Færslur: sjávarlíffræði

Hlýnun hefur meiri áhrif á fiska en áður var talið
Hlýnun jarðar virðist hafa meiri áhrif á fiska en áður var talið. Vísindamenn hafa nú glöggvað sig betur á því með hvaða hætti hlýnun raskar vistkerfi sjávar. Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Science hafa hrygnandi fiskar og seiði mun þrengra hitaþolsbil en fullvaxta fiskar. 
Viðtal
Mannelskur njósnamjaldur á eftirlaunum
Óvenjulegar fréttir bárust frá Norður-Noregi á dögunum um að gæfur mjaldur hefði nálgast norska fiskibáta við Finnmörku. Mjaldurinn er kubbslegur tannhvalur með lítinn haus og eru þeir algengir í dýragörðum enda skynugar verur sem hægt er að þjálfa bæði til sýninga og jafnvel til starfa fyrir mannfólk. Talið er að þessi mjaldur hafi mögulega sloppið úr hernaði, eða að honum hafi verið sleppt að störfum loknum.
30.04.2019 - 14:56
Greiða 5000 krónur fyrir merkta grásleppu
Undanfarinn áratug hafa Hafrannsóknastofnun og BioPol á Skagaströnd átt í samstarfi við merkingar og ýmisskonar rannsóknir á hrognkelsum. Af tæplega 500 grásleppum sem merktar voru á síðasta ári, var rúmlega helmingurinn ungir fiskar, en ungviði hefur ekki verið merkt fyrr í þessu verkefni.
27.03.2019 - 14:56
„Blue Planet áhrifin“ mælast víða
Hafið bláa hafið eða Blue Planet náttúrulífsþættirnir frá BBC, hugarfóstur Davids Attenborough, hafa haft mælanleg áhrif á áhuga almennings í Bretlandi á málefnum hafsins. Þá hefur orðið til sérstakt hugtak yfir fyrirbærið, Blue Planet-áhrifin. Þá hefur aðsókn í nám í Bretlandi sem tengist hafrannsóknum og umhverfisvernd tekið kipp. Lokaþáttur þáttaraðarinnar er á dagskrá RÚV Í kvöld.
07.05.2018 - 16:06