Færslur: Sjálfsvíg

18 ungmenni sviptu sig lífi á árunum 2015-18
„Geðrækt er málið“ var heiti á ráðstefnu um geðheilbrigði barna í morgun. Píeta-samtökin sinna forvarnarstarfi og styðja við aðstandendur þeirra sem stytta sér aldur. Hafnarfjarðarbær og Píeta samtökin skora á stjórnvöld og þau sem koma að uppeldi og menntun barna að setja forvarnarstarf í þágu barna á oddinn.
03.05.2022 - 17:01
Danir veita fé til félagsmála á Grænlandi
Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu hafa lýst ánægju með að gert er ráð fyrir auknum útgjöldum til félagsmála á Grænlandi í samkomulagi um fjárlög Danmerkur.
07.12.2021 - 18:03
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Sjónvarpsfrétt
„Ég var heppin - ég fékk stuðning“
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag. Tilgangur dagsins er að beina sjónum að forvörnum og stuðningi við aðstandendur. Verkefnastjóri í sjálfsvígsvörnum segir að þeir sem missi ástvin í sjálfsvígi þurfi faglegan stuðning. Mikilvægt sé að sorgin sé ekki sjúkdómsvædd.
Fólk sem langar ekki til að lifa getur ekki beðið
Á hverjum degi koma 15 manns í sjálfsvígshugleiðingum til viðtals hjá ráðgjöfum Píeta-samtakanna og eldra fólki í þessum hópi hefur fjölgað. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag og sjónum er beint að forvörnum og stuðningi við aðstandendur.
Morgunvaktin
Áríðandi að ræða um sjálfsvíg án þess að vekja skömm
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag 10. september. Verkefnastjóri í sjálfsvígsvörnum hjá embætti landlæknis segir að vanda þurfi umfjöllum um sjálfsvíg og tryggja öllum sömu þjónustu.
47 sjálfsvíg á síðasta ári
47 sviptu sig lífi á Íslandi á síðasta ári, fimmtán konur og 32 karlar. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Landlæknisembættinu. Er það yfir meðaltali síðasta áratugar, sem er 39 sjálfsvíg á ári.
Viðtal
„Hún fer í þessa einföldu aðgerð en þá gerist eitthvað“
Móðir Dagnýjar Maggýjar Gísladóttur veiktist alvarlega á geði eftir aðgerð á sjúkrahúsi og festist í svartnætti þunglyndis sem dró hana til dauða á rúmu ári. Dagný og fjölskylda upplifðu mikið úrræðaleysi í veikindum móðurinnar sem hún segir frá í bókinni Á heimsenda sem kom út árið 2018.
„Það á enginn að burðast einn með sálrænan sársauka“
Píeta-samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, tóku samtals 500 viðtöl í janúar. Aðsókn í þjónustu samtakanna hefur aukist verulega.
Nærri 30 hringdu í neyðarsíma Píeta um jólin
Tæplega þrjátíu manns hringdu í neyðarsíma Píeta-samtakanna yfir jólin. Kynningarstjóri samtakanna segir hátíðarnar erfiðan tíma fyrir marga. Ljóst sé að brýn þörf sé á þjónustu fyrir þennan hóp allan sólarhringinn, allan ársins hring. 
18 sjálfsvíg skráð fyrstu sex mánuði ársins
18 sjálfsvíg voru skráð í dánarmeinaskrá embættis landlæknis fyrstu sex mánuði þessa árs. Um var að ræða 15 karla og þrjár konur. Þetta er svipaður fjöldi og að meðaltali fyrri helming ársins undanfarin tíu ár, eða um fimm á hverja 100.000 íbúa.
Margir leita aðstoðar Píeta-samtakanna
Símtöl til Píeta-samtakanna voru rúmlega tvöfalt fleiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Um þrjátíu einstaklingar hafa heimsótt samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum í kjölfarið.
Sjálfsvíg algengasti dauðdagi japanskra barna
Sjálfsvíg eru orðin algengasta dánarorsök japanskra barna á aldrinum 10 til 14 ára. Þetta kemur fram í gögnum japanska heilbrigðisráðuneytisins um almanaksárið 2017. Af þeim má ráða að sjálfsvígum hefur fækkað verulega síðustu ár meðal alls almennings í landinu. Á sama tíma færast sjálfsvíg barna í fyrrgreindum aldurshópi í vöxt. Voru þau 100 talsins árið 2017, eða 22,9 prósent allra dauðsfalla í þessum hópi.
25.03.2019 - 05:37
Fréttaskýring
Afdrifaríkt afskiptaleysi
Ungur maður var nauðungarvistaður á geðdeild í ágúst 2017, metinn í sjálfsvígshættu af geðlækni. Líta átti til með honum á minnst fimmtán mínútna fresti. Hann var látinn afskiptalaus í allt að þrjár klukkustundir og svipti sig lífi á þeim tíma.
