Færslur: sjávarútvegsráðherra

Sem dökkt ský yfir strandveiðum
Strandveiðimenn eru afar ósáttir við skerðingu aflaheimilda fyrir sumarið. Sveitarstjórnarmaður á Langanesi segir að strandveiðikerfið verji fiskistofnana sjálft og þurfi því ekki að takmarka veiðar þeirra.
Vonar að niðurskurður til strandveiða verði leiðréttur
Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi segist ætla að beita sér fyrir að fimmtán prósenta niðurskurður á þorskveiðiheimildum til strandveiða verði leiðréttur. Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni.
Þorskkvóti á strandveiðum skorinn niður um 1.500 tonn
Þorskveiðiheimildir til strandveiða verða skertar um 1.500 tonn í ár, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra. Talsmaður smábátaeigenda segir þetta koma verulega á óvart og strandveiðar stöðvist á miðju tímabili verði þetta ekki leiðrétt.
Heimilar loðnuveiðar með flotvörpu undan Norðurlandi
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem heimilar loðnuveiðar með flotvörpu úti fyrir Norðurlandi. Talsvert af loðnu hefur fundist þar en hún er of djúpt til að hægt sé að veiða hana í nót.
Eignarhlutir útgerða skipta hundruðum
Stærstu útgerðarfélög landsins eiga beinan og óbeinan eignarhlut í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem ekki starfa í sjávarútvegi. Samherji og Síldarvinnslan eru umsvifamestu útgerðarfélögin.
Sakar Persónuvernd um rógburð
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum eða nota persónuvernd sem skálkaskjól við gerð skýrslu um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Í færslu á ráðherrans Facebook segir að hann hafi óskað eftir því að sjávarútvegsráðuneytið boði fulltrúa Persónuverndar og Skattsins til fundar vegna málsins.
Persónuvernd notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum
Forstjóri Persónuverndar segir það miður þegar vísað er ranglega í persónuverndarlög og þau notuð sem skálkaskjól til þess að leyna upplýsingum sem varða mikilvæga almannahagsmuni. Persónuvernd gerði í dag alvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga í íslensku atvinnulífi þar sem vísað er til úrskurðar Persónuverndar til stuðnings því að birta ekki upplýsingar um eignarhald útgerða.
Ekkert kom í veg fyrir að birta mætti eignir útgerða
Persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir að eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi séu birtar. Þetta segir staðgengill forstjóra Persónuverndar. Höfundar skýrslu um eignarhald útgerðarfélaga báru álitaefnið ekki undir Persónuvernd við gerð skýrslunnar.
Myndskeið
Segir skýrsluna sýna svigrúm til hærri veiðigjalda
Þingmaður Viðreisnar segir mörgu ósvarað í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðarfélaga í ótengdum rekstri. Hún segir skýrsluna sýna að stórútgerðin geti greitt mun hærri veiðigjöld.
Sterk vísbending um mikið fé sjávarútvegsfyrirtækja
Ný skýrsla sjávarútvegsráðherra um fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í óskyldum rekstri er sterk vísbending um þá miklu fjármuni sem fyrirtækin hafa úr að spila. Þetta segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Hún fagnar því að skýrslan, sem hún óskaði eftir, sé komin út. Hún svari þó ekki þeim spurningum sem settar hafi verið fram. 
Strandveiðar stöðvaðar á morgum að óbreyttu
Strandveiðar verða að óbreyttu bannaðar frá og með 19. ágúst, sem þýðir að lokadagur strandveiðitímabilsins er á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu.
Strandveiðar fái hluta af byggðakvóta stærri útgerða
Landssamband smábátaeigenda hefur farið fram á auknar heimildir til strandveiða í ár svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar áður en tímabilinu lýkur. Þá sé nauðsynlegt að lögfesta breytingar sem tryggi 48 veiðidaga á hverju tímabili og skerða um leið byggðakvóta til stærri útgerða.
