Færslur: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

Svandís segist ekki geta svarað fyrir forvera sinn
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ekki geta svarað fyrir ákvarðanir sem teknar voru í ráðherratíð forvera hennar. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Hönnu Katrínar Firðriksson, þingmanns Viðreisnar, um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.
Viðtal
Svandís á eftir að sakna Þórólfs
Svandís Svavarsdóttir segist taka við nýju ráðuneyti full tilhlökkunar. Það sé stór ráðuneyti fyrir grænan ráðherra að vera yfir ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún kveðst þó eiga eftir að sakna heilbrigðisráðuneytisins, þá sérstaklega minnisblaðanna frá Þórólfi og smáskilaboðanna frá honum.
Reglugerð um veiðar á 663 þúsund tonnum af loðnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar íslenskum skipum veiðar á tæplega 663 þúsund tonnum af loðnu.
Persónuvernd: Rangt mál í skýrslu sjávarútvegsráðherra
Persónuvernd gerir „alvarlegar athugasemdir“ við skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Í bréfi sem Persónuvernd hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að í skýrslunni sé ranglega vísað til ákvörðunar Persónuverndar til að rökstyðja að birta ekki allar upplýsingar um eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi.
Strandveiðar stöðvaðar á morgum að óbreyttu
Strandveiðar verða að óbreyttu bannaðar frá og með 19. ágúst, sem þýðir að lokadagur strandveiðitímabilsins er á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Segir stöðu Samherja veikja tiltrú fólks á sjávarútvegi
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir dapurt að horfa upp á þá stöðu sem hefur byggst upp í kringum sjávarútvegsfyrirtækið Samherja. Frá þessu greinir hann í viðtali við 200 mílur í Morgunblaðinu í dag.
Viðbúnaðarstig lækkað vegna hættu á fuglaflensu
Viðbúnaðarstig vegna hættu á fuglaflensu hefur verið lækkað. Matvælastofnun metur smithættu nú litla. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt úr gildi varúðarráðstafanir gegn fuglaflensu.
Átta skipasmíðastöðvar vilja smíða nýtt rannsóknaskip
Átta skipasmíðastöðvar vilja bjóða í smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Þetta varð ljóst þegar forútboð í smíðina var opnað hjá Ríkiskaupum.
Grásleppuveiðar mega hefjast í næstu viku
Heimilt verður að hefja grásleppuveiðar að morgni þriðjudagsins 23. mars samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað. Veiðar á innanverðum Breiðafirði eru undanskildar, en þar má ekki byrja fyrr en 20. maí.
Greiðslumark mjólkur óbreytt þriðja árið í röð
Samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt er gert ráð fyrir því að heildargreiðslumark mjólkur verði óbreytt, 145 milljón lítrar, þriðja árið í röð.
Grásleppa sett í kvóta nái stjórnarfrumvarp í gegn
Í nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er lagt til að tekin verði upp aflamarksstjórn, eða kvóti, við veiðar á grásleppu, sandkola í allri fiskveiðilandhelginni og sæbjúgum.
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Ísland fjármagnar úttekt FAO um viðskiptahætti útgerða
„Samkomulag hefur náðst við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) um að vinna úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarríkjum,“ segir í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn um úttekt á viðskiptahættum útgerða í þróunarlöndum.
Segist undrandi á skilaboðum landbúnaðarráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður, segir ummæli landbúnaðarráðherra vanta veruleikatengingu og að hann virðist ekki hafa áhyggjur af því að íslenskir bændur hafi hvað slökustu kjörin innan Evrópu.
Heilbrigðisskoða kjöt í gegnum netið
Dýralæknar sinna heilbrigðisskoðun á kjöti í gegnum netið í nýju tilraunaverkefni um heimaslátrun. Í verkefninu er leitað leiða til að bændur geti selt og markaðssett kjöt sem þeir slátra heima.
Nýr Matvælasjóður fær hálfan milljarð
Fleiri störf í matvælaframleiðslu, aukin neysla á innlendri matvöru og nýsköpun í matvælaframleiðslu er á meðal þess sem nýjum Matvælasjóði er ætlað að gera. Hann var kynntur í morgun og matvælaframleiðendur geta nú sótt um styrk úr sjóðnum.
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Segir viðbót duga skammt
720 tonna viðbót við strandveiðikvótann, sem sjávarútvegsráðherra tilkynnti um í dag, dugar skammt. Meira þarf til þess að hægt verði að halda úti veiðum út strandveiðitímabilið. Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem segir strandveiðimenn hafa búist við meiru, eðlileg viðbót hefði verið 1.700 tonn.
Skoða hvort svigrúm sé til að auka aflaheimildir
Sjávarútvegsráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort svigrúm sé til að auka aflaheimildir til strandveiða. Ekki hafi verið hægt að sjá fyrr en nú hvað þar er til ráðstöfunar.
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Landhelgisgæslan sinni auknu eftirliti með fiskveiðum
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að Landhelgisgæslan fái aukið eftirlitshlutverk á sjó með fiskveiðum og að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins. Jafnframt segir í skýrslu sem verkefnastjórn hefur skilað sjávarútvegsráðherra að tryggja þurfi betur að upplýsingar um veiddan sjávarafla séu réttar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði fyrir tæpum þremur árum um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu til að sinna eftirliti.
33 lagabálkar felldir brott og 5 stjórnsýslunefndir
Þrjátíu og þrír lagabálkar eru felldir brott í heild sinni með samþykkt Alþingis á tveimur frumvörpum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um einföldun regluverks.
Endurmátu heildaraflann vegna villu í útreikningum
Hafrannsóknastofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Villa kom fram í útreikningum stofnunarinnar. Enn eru hrognaframleiðendur og Hafró ósammála um hversu mikið af óslægðri grásleppu þurfi til þess að fylla eina tunnu.