19.03.2019 - 20:00
Kveikur í kvöld
Húsnæði geðdeildar fær falleinkunn
Í ágúst árið 2017 sviptu tveir ungir menn sig lífi inni á geðdeild Landspítala með tíu daga millibili. Í kjölfar innri rannsóknar spítalans, svokallaðrar rótargreiningar, var gerður langur listi yfir þær úrbætur sem þyrfti að gera til að draga úr líkum á að slíkt gerist aftur.
19.03.2019 - 12:20
Viðtal
Flestar sjálfsvígstilraunir á toppi góðærisins
Sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum fjölgaði ekki eftir bankahrun, samkvæmt nýrri rannsókn, ólíkt því sem gerst hefur erlendis í svipuðum aðstæðum. Sjálfsvígstilraunir ungra manna voru algengastar á hátindi síðasta góðæris. Rannsakandi segir niðurstöðurnar koma á óvart.
04.10.2018 - 18:03
Viðtal
Sjálfsvíg dánarorsök eins og slys og veikindi
Arna Pálsdóttir segir mikilvægt að hafa í huga í umræðu um sjálfsvíg að þau séu dánarorsök, eins og aðrar dánarorsakir, en ekki eitthvað sem eigi að fara leynt. Faðir Örnu svipti sig lífi árið 2001 þegar hún var 16 ára gömul. Á dögunum skrifaði hún pistil um málefnið sem var birtur á Vísi.
10.09.2018 - 11:38
Aðgerðir til varnar sjálfsvígum kynntar
Gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er lykillinn að fækkun sjálfsvíga að mati starfshóps Landlæknisembættisins. Mikilvægt sé að stjórnvöld tryggi að þjónustan sé aðgengileg í nærumhverfi fólks en sömuleiðis þurfi að ryðja úr vegi hindrunum eins og löngum biðtíma og miklum kostnaði. Hópurinn telur einnig að takmarka þurfi aðgengi að hættulegum efnum, hlutum og aðstæðum til dæmis með endurskoðun reglugerða um vörslu skotvopna og um há mannvirki.
04.05.2018 - 12:36
Umfjöllun getur leitt til fleiri sjálfsvíga
Sjálfsvígum fjölgaði óeðlilega mikið, mánuðina eftir að bandaríski leikarinn Robin Williams svipti sig lífi fyrir fjórum árum. Prófessor í faraldsfræði segir líklegt að mikil umfjöllun fjölmiðla um sjálfsvígið eigi sinn þátt í fjölgun þeirra.
09.02.2018 - 20:03
40 sviptu sig lífi á liðnu ári
Fjörutíu sviptu sig lífi hér á landi á síðasta ári, 36 karlar og fjórar konur. Karlar voru því 90 prósent þeirra sem sviptu sig lífi og konur 10 prósent. Þetta kemur fram í bæklingnum Kynlegar tölur, sem mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gefur árlega út.
29.12.2017 - 08:05
Opna hús fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum
Samtökin Pieta Ísland ætla á næstu vikum að opna svokallað „Pieta-hús“ í miðbæ Reykjavíkur. Þar verður þjónusta fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum. Talið er að árlega íhugi um tvö þúsund manns hér á landi að svipta sig lífi.
08.12.2017 - 19:31
Gervigreind greini sjálfsvígshættu
Gervigreind verður nýtt til þess að bera kennsl á sjálfsvígshættu notenda á Facebook. Frá þessu greinir Guy Rosen, aðstoðarframkvæmdastjóri framleiðsludeildar samfélagsmiðilsins, á bloggsíðu Facebook.
28.11.2017 - 01:17
Berjast gegn vefsíðum um sjálfsvíg
Japönsk yfirvöld ætla að berjast gegn vefsíðum fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum. Lögregla fann níu sundurskorin lík í íbúð í úthverfi Tókýó í síðasta mánuði. Talið er að morðinginn, Takahiro Shiraishi, hafi komist í kynni við fólkið eftir að það tilkynnti á samfélagsmiðlum að það vildi svipta sig lífi.
11.11.2017 - 16:14
Ganga á höndum á degi sjálfsvígsforvarna
Margrét Hulda Karlsdóttir lýkur í dag hringferð um landið, þar sem hún hefur vakið athygli á aðstæðum á gerðdeild með því að ganga á höndum. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag, 10. september.
10.09.2017 - 14:27
Þjáningin er stór hluti af lífinu
Á Íslandi fellur fjöldi fólks fyrir eigin hendi á hverju ári.Sérhvert sjálfsvíg er harmleikur sem oftast á sér langan aðdraganda og enginn dauðdagi er eftirlifendum eins þungbær og ótal spurningum er ósvarað. Óttar Guðmundsson læknir segir frá þögguninni í samfélaginu í tengslum við sjálfsvíg.
24.09.2014 - 14:47