Færslur: sjávarlíffræði

Sjónvarpsfrétt
Rannsaka lífríki við Ísland: „Merkilegur leiðangur“
Hópur erlendra vísindamanna er hér á landi í þeim tilgangi að varpa nýju ljósi á líffræðilegan fjölbreytileika á strandsvæðum og áhrif þess á umhverfið. Leiðangur þeirra hingað til lands er hluti af stórri vísindarannsókn sem gerð verður meðfram ströndum Evrópu á næsta og þarnæsta ári. 
12.08.2022 - 19:04
Myndskeið
Rannsókn sjávarbotnsins mikilvæg til framtíðar
Rannsókn sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og vísindamanna frá Bretlandi og Grænlandi í Grænlandssundi geta varpað ljósi á lífríkið og langtíma umhverfisbreytingar. Notaður er fjarstýrður kafbátur sem kemst á allt að tvöþúsund metra dýpi, búinn hágæða myndavél.
DNA-greina borkjarna úr sjávarbotni
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríkið verða meginviðfangsefni rannsóknarleiðangurs vísindamanna við Kaupamannahafnarháskóla og Háskóla Íslands sem lagði úr Hafnarfjarðarhöfn í dag. Sóttir verða borkjarnar á tveggja kílómetra dýpi.
Fundu tólf nýjar tegundir lífvera á botni Atlantshafs
Vísindamenn hafa fundið tólf nýjar tegundir lífvera á botni Atlantshafsins og merki um 35 tegundir á svæðum þar sem þær hafa ekki haldið sig áður. Fræðimenn frá 13 löndum hafa í fimm ár unnið að umfangsmikilli sjávarlíffræðirannsókn með það fyrir augum að varpa ljósi á áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi neðansjávar.
28.12.2020 - 23:11
Hlýnun hefur meiri áhrif á fiska en áður var talið
Hlýnun jarðar virðist hafa meiri áhrif á fiska en áður var talið. Vísindamenn hafa nú glöggvað sig betur á því með hvaða hætti hlýnun raskar vistkerfi sjávar. Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Science hafa hrygnandi fiskar og seiði mun þrengra hitaþolsbil en fullvaxta fiskar. 
Viðtal
Mannelskur njósnamjaldur á eftirlaunum
Óvenjulegar fréttir bárust frá Norður-Noregi á dögunum um að gæfur mjaldur hefði nálgast norska fiskibáta við Finnmörku. Mjaldurinn er kubbslegur tannhvalur með lítinn haus og eru þeir algengir í dýragörðum enda skynugar verur sem hægt er að þjálfa bæði til sýninga og jafnvel til starfa fyrir mannfólk. Talið er að þessi mjaldur hafi mögulega sloppið úr hernaði, eða að honum hafi verið sleppt að störfum loknum.
30.04.2019 - 14:56
Greiða 5000 krónur fyrir merkta grásleppu
Undanfarinn áratug hafa Hafrannsóknastofnun og BioPol á Skagaströnd átt í samstarfi við merkingar og ýmisskonar rannsóknir á hrognkelsum. Af tæplega 500 grásleppum sem merktar voru á síðasta ári, var rúmlega helmingurinn ungir fiskar, en ungviði hefur ekki verið merkt fyrr í þessu verkefni.
27.03.2019 - 14:56
„Blue Planet áhrifin“ mælast víða
Hafið bláa hafið eða Blue Planet náttúrulífsþættirnir frá BBC, hugarfóstur Davids Attenborough, hafa haft mælanleg áhrif á áhuga almennings í Bretlandi á málefnum hafsins. Þá hefur orðið til sérstakt hugtak yfir fyrirbærið, Blue Planet-áhrifin. Þá hefur aðsókn í nám í Bretlandi sem tengist hafrannsóknum og umhverfisvernd tekið kipp. Lokaþáttur þáttaraðarinnar er á dagskrá RÚV Í kvöld.
07.05.2018 - 16:06