Færslur: Sjávarútvegsmál

Laxeldi hafið í Ísafjarðadjúpi
Fyrstu laxaseiðin voru sett í kvíar í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Seiðin eru á vegum Háafells ehf. sem sótti fyrst um leyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi árið 2011 og undirbúningur því staðið yfir í rúman áratug.
Pistill
Ríkishvalræði og langreyðar
„Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?” spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur en fyrir liggur að stórhvalaveiðar hefjist í næsta mánuði við Íslandsstrendur.
Mikil auking í fiskeldi milli ára
53 þúsund tonn af eldisfiski voru framleidd á Íslandi árið 2021 sem er 12.541 tonns aukning frá árinu 2020. Aukningin á milli 2019 og 2020 var um 6.540 tonn. Ísland var í fjórða sæti yfir þau lönd sem framleiddu mest af eldislaxi árið 2020.
04.04.2022 - 21:32
Stefnt að því að draga Masilik af strandstað klukkan 4
Stærstur hluti áhafnar grænlenska fiskiskipsins Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í kvöld er kominn í land. Nú er unnið að því að koma taug milli skipsins og varðskipsins Freyju. Búist er við að skipið verði dregið af strandstað um klukkan fjögur í nótt þegar flæðir að.
17.12.2021 - 01:56
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að heimsfaraldurinn hafi þó haft víðtæk áhrif á reksturinn. Stjórn Samherja ákvað á aðalfundi í gær að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.
Heildarafli í júní 21% minni en í júní 2020
Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn og nemur það samdrætti upp á 21% frá því í júní 2020.
Aflaverðmæti 43 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi
Verðmæti afla við fyrstu sölu nam 43,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta er 26% aukning frá sama tímabili árið 2020 þegar aflaverðmæti var rúmlega 34 milljarðar króna.
Myndskeið
Risastór landeldisstöð rís við Þorlákshöfn
Framkvæmdir við stærstu fiskeldisstöð á landi hér á landi eru hafnar, steinsnar frá Þorlákshöfn. Áætlað er að framleiða þar rúmlega 20.000 tonn af laxi á ári. Útflutningsverðmætin gætu orðið um 20 milljarðar króna og um 150 störf gætu skapast.
Brim greiðir rúmlega 2,3 milljarða í arð
Aðalfundur Brims samþykkti í dag að greiða út rúmlega 2,3 milljarða króna í arð vegna rekstrarársins 2020. Þá var samþykkt tillaga um heimild stjórnar til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin stendur í átján mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir tíu prósent af heildarhlutafé félagsins.
25.03.2021 - 20:41
Ekkert banaslys á sjó árið 2020
Enginn lést við störf á sjó á síðasta ári þannig að 2020 verður fjórða árið í röð sem svo háttar til. Slysum á sjó fækkaði einnig á árinu. Drætti báta og skipa til hafnar fjölgaði hins vegar árið 2020.
Brexit eykur vanda breskrar útgerðar
Í tíu mínútna ávarpi á aðfangadag þegar Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti fríverslunarsamning Breta við Evrópusambandið hnykkti hann á að með útgöngu úr Evrópusambandinu hefðu Bretar nú aftur stjórn á eigin fiskveiðum.
29.12.2020 - 14:47
Sjómannafélag Eyjafjarðar andmælir skipstjórnarmönnum
Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar veltir þeirri spurningu upp hvernig það skaði ímynd undirmanna á fiskiskipum að félagar þeirra leiti réttar síns og fari fram á sjópróf. Skrif Trausta birtast á Facebook-síðu félagsins.
Páll Magnússon ber upp frumvarp um heildaraflahlutdeild
Frekari samþjöppun aflaheimilda en sem nemur þeim 12 prósentum sem fiskveiðistjórnunarlögin gera ráð fyrir verður ekki leyfð, nái frumvarp Páls Magnússonar formanns allsherjarnefndar Alþingis og oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fram að ganga. Frumvarpið var lagt fram í kvöld.
„Hann fór mjög hratt niður og er nú kominn á botninn“
Togarinn Drangur ÁR-307 liggur nú á botni hafnarinnar í Stöðvarfirði. Sjómenn urðu þess varir um klukkan sjö í morgun, er þeir voru á leið til veiða að skipið hallaði talsvert og skömmu síðar var það sokkið. Fjölmennt lið slökkviliðs og björgunarsveitarmanna vinnur nú að því að hindra mengun frá olíu sem lekur frá skipinu og hreinsa lausamuni sem hafa flotið frá því.
25.10.2020 - 09:04
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.
Þjóðskjalasafn óskar eftir svörum frá Verðlagsstofu
„Þetta sýnir mikilvægi þess að vista skjöl á réttan hátt,“ segir Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður, um afdrif gagna hjá Verðlagsstofu skiptaverðs sem komu í leitirnar fyrir helgi. Þjóðskjalasafn undirbýr nú erindi til Verðlagsstofu skiptaverðs vegna málsins.
Segir viðbót duga skammt
720 tonna viðbót við strandveiðikvótann, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um í dag, dugar skammt. Meira þarf til þess að hægt verði að halda úti veiðum út strandveiðitímabilið. Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem segir strandveiðimenn hafa búist við meiru, eðlileg viðbót hefði verið 1.700 tonn.
Hlýnun hefur meiri áhrif á fiska en áður var talið
Hlýnun jarðar virðist hafa meiri áhrif á fiska en áður var talið. Vísindamenn hafa nú glöggvað sig betur á því með hvaða hætti hlýnun raskar vistkerfi sjávar. Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Science hafa hrygnandi fiskar og seiði mun þrengra hitaþolsbil en fullvaxta fiskar.