Færslur: Sjálfbærni

„Menntun í sjálfbærni ætti að vera kjarni skólastarfs“
Hópur starfandi kennara um allt land hefur sent áskorun til sveitarstjórna um að setja menntun til sjálfbærni í forgang. Hún mæti afgangi en ætti, að mati kennaranna, að vera kjarninn í skólastarfinu.
20.06.2022 - 13:26
Morgunútvarpið
Framtíðin krefst þess að við nýtum eigin úrgang
Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur segir að þvag og saur úr fólki geti vel nýst um allan heim, ekki síst þar sem fólk er margt og vatn og gott beitiland af skornum skammti. Hann ræddi um úrgang manna, nytjar hans í landbúnaði og gagnsemi við byggingaframkvæmdir í Morgunútvarpinu.
Íbúar í Gufunesi fari með leigubíl að biðstöð Strætó
Íbúum í vistvænu hverfi í Gufunesi gefst nú kostur á að panta leigubíl á vegum Strætó, til þess að koma sér að næstu biðstöð Strætó. Bílinn þarf að panta með símtali, með 30 mínútna fyrirvara og þá keyrir hann samkvæmt tímatöflu að næstu biðstöð Strætó. Áður þurftu íbúar að ganga kílómeters langan ólýstan malarstíg til þess að komast í almenningssamgöngur.
30.12.2021 - 13:56
Landinn
Frá akrinum á diskinn
„Við byrjuðum eiginlega með kjötvinnsluna af því okkur vantaði góða skinku fyrir Pizzavagninn,“ segir Petrína Þórunn Jónsdóttir hjá fyrirtækinu Korngrís í Laxárdal II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Korngrís er vörumerki svínabúsins í Laxárdal en þar er lögð áhersla á sjálfbærni.
20.10.2021 - 12:47
Landinn
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
Færeysk fyrirtæki stefna að sjálfbærni til framtíðar
Ellefu færeysk fyrirtæki hafa undirritað samkomulag þar sem þau hyggjast hafa frumkvæði um sjálfbærni til þriggja ára. Verkefnið gengur undir heitinu Burðardygt Vinnulív eða Sjálfbær fyrirtæki og verður stjórnað frá Vinnuhúsinu, skrifstofu færeyskra atvinnurekenda og fyrirtækjarekenda.
Háskólanemum býðst að þróa græn svæði í borginni
Reykjavíkurborg hefur lagt til afmarkað svæði í Efra-Breiðholti til alþjóðlegrar samkeppni á vegum samtakanna C40 Reinventing Cities, sem gengur undir heitinu Students Reinventing Cities.
11.12.2020 - 16:42
Ísland í þriðja sæti yfir grænustu lönd í Evrópu
Ísland er í þriðja sæti yfir grænustu lönd álfunnar samkvæmt greiningu breska fjármálafyrirtækisins Nimble Fins. Svíþjóð er á toppi listans og Noregur er í öðru sæti. Greiningin er byggð á gögnum frá Eurostat, Umhverfisstofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).
22.07.2020 - 11:00
Viðtal
„Offramleiðslukerfið gengur bara ekki upp“
„Það eru allir að tala um hvernig þurfi að breyta tískubransanum því kerfið gengur ekki upp,“ þetta segir Áslaug Magnúsdóttir, kaupsýslukona og eigandi tískumerkisins Kötlu. Heimsfaraldurinn leiði vonandi til endurskoðunar á framleiðsluferlum og þeirri hugmynd að það þurfi að koma nýjar fatalínur í búðirnar á nokkurra vikna fresti. 
24.06.2020 - 12:27