Það væri hægt að tryggja strandveiðar út ágúst“
Strandveiðar við Íslandsstrendur verða að óbreyttu stöðvaðar á morgun þegar aflaheimildir klárast, er fram kemur í tilkynningu frá Fiskistofu. Óvenju vel hefur veiðst af þorski í ágúst eða um 70% meira en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson formaður Félags íslenskra smábátaeigenda hefur kallað eftir því að byggðakvóti verði notaður svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar.
Sjónvarpsfrétt
Illa farnir fiskar í sjókvíaeldi
Eitthvað hefur farið úrskeiðis ef marka má myndir sem teknar voru í sjókvíaeldi á Vestfjörðum í apríl. Þetta er mat sviðsstjóra ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar. Hann segir mikilvægt að vel sé staðið að fiskeldi og eftirlit sé virkt. 
Heildarafli í júní 21% minni en í júní 2020
Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn og nemur það samdrætti upp á 21% frá því í júní 2020.
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
Aflaverðmæti 43 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi
Verðmæti afla við fyrstu sölu nam 43,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta er 26% aukning frá sama tímabili árið 2020 þegar aflaverðmæti var rúmlega 34 milljarðar króna.
Verð sjávarafurða lækkar enn
Verð íslenskra sjávarafurða, mælt í erlendri mynt, lækkaði um 1,9 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er fjórða skiptið í röð sem verð sjávarafurða lækkar milli ársfjórðunga. Um þetta er fjallað í nýjustu Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.05.2021 - 08:37
Myndskeið
Danskur kvótakóngur grunaður um brask
Efnaðasti útgerðarmaður Danmerkur er grunaður um að hafa keypt meiri fiskveiðiheimildir en honum er heimilt og að hafa skráð þær á aðra. Málið er talið umfangsmesta sakamál sem komið hefur upp í sjávarútvegi í landinu. 
04.05.2021 - 19:23
Dótturfélag Samherja kært til lögreglu í Færeyjum
Skattayfirvöld í Færeyjum, hafa kært dótturfélag Samherja, Tindhólm, til lögreglu. Félagið hefur endurgreitt rúmar 340 milljónir til yfirvalda þar vegna vangoldinna skatta, að því er færeyska ríkissjónvarpið greindi frá í kvöld. 
03.05.2021 - 20:48
Myndskeið
Risastór landeldisstöð rís við Þorlákshöfn
Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.
Spegillinn
Mútugreiðslur og alþjóðlegur sjávarútvegur
Í alþjóðlegum skýrslum um spillingu í sjávarútvegi er fastur liður að beina athyglinni að mútum fyrir veiðileyfi og kvóta. Það er ekki hægt að yppa öxlum yfir að í sumum löndum, til dæmis í Afríku, séu mútur landlægur vandi. Það eru lög, einnig á Íslandi, gegn því að fyrirtæki greiði mútur erlendis.
31.03.2021 - 17:12
Síðdegisútvarpið
Loðnunni tekið fagnandi í Eyjum
Loðnu var landað í Vestmannaeyjum í gær í fyrsta sinn í þrjú ár. Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðunni, segir að vinnslu við fyrsta farminn hafi lokið í nótt. Svo er von á öðrum nú klukkan 21:00.
17.02.2021 - 20:46
Myndskeið
Forsætisráðherra: Eðlilegt að afkomutengja veiðigjöld
Forsætisráðherra telur eðlilegt að afkomutengja veiðigjöld því þá skili góð afkoma í sjávarútvegi sér beint í ríkissjóð. Formaður Samfylkingarinnar vill hækka veiðigjöldin tímabundið til að bregðast við miklu atvinnuleysi. 
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Brexit skaðar Grænlendinga
Bretar leggja nú 20 prósenta toll á fiskafurðir Grænlendinga þar sem enginn fríverslunarsamningur er í gildi á milli Bretlands og Grænlands eftir Brexit. Grænlendingar vonast til að geta gengið frá fríverslunarsamningi sem fyrst en óttast að þeir séu aftarlega í forgangsröðinni hjá Bretum vegna smæðar Grænlands.
18.01.2021 - 21:21
Engin loðna veiðst í tvö ár
Íslensk fiskiskip veiddu rúmlega milljón tonn af fiski í fyrra og var heildaraflinn um 3% minni en árið 2019, samdrátturinn skrifast fyrst og fremst á minni botnfisksafla. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofunni.
15.01.2021 - 12:26