Færslur: Sjávarútvegur

Steinunn HF lenti í ofsaveðri á leið af fiskimiðum
Áhöfn línubátsins Steinunnar lenti í slæmu veðri á siglingu af miðunum til lands í dag. Til stóð að sigla til Hafnarfjarðar en þegar komið var að Garðskaga reyndist veðurhamurinn of mikill og því ákveðið að halda til Keflavíkur þess í stað. Eftir erfiða siglingu náði Steinunn landi með níu tonn af fiski.
25.11.2020 - 23:09
Strandaði í Tálknafirði og heldur nú til hafnar
Lítill fiskibátur strandaði í sunnanverðum Tálknafirði á sjöunda tímanum í kvöld. Einn er um borð í bátnum og gerði hann stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðvart um strandið. Báturinn er nú kominn á flot og heldur hann nú til hafnar.
11.11.2020 - 19:19
Skipverjar í sýnatöku
Línuskipið Núpur BA er komið til hafnar á Akureyri. Skipverji veiktist og var ákveðið að halda til hafnar í sýnatöku.
03.11.2020 - 16:14
Myndskeið
Kristján Þór: „Þetta er ömurlegt mál“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist vera sleginn vegna máls skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni sem var meinað að fara í land þegar smit kom upp á meðal þeirra. Hann segir að málið sé ekki lýsandi fyrir viðbrögð útgerðarinnar við slíkum aðstæðum. Kristján Þór var gestur Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Silfrinu í morgun.
„Ekki ætlunin að stofna lífi áhafnarinnar í hættu“
Rétt hefði verið að tilkynna grun um kórónuveirusmit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 til Landhelgisgæslunnar og láta til þess bærum yfirvöldum eftir að meta hvort rétt væri að sigla skipinu til hafnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir togarann út.
25.10.2020 - 09:43
„Hann fór mjög hratt niður og er nú kominn á botninn“
Togarinn Drangur ÁR-307 liggur nú á botni hafnarinnar í Stöðvarfirði. Sjómenn urðu þess varir um klukkan sjö í morgun, er þeir voru á leið til veiða að skipið hallaði talsvert og skömmu síðar var það sokkið. Fjölmennt lið slökkviliðs og björgunarsveitarmanna vinnur nú að því að hindra mengun frá olíu sem lekur frá skipinu og hreinsa lausamuni sem hafa flotið frá því.
25.10.2020 - 09:04
Þrjú skip talin hafa veitt ólöglega
Þrjú íslensk fiskiskip voru í síðustu viku staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir fátítt að svo mörg mál af þessu tagi komi upp með svo stuttu millibili. 
28.09.2020 - 22:35
Afkoma sjávarútvegs sterk þrátt fyrir loðnubrest
Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta er niðurstaða byggð á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90 prósentum af úthlutuðu aflamarki sköluðum upp í 100 prósent. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2019 .
Fréttaskýring
Gengissveiflur krónunnar segja til sín víða
Íslenska krónan hefur veikst um 17 prósent gagnvart evru það sem af er ári. Virði einnar evru jafngilti 137 krónum í upphafi árs en jafngildir nú um það bil 160 krónum. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að gengið hafi að sumu leyti sveiflast með faraldrinum. Krónan hefur þó styrkst hratt á allra síðustu dögum, enda tilkynnti Seðlabankinn á fimmtudag að hann myndi hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði.
15.09.2020 - 07:45
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Myndskeið
Jökull SK-16 kominn á flot
Báturinn Jökull SK-16 sem sökk við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði á mánudag er kominn á flot. Að sögn Helga Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Köfunarþjónustunnar, gengu aðgerðir í dag vel.
20.08.2020 - 16:18
Segir viðbót duga skammt
720 tonna viðbót við strandveiðikvótann, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um í dag, dugar skammt. Meira þarf til þess að hægt verði að halda úti veiðum út strandveiðitímabilið. Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem segir strandveiðimenn hafa búist við meiru, eðlileg viðbót hefði verið 1.700 tonn.