Útiloka ekki kólnun hafsins umhverfis Ísland
Breytingar á hitastigi og seltu í hafinu við Ísland undanfarin 20 ár má rekja til náttúrulegra sveiflna. Þær tengjast síður breytingum á loftslagi af mannavöldum. Hafstraumar hafa borið hingað heitari og saltari Atlantshafssjó en á árunum 1965 til 1995. Möguleiki er á að kaldur íshafssjór streymi að landinu líkt og gerðist fyrir rúmum 50 árum.
„Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu málefni Samherja að umtalsefni í dag, bæði bréf fyrirtækisins til mennta- og menningarmálaráðherra og tengsl sjávarútvegsráðherra við fyrirtækið.
Hátt í 20 milljarða loðnuvertíð framundan
Íslensk uppsjávarskip mega veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu í vetur. Hafrannsóknastofnun tvöfaldaði í gær fyrri ráðgjöf um loðnuveiðar. Forstjóri Sildarvinnslunnar áætlar að útflutningstekjur á vertíðinni verði að lágmarki átján milljarðar króna.
Höfnuðu hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu
Smábátasjómenn höfnuðu, á aðalfundi sínum á föstudag, hugmyndum um að kvóti verði tekinn upp við grásleppuveiðar. Þetta mál er umdeilt meðal smábátaeigenda en talsmaður þeirra vonar að menn sætti sig við niðurstöðuna.
Deilt um kvótasetningu grásleppuveiða
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir það hlutverk aðalfundar að skera úr um álit félagsins á kvótasetningu grásleppuveiða. Það sé ekki rétta leiðin að fara til ráðherra með stuðningsyfirlýsingu við grásleppukvóta.
Páll Magnússon ber upp frumvarp um heildaraflahlutdeild
Frekari samþjöppun aflaheimilda en sem nemur þeim 12 prósentum sem fiskveiðistjórnunarlögin gera ráð fyrir verður ekki leyfð, nái frumvarp Páls Magnússonar formanns allsherjarnefndar Alþingis og oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fram að ganga. Frumvarpið var lagt fram í kvöld.
Myndskeið
Kristján Þór: „Þetta er ömurlegt mál“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist vera sleginn vegna máls skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni sem var meinað að fara í land þegar smit kom upp á meðal þeirra. Hann segir að málið sé ekki lýsandi fyrir viðbrögð útgerðarinnar við slíkum aðstæðum. Kristján Þór var gestur Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Silfrinu í morgun.
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Strandveiðar stöðvaðar í dag
Strandveiðum lýkur í dag, tæplega tveimur vikum fyrr en áætlað var. Frá og með morgundeginum 20. ágúst eru veiðarnar bannaðar, en þá hefur strandveiðiflotinn lokið veiðum á þeim aflaheimildum sem ætlaðar voru til veiðanna í ár.
Strandveiðarnar að stöðvast
Strandveiðar eru að stöðvast, tæplega tveimur vikum áður en tímabilið er á enda. Aflaheimildir duga ekki til að ljúka vertíðinni og á sjöunda hundrað smábátum verður lagt um miðja vikuna að óbreyttu.
Hundruð strandveiðimanna mögulega án atvinnu
Það styttist í að veiðiheimildir í strandveiði verði fullnýttar. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir mikilvægt að auka við heimildirnar, annars geti hundruð strandveiðimanna orðið atvinnulaus í næstu viku.
Segir viðbót duga skammt
720 tonna viðbót við strandveiðikvótann, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um í dag, dugar skammt. Meira þarf til þess að hægt verði að halda úti veiðum út strandveiðitímabilið. Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem segir strandveiðimenn hafa búist við meiru, eðlileg viðbót hefði verið 1.700 tonn.
Strandveiðar gætu stöðvast í byrjun ágúst
Smábátasjómenn á strandveiðum óttast að veiðar stöðvist tæpum mánuði fyrr en áætlað var. Verði aflaheimildir ekki auknar, þurfi að binda um 650 báta við bryggju.