Færslur: Sjálfstæðisflokkur

Berglind Festival
„Iðrast þess að hafa aldrei áður farið á landsfund“
Í hugum stjórnmálafólks eru svokallaðir landsfundir miklar hátíðarsamkomur, en til hvers eru þeir í raun haldnir? Berglind Festival fór á stúfana og kíkti á bak við tjöldin á tveimur slíkum.
Sjónvarpsfrétt
Bjarni og Þórdís endurkjörin á fjölmennum landsfundi
Bjarni Benediktsson segir það létti að hafa unnið formannsslaginn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag og segir hjarta sitt hafa stækkað við sigurinn. Guðlaugur Þór Þórðarson segir það vonbrigði að hafa ekki náð settu marki en ætlar að halda áfram á Alþingi og í ríkisstjórn. 
06.11.2022 - 19:28
Titringurinn magnast innan Sjálfstæðisflokksins
Mikils titrings gætir meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokksins eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti yfir að hann íhugaði framboð til formanns flokksins. Á næstu dögum afhjúpast hverjir eiga seturétt á landsfundi flokksins aðra helgi, en þar leynast úrslit mögulegra formannskosninga.
Viðtal
Segir fólk hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins
„Staðreyndir liggja fyrir og við getum ekki sætt okkur við að vera í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra um stöðu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda landsfundar flokksins sem haldinn verður fyrstu helgina í nóvember. Hann segir marga hafa komið að máli við hann um formannsframboð á fundinum.
Íhugar framboð til formanns
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, íhugar að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins sem haldinn verður þarnæstu helgi. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
26.10.2022 - 08:25
Bjarni vill vera formaður áfram
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi í nóvember. Hann segir að nýta þurfi tímann vel þegar fólk sé í stjórnmálum og það ætli hann að gera áfram.
Miðflokkurinn ætlar að halda nýjum meirihluta á tánum
Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta í Grindavík í gær. Miðflokkurinn sem hlaut langmest fylgi náði ekki að mynda meirihluta með hinum flokkunum. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins segir að flokkurinn ætli að gera sitt allra besta til að halda nýjum meirihluta á tánum.
Meirihlutasamstarf D og S á Akranesi í höfn
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meiri­hluta í bæjar­stjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026.
Hefja formlegar meirihlutaviðræður á Akranesi
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf í Bæjarstjórn Akraness. Í gær slitnaði upp úr viðræðum á milli núverandi meirihluta, Framsóknar og Samfylkingar.
Meirihlutinn í Vestmannaeyjum heldur
Í Vestmannaeyjum hélt meirihluti Eyjalistans og Fyrir heimaey velli og er nú með fimm fulltrúa af níu en hafði áður fjóra af sjö. Njáll Ragnarsson er oddviti Eyjalistans.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Margrét Sanders leiðir áfram D-listann í Reykjanesbæ
Margrét Sanders leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Listinn var samþykktur á fulltrúaráðsfundi í Innri Njarðvík fyrr í dag. Prófkjör flokksins fór fram 26. febrúar þar sem 11 manns gáfu kost á sér og um 1350 kusu um sex efstu sætin. Það kom svo í hlut kjörnefndar að stilla upp restinni af listanum, sem nú hefur veirð samþykktur.
Ásgeir vann prófkjör Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ
Ásgeir Sveinsson fékk langflest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ. Hann hlaut 697 atkvæði í fyrsta sæti, eða 69 prósent gildra atkvæða þegar öll atkvði höfðu verið talin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kjörnefnd Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ.
Óli Björn Kárason sjöundi þingmaðurinn með covid
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann er sjöundi þingmaðurinn sem greinist í kjölfar hópsmits á Alþingi.
20.12.2021 - 20:50
Vill halda oddvitasætinu
Eyþór Arnalds segist fagna því að fólk vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hildur Björnsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði að bjóða sig fram til að leiða listann en hún skipaði annað sæti flokksins í síðustu kosningum.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Viðtal
Ráðherraskipti svo til meitluð í stein
„Ég allavega fæ þá vissu frá formanni mínum að þetta sé svo til meitlað í stein, og ég geng út frá því,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, eftir að henni var kynnt að hún yrði innanríkisráðherra þegar 18 mánuðir verða liðnir að kjörtímabilinu. Hún sagði það ákveðin vonbrigði að suðurkjördæmi ætti ekki ráðherra frá fyrsta degi.
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi vonsviknir
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa lýst yfir furðu og gríðarlegum vonbrigðum með skipan ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá segja þau Guðrúnu Hafsteinsdóttur, forystumann flokksins í Suðurkjördæmi, hafa verið hundsaða.
Breytingar til að mæta áskorunum og ná auknum árangri
Þær breytingar sem boðaðar hafa verið í stjórnarráðinu er gerðar til þess að ná auknum árangri að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir breytingarnar nauðsynlegar þar sem kerfið er bæði íhaldssamt og að einhverju leyti staðnað á meðan þjóðfélagið er á fullri ferð. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir þær endurspegla þær breyitingar og áskoranir sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.
Viðtöl
Blendnar tilfinningar ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, verðandi utanríkisráðherra, kveðst spennt fyrir nýjum verkum. „Ég ákvað það fyrir nokkrum árum að ef ég fengi áfram tækifæri til að vera ráðherra í framtíðinni yrði ég í raun alltaf nýsköpunarráðherra, óháð því í hvaða ráðuneyti ég færi,“ sagði hún eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins
Viðtal
Ráðherraefni vita örlög sín eftir þingflokksfund
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá að vita það eftir þingflokksfund í Valhöll í dag hverjir þeirra eru tilnefndir í ráðherraembætti nýrrar ríkisstjórnar. „Þetta er ekki alveg einfalt sko og allt að gerast á miklum hraða vegna þess að við lukum í raun og veru við stjórnarsáttmálann og skiptingu stjórnarráðsins milli stjórnarflokkanna á föstudaginn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnarsáttmáli kynntur flokksfólki
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hóf fund klukkan þrjú og er hann bæði fjar- og staðfundur. Miðstjórn Framsóknarflokks er að hefja sinn fjarfund á sama tíma. Á þessum fundum er verið að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir flokksfólki sem tekur til hans afstöðu og til stjórnarsamstarfsins. Sáttmálinn og ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður kynnt á morgun.
Loftslagsmálin stór í stjórnarmyndunarviðræðunum
Formenn flokkanna þriggja segja enn sé verið að tala um málaflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Áfram á að leggja áherslu á loftslagsmál en flokkarnir hafa ólíka sýn á það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að eitthvað verði að gera í því þunglamalega fyrirkomulagi sem rammaáætlunar er þegar teknar séu ákvarðanir um græna orku.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.

Mest lesið