Færslur: Sjálfboðaliðar

„Lokað vegna viðhalds“ í Færeyjum
Fjöldi innlendra og erlendra sjálfboðaliða tók til hendinni við að hressa upp á helstu ferðamannastaði Færeyja í síðustu viku. Verkið sem gengur undir heitinu Lokað vegna viðhalds, er skipulagt af ferðamálayfirvöldum, upplýsingaskrifstofum og sveitarfélögum.
Mikið af gömlum veiðarfærum berst á land
Fjögur tonn af rusli söfnuðust þegar sjálfboðaliðar gengu um tveggja kílómetra leið eftir strandlengjunni á Langanesi. Veiðarfæri voru stór hluti af því.
23.08.2021 - 08:45
Tína rusl á Langanesi
Strandlengja Langaness verður gengin um helgina, 13. og 14. ágúst, og safnað þar rusli. Markmiðið er að virkja og fræða almenning um verndun hafsins.
13.08.2021 - 08:24
Þóttist vera læknir og gaf læknisráð á Facebook
Kona nokkur notaði skilríki læknis og þóttist þannig vera læknir og kastaði með því ryki í augu þúsunda Dana sem hafa leitað ráða í Facebook hópi sem gengur undir heitinu Spyrðu lækni um kórónuveiruna.
17.06.2021 - 05:35
Margra mánaða bið eftir símavini
Um 25 bíða nú eftir að fá úthlutað símavini hjá Rauða krossinum. Verkefnisstjóri segir það geta tekið fólk langan tíma að stíga það skref að óska eftir símavini. Yngri notendum og einnig erlendum hefur fjölgað.
Frú Ragnheiður verður á vaktinni yfir hátíðirnar
Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins keyra um á bílnum Frú Ragnheiði um höfuðborgarsvæðið yfir hátíðirnar og þjónusta skjólstæðinga sína ásamt því að koma til þeirra jólagjöfum og jólamat. Bíllinn er sérinnréttaður til að veita heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi skjólstæðinga.
Myndband
Traustir vinir í nýju landi
Það er gefandi að aðstoða fólk og kynnast því á persónulegum nótum, segir Svala Jónsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún hefur verið leiðsögumaður fjölskyldu frá El Salvador í eitt ár. Þau segja hjálpina hafa skipt sköpum, enda hafi Svala aðstoðað þau við að finna bæði vinnu og íbúð.
Vill skýran ramma um sjálfboðastörf
Evelyn Ýr Kuhne kom hingað til lands frá Þýskalandi árið 1995 til þess að sinna starfsnámi í tengslum við háskólanám sitt. Hún kynntist eiginmanni sínum og fékk tækifæri til þess að starfa sumarlangt á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði. Hún var að sækjast eftir lífsreynslu, kaupið skipti hana litlu. Nú rekur hún gistiheimili og hestaleigu að Lýtingsstöðum ásamt manni sínum. Evelyn vill að skýr rammi verði mótaður um sjálfboðaliðastörf og starfsnám erlendra ungmenna hér á landi.
25.02.2016 - 17:12