Segir Samherjaumfjöllun byggjast á vanþekkingu
Umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í Namibíu einkennist af skilningsleysi á alþjóðlegum viðskiptum og uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á alþjóðavettvangi. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja, en tilefnið er nýleg umfjöllun um Samherja. Hann segir þar að Samherji hafi greitt yfir 400 milljónir namibískra dollara, jafnvirði 3,7 milljarða íslenskra króna, í skatta og skyldur í Namibíu í gegnum árin.
21.07.2020 - 17:50
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Brim fjárfestir fyrir 13,5 milljarða á Grænlandi
Brim hf. hefur gengið frá kaupum í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries (APF). Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 13,5 milljörðum íslenskra króna. Fjárfestingin er í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa. Hlutur Brims í félaginu er 16,5 prósent.
09.07.2020 - 14:02
Verði liður í að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum
Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja. 
Telst erlendur aðili og stýrir 3,5% íslenska kvótans
Baldvin Þorsteinsson stýrir í gegnum eignahlut sinn í fyrirtækjum Samherja um 3,5% hlut af öllum fiskveiðikvóta Íslands. Beint eignarhald hans á íslenskum veiðiheimildum er 2,55%. Baldvin er búsettur í Hollandi og telst því samkvæmt skilningi íslenskra laga vera erlendur aðili.
Áhyggjur af lélegri nýliðun margra fiskistofna
Hafrannsóknastofnun hefur miklar áhyggjur af lélegri nýliðun margra fiskveiðistofnum undanfarin ár og leggur því almennt til lægra aflamark. Stofnunin kynnti í morgun úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. 
Segir skrýtið ef ekki væri haldið upp á sjómannadaginn
Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag, en þó með hófstilltara móti en yfirleitt, vegna samkomutakmarkana. Í Vestmannaeyjum er þó gert eins mikið og reglur leyfa.
07.06.2020 - 12:33
Hafrannsóknir fjárfesting ekki eyðsla
Sífelld hagræðingarkrafa í fjárveitingum ríkisins er áhyggjuefni fyrir Hafrannsóknastofnun og ekki í samræmi við  vilja núverandi ríkisstjórnar að efla haf- og umhverfisrannsóknir.  
25 prósenta samdráttur í heildarafla íslenskra skipa
Heildarafli íslenskra skipa var 25% minni á fyrsta ársfjórðungi 2020 miðað við sama tímabil í fyrra. Aflasamdráttur varð í nær öllum fisktegundum.
03.06.2020 - 15:22
Viðtal
„Mig langaði til að fara í stríð við þá“
Guðmundur Kristjánsson, sem tilkynnti fyrir viku að hann hafi ákveðið að láta af störfum sem forstjóri útgerðarfélagsins Brims, segist hafa tekið þá ákvörðun vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila í Brimi. Hann segist upplifa rannsóknina sem persónulega herferð gegn sér. Þess vegna hafi hann talið best fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að hann léti af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 20:46
Tafir á rannsókn Wikborg Rein á Samherjaskjölunum
Tafir hafa orðið á rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á Samherjaskjölunum, og rannsókninni verður ekki lokið á þeim tíma sem stefnt var að. Þetta kemur fram í svörum lögmannsstofunnar og forstjóra Samherja við fyrirspurn fréttastofu. Kórónuveirufaraldurinn skýrir þessar tafir að hluta, samkvæmt upplýsingum frá lögmannsstofunni.
28.04.2020 - 20:24
Myndskeið
Sóttu bilaðan bát norðaustur af Raufarhöfn
Áhöfnin á björgunarskipinu Gunnbjörgu sótti línu- og netabátinn Háey ÞH um 18 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn í morgun. Báturinn var með bilaðan gír og komst hvorki lönd né strönd. Engin hætta var á ferðum og aðgerðin gekk vel.
23.04.2020 - 12:27