Færslur: sjálfstæði

Pattstaða í deilu Serbíu og Kósóvó
Samningamönnum Evrópusambandsins tókst ekki í gær að lægja öldurnar í alvarlegri deilu um notkun serbenskra skráningarnúmera bifreiða í Kósóvó. Málið er sagt í pattstöðu vegna afstöðu Kósóvómanna, sem segja deiluna rista dýpra.
Hætta störfum vegna deilna um skráningarnúmer
Opinberir starfsmenn af serbneskum uppruna í norðanverðri Kósóvó hyggjast leggja niður störf í mótmælaskyni vegna harðra deilna um skráningarnúmer bifreiða. Pólítískur leiðtogi Serba greindi frá þessu í gær.
Norður-Kýpur krefst viðurkenningar á sjálfstæði
Stjórnvöld á Norður-Kýpur krefjast þess að friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna yfirgefi landið innan mánaðar viðurkenni samtökin ekki tilvist og sjálfstæði þess.
Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í nótt
Tveimur bandarískum herskipum var siglt um Taívansund í nótt samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins. Það er í fyrsta sinn sem skip úr herskipaflota Bandríkja fara um sundið frá því Kínverjar efndu til viðamestu heræfinga í sögu alþýðulýðveldisins.
Sjónvarpsfrétt
Grænland fái aukna sjálfstjórn í utanríkismálum
Fyrrum formaður grænlensku landstjórnarinnar segir það mikilvægt að Grænlendingar fái aukna sjálfstjórn í utanríkis- og öryggismálum. Það skjóti skökku við að land, sem sé jafn ríkt af náttúruauðlindum og Grænland, skorti fjármagn.
23.07.2022 - 22:15

Mest lesið