Færslur: Siv Jensen

Siv Jensen boðar brottför úr stjórnmálunum
Siv Jensen tilkynnti í gær að hún ætli að láta af formennsku í norska Framfaraflokknum, eftir fimmtán ára setu í formannsstólnum. Hún hvetur flokkssystkini sín til að kjósa Sylvi Listhaug til að taka við formennskunni. Jensen greindi frá þessu á fréttamannafundi í þinghúsinu í Osló í gær og sagðist finna hjá sér þörf fyrir að breyta til.
19.02.2021 - 01:37
Fréttaskýring
Óviss framtíð norsku stjórnarinnar
Óvíst er um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi vegna deilna um heimferð norskrar konu sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Ríkisstjórnin samþykkti að konan og tvö börn hennar verði flutt heim frá Sýrlandi í andstöðu við vilja Framfaraflokksins, sem á sæti í stjórninni.
16.01.2020 - 14:52