Færslur: sjávarafurðir

Aflaheimildir til strandveiða aukast
Aflaheimildir þorsks til strandveiða í atvinnuskyni verða auknar með nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem tilkynnt var um í dag. Aflaheimildir verða því alls 11.074 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.
Sjónvarpsfrétt
Ráðherra segir útgerðina ráða við þorskkvótaminnkun
Matvælaráðherra segir að útgerðarfyrirtæki eigi að geta ráðið við að þorskkvótinn minnki um sex prósent. Hún treysti sjávarútveginum til þess að ná meiri verðmætum úr aflanum. 
Milljón tonn af sjávarafla á land árið 2020
Íslensk fiskiskip lönduðu rúmlega einni milljón tonna af sjávarafla árið 2020 en Ísland var það ár í sautjánda sæti yfir aflahæstu ríki heims. Kínverjar veiða manna mest úr sjó en skráður sjávarafli þeirra nam tæpum 12 milljón tonnum árið 2020.
Færeyingar óttast ekki matvælaskort
Ólíklegt þykir að innrás Rússa í Úkraínu hafi áhrif á matvælaöryggi í Færeyjum. Stjórnvöld þar telja að áfram verði unnt að flytja inn þær matvörur sem landsmenn þarfnist og óttast ekki að birgðakeðjur bresti.
Brýnt að ræða alvarlega um fríverslun með sjávarfang
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra vill alvarlegar samræður við Evrópusamabandið um tollfrelsi í viðskiptum með sjávarfang og landbúnaðarvörur. Hún segir ótvíræðan ávinning hafa fylgt aðild Íslands að EES-samningnum. 
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